„Að finnast þú geta öskrað en enginn heyrir“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. október 2023 17:01 Elín Sif Hall er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Gunnlöð Jóna „Lagið er ein stór spurning; hvað á ég að segja til að fólk heyri?“ segir tónlistarkonan og leikkonan Elín Hall um lagið sitt bankastræti, sem hún syngur ásamt Unu Torfa. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. Er um að ræða fjórða síngúl af komandi plötu Elínar sem ber heitið „heyrist í mér?“. „Lagið má segja að kjarni þema plötunnar en það er upplifun þess að finnast þú geta öskrað en enginn heyrir. Upplifun sem getur verið algeng bæði í persónulegum samböndum en einnig þvert á svið lífsins. Lagið er ein stór spurning; hvað á ég að segja til að fólk heyri? Með súrrealískum, hispurslausum og örvæntingarfullum texta vöfðum inn upplífgandi hljóðheim fæddist þversagnarkennt indípopplag sem getur ekki annað en fengið fólk til að kinka kolli við,“ segir Elín. View this post on Instagram A post shared by Eli n Hall (@elinsifhall) Elín Hall og Una Torfa hafa báðar vakið athygli í íslenskum tónlistarheimi að undanförnu og voru sem dæmi báðar tilnefndar sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Þá hefur Elín slegið í gegn í leiksýningunni Níu líf. Í spilaranum hér að neðan má sjá flutning hennar á laginu Er nauðsynlegt að skjóta þá eftir Bubba Morthens: Samstarfið við Unu Torfa kviknaði eftir eftir fund með henni þegar þær stunduðu saman nám í LHÍ fyrir þremur árum. Í kjölfar fundarins samdi Elín drög að laginu. Að sögn hennar voru þær báðar skeptískar á eigin raddir á þeim tíma. Fyrir upptökur á laginu „bankastræti“ hittust þær og horfðu til baka yfir farinn veg. „Margt hefur breyst síðan þá en samt ekki neitt,“ segir Elín að lokum. Hér má hlusta á Elínu Hall á streymisveitunni Spotify. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Fleiri fréttir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. Er um að ræða fjórða síngúl af komandi plötu Elínar sem ber heitið „heyrist í mér?“. „Lagið má segja að kjarni þema plötunnar en það er upplifun þess að finnast þú geta öskrað en enginn heyrir. Upplifun sem getur verið algeng bæði í persónulegum samböndum en einnig þvert á svið lífsins. Lagið er ein stór spurning; hvað á ég að segja til að fólk heyri? Með súrrealískum, hispurslausum og örvæntingarfullum texta vöfðum inn upplífgandi hljóðheim fæddist þversagnarkennt indípopplag sem getur ekki annað en fengið fólk til að kinka kolli við,“ segir Elín. View this post on Instagram A post shared by Eli n Hall (@elinsifhall) Elín Hall og Una Torfa hafa báðar vakið athygli í íslenskum tónlistarheimi að undanförnu og voru sem dæmi báðar tilnefndar sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Þá hefur Elín slegið í gegn í leiksýningunni Níu líf. Í spilaranum hér að neðan má sjá flutning hennar á laginu Er nauðsynlegt að skjóta þá eftir Bubba Morthens: Samstarfið við Unu Torfa kviknaði eftir eftir fund með henni þegar þær stunduðu saman nám í LHÍ fyrir þremur árum. Í kjölfar fundarins samdi Elín drög að laginu. Að sögn hennar voru þær báðar skeptískar á eigin raddir á þeim tíma. Fyrir upptökur á laginu „bankastræti“ hittust þær og horfðu til baka yfir farinn veg. „Margt hefur breyst síðan þá en samt ekki neitt,“ segir Elín að lokum. Hér má hlusta á Elínu Hall á streymisveitunni Spotify. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Fleiri fréttir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira