Úkraínumönnum tókst ekki að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa í suðurhluta Úkraínu í sumar. Eftir fimm mánaða átök er vetur að skella á, sem mun gera frekari sóknir erfiðar. Þá eiga Rússar enn í umfangsmiklum árásum við bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu, sem hafa skilað litlum árangri og kostað Rússa mikið. Forsvarsmenn beggja fylkinga þurfa að undirbúa sig fyrir veturinn og er útlit fyrir að hann verði erfiður fyrir Úkraínumenn. Nýjar eldflaugar hafa bæst við vopnabúr Úkraínumanna. Þær kallast ATACMS og geta hæft skotmörk í allt að þrjú hundruð kílómetra fjarlægð. Fyrstu eldflaugarnar notuðu Úkraínumenn til að gera árásir á flugvelli við Berdíansk og í Luhansk héraði en þessar árásir eru sagðar hafa valdið gífurlegu tjóni. Stríðið milli Ísraels og Hamas-samtakanna mun líklega koma niður á hernaðaraðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu en þegar eru byrjaðar að berast fregnir af því að verið sé að senda sprengikúlur sem áttu að fara til Úkraínu til Ísraels. Litlar hreyfingar á víglínunni Eins og í allt sumar hafa Úkraínumenn einbeitt sér að mestu á þremur stöðum á víglínunni: Meginþunginn er í árásum Úkraínumanna suður af Orkihiv í Sapórisjíahéraði. Þar virðist markmiðið vera að brjóta leið í gegnum varnir Rússa og sækja suður að Melitopol, við strendur Asóvhafs. Það myndi skera á birgðalínur Rússa til sveita sinna í suðri og á Krímskaga. Úkraínumenn hafa einnig reynt að sækja fram austar í Sapórisjíahéraði, suður frá Veilka Novosilka. Sú sókn virðist beinast að borginni Berdyansk, sem liggur einnig við strendur Asóvhafs. Þá hafa Rússar gert umfangsmiklar árásir nærri Avdívka í austurhluta landsins, undanfarna daga. Einnig hafa þeir gert árásir nærri Kúpíansk í norðausturhluta landsins en þær hafa litlum sem engum árangri skilað um nokkuð skeið. Grófa stöðu á víglínunum má sjá á meðfylgjandi kortum bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war. Here are today's control-of-terrain maps of #Russia's invasion of #Ukraine from @TheStudyofWar and @criticalthreats.Interactive map, updated daily: https://t.co/hwgxTnU2Tr Archive of time-lapse maps, updated monthly: https://t.co/IT6FiqwgGO pic.twitter.com/ZNE0Tg42IQ— ISW (@TheStudyofWar) October 20, 2023 Reyna að umkringja hermenn í Avdívka Rússar hafa varið miklu púðri í árásir við bæinn Avdívka undanfarna daga. Sá bær er í raun úthverfi Dónetsk-borgar og hefur verið lýst sem hliðinu að borginni, sem er höfuðborg samnefnds héraðs og hefur verið í höndum Rússa frá 2014. Þá innlimuðu þeir Krímskaga ólöglega og aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Bærinn hefur því verið í fremstu víglínu frá 2014 og er mjög víggirtur. Þess vegna eru Rússar að reyna að umkringja bæinn og þvinga úkraínska hermenn þar til að gefast upp. Rússar hafa beint sjónum sínum að tveimur þorpum vestan og norðvestan við Avdívka. Sjá einnig: Reyna að umkringja úkraínska hermenn Árásir Rússa við bæinn hafa verið umfangsmiklar en þær hafa skilað mjög kostnaðarsömum árangri. Myndefni sem birt hefur verið af Úkraínumönnum sýnir að Rússar hafa misst tugi bryn- og skriðdreka og mikinn fjölda hermanna við Avdívka. Herforingjaráð Úkraínu hélt því fram í gær að Úkraínumenn hefðu grandað nærri því fimmtíu skriðdrekum og rúmlega hundrað bryndrekum við Avdíka á einum degi. More videos from Ukrainian SSO and the 116th Territorial Defense Brigade of Russian armor losses west of Krasnohorivka, including BTR-82A, BTR-80, T-72B3, and MT-LB. 33/https://t.co/9gwKs9SmN0https://t.co/tXY1rDNFuUhttps://t.co/cnyxKU3x9Nhttps://t.co/2bFtqa54GH https://t.co/BEYrsAb6gU pic.twitter.com/rTmXWgBQLP— Rob Lee (@RALee85) October 20, 2023 Hermennirnir sem sækja fram við Avdívka eru bæði rússneskir og frá hinu svokallað Lýðveldi í Dónetsk. Rússneskir herbloggarar hafa haldið því fram að Rússar hafi sótt fram allt að tvo kílómetra við bæinn en það hefur ekki verið staðfest á myndefni eða Úkraínumönnum, sem segja Rússa mest hafa sótt fram um nokkur hundruð kílómetra. Úkraínumenn hafa einnig gert takmarkaðar gagnárásir gegn Rússum á svæðinu, sem sagðar eru hafa skilað árangri en þó takmörkuðum. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður fimm herþotur nærri Avdívka á undanförnum dögum. Það er sagt vera vegna þess að rússneskir flugmenn hafi þurft að fljúga neðarlega til að gera loftárásir, því þær séu ónákvæmar og skili litlum árangri úr mikilli hæð. Drónar hafa einni verið notaðir mikið af báðum fylkingum. Hér að neðan má sjá nýtt myndband frá Úkraínumönnum sem sýnir lítinn sjálfsprengidróna notaðan til að granda stórskotaliðsvopnakerfi. #Ukraine: As we haven't quite retired yet- a Russian TOS-1A thermobaric multiple rocket launcher was vapourised after being hit by an FPV loitering munition of the Ukrainian 59th Brigade in Pisky, #Donetsk Oblast. pic.twitter.com/zO3Z9uOQxA— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) October 20, 2023 Rússneskir herbloggarar hafa haldið því fram að Úkraínumenn hafi verið að safna liði og gera árásir yfir Dnipróá í Kherson-héraði. Fyrr í vikunni var því haldið fram að Úkraínumenn hefðu frelsað tvö þorp á austurbakkanum en það er óstaðfest. Hér að neðan má sjá kort frá ISW um stöðuna við Avdívka. #Ukraine: Russian forces launched a renewed offensive push near #Avdiivka on Oct. 20 and marginally advanced, indicating that the Russian military command remains committed to offensive operations in the area despite heavy materiel and personnel losses. https://t.co/X1lqXUTf5v pic.twitter.com/KLzFKG03vd— ISW (@TheStudyofWar) October 20, 2023 Fyrstu ATACMS-árásirnar Úkraínumenn gerðu fyrstu árásirnar með ATACMS-eldflaugar frá Bandaríkjunum í vikunni en þær munu hafa skilað miklum árangri. Rússneskir herbloggarar segja þær með verstu árásum sem Rússar hafa orðið fyrir í stríðinu. Í árásunum eru Úkraínumenn sagðir hafa grandað allt að og um tuttugu herþyrlum Rússa og þar á meðal Ka-52 árásarþyrlum. Þær eru meðal háþróuðustu stríðstóla Rússa og hafa reynst Úkraínumönnum skæðar í suðurhluta Úkraínu. Eldflaugarnar munu einnig hafa hæft vöruskemmu þar sem skotfæri voru geymd. Sjá einnig: Sagðar meðal verstu árása sem Rússar hafa orðið fyrir ATACMS stendur fyrir Army Tactical Missile System og tilkynnti Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í september að slíkar eldflaugar yrðu sendar til Úkraínu, en Úkraínumenn hafa beðið um þær allt frá því stríðið hófst. ATACMS drífa allt að þrjú hundruð kílómetra en hægt er að skjóta þeim með HIMARS-vopnakerfum sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Adding medium-resolution imagery:- Orange squares indicate "irreparably damaged" helicopters.- Yellow square highlights the helicopter in poor condition.- Green squares represent helicopters undergoing blade removal- Blue square shows the area with debris and scorch mark pic.twitter.com/x2S8idPD4z— Tatarigami_UA (@Tatarigami_UA) October 19, 2023 Storm Shadow og Scalp stýriflaugar sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bretum og Frökkum geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Þeim er þó eingöngu hægt að skjóta með breyttum orrustuþotum. Ekki liggur fyrir hve margar eldflaugar Úkraínumenn hafa fengið og munu fá en talið er að Bandaríkjamenn sitji á takmörkuðum fjölda. Utanríkisráðherra Úkraínu sagði þó í vikunni að Bandaríkjamenn hefðu heitið stöðugum sendingum ATACMS. Ukraine Will Receive Even Longer-Range ATACMS, Kuleba SaysUkraine s top diplomat says Biden and Zelensky discussed future delivery of newer missiles that can reach up to 300 km#ATACMS #Zelenskyhttps://t.co/NK2VOr2Ldc pic.twitter.com/L3KWkuvaCi— KyivPost (@KyivPost) October 20, 2023 Elta uppi stórskotalið Úkraínumenn vinna hörðum höndum að því að granda rússnesku stórskotaliði og er talið að þeim hafi vegnað vel á þessu sviði í sumar. Það á sérstaklega við í suðurhluta Úkraínu, þar sem Úkraínumenn náðu staðbundnum yfirburðum á sviði stórskotaliðs. Bandaríkjmenn hafa útvegað úkraínskum hermönnum ratsjár sem greina skothríð stórskotaliðs svo auðvelt sé að finna það. Þegar Rússar skjóta úr fallbyssum sínum reikna hermenn út hvaðan skotin koma og senda á sama tíma dróna af stað til að finna fallbyssurnar og láta úkraínskt stórskotalið undirbúa eigin skothríð. Þegar fallbyssurnar finnast með drónum, skjóta Úkraínumenn eldflaugum eða sprengikúlum að þeim granda þeim. Í frétt Wall Street Journal segir að Úkraínumenn hafi þróað þetta ferli vel að undanförnu og þetta hafi skilað þeim miklum árangri. Stórskotalið hefur skipt sköpum í stríðinu í Úkraínu. Úkraínskir hermenn á sænskum bryndreka sem kallast CV-90, eða Stridsfordon, í Dónetsk héraði.Getty/Roman Chop Útlit fyrir að Rússar nái forskoti varðandi sprengikúlur Um sjötíu prósent úkraínska hermanna sem falla og særast verða fyrir stórskotaliðsárásum, samkvæmt tiltölulega nýlegri rannsókn sem birt var í Journal of the american college of surgeons fyrr á árinu. Það er því mikilvægt fyrir Úkraínumenn að draga úr yfirburðum Rússa á þessu sviði. Úkraínumenn eiga nákvæmari fallbyssur og annarskonar stórskotaliðsvopn en Rússar og hefur það reynst þeim sérstaklega vel. Greinendur segja Rússa hafa misst 92 stórskotaliðsvopnakerfi í suðurhluta Úkraínu frá því í vor. Á sama tíma hafi Úkraínumenn misst nítján. Það að granda stórskotaliðsvopnum Rússa er einnig sérstaklega mikilvægt þegar litið er til þess að útlit sé fyrir að Rússsar muni ná töluverðu forskoti þegar kemur að framleiðslu og aðgengi að sprengikúlum fyrir stórskotalið á næstu mánuðum. Framleiðsla Rússa á sprengikúlum og öðrum hergögnum sem nauðsynleg eru stórskotaliðið hefur ekki annað eftirspurn en hún hefur aukist jafn og þétt og mun væntanlega aukast áfram á næsta ári. Þá eru Rússar taldir hafa fengið mikið magn sprengikúla frá Norður-Kóreu, sem mun gera þeim auðveldara að auka notkun stórskotaliðs og þar með þrýstinginn á Úkraínumenn. Úkraínumenn standa frammi fyrir því að þurfa að halda áfram árásum á Rússa og á sama tíma byggja upp birgðir af sprengikúlum fyrir frekari sóknaraðgerðir í vetur eða í vor. Það gæti reynst erfitt, sérstaklega þar sem verið er að senda sprengikúlur til Ísraels. Ukrainian forces not receiving these 'tens of thousands' of 155mm shells earmarked for use in Ukraine is not significant in its own right. It does, however, amplify an existing downward trend for 2024 when it comes to stockpiling artillery ammunition for future operations.— Franz-Stefan Gady (@HoansSolo) October 20, 2023 Þurfa að finna jafnvægi Síðasta vetur gerðu Úkraínumenn litlar sem engar tilraunir til að sækja fram og gaf það Rússum tíma til byggja upp umfangsmiklar varnir í suðurhluta Úkraínu. Það eru sömu varnir og hafa gert Úkraínumönnum ókleift að sækja nægilega fram í sumar. Jack Watling, sérfræðingur bresku hugveitunnar RUSI, segir þetta geta gerst aftur, hætti Úkraínumenn árásum sínum á Rússa í suðri og annarsstaðar. Ráðamenn í Kænugarði þurfi að finna jafnvægi milli þess að þrýsta stöðugt á Rússa og byggja upp hersveitir aftur og safna hergögnum fyrir áframhaldandi hernað næsta vor. Rusi er elsta hugveita heims sem fjallar um hernað og varnarmál. Hugveitan var stofnuð árið 1831 af Arthur Wellesley, hertoganum af Wellington, sem barðist gegn Napóleon á sínum tíma. Ukraine Must Prepare for a Hard Winter, I write for @RUSI_org: https://t.co/iBvpzEBseG— Jack Watling (@Jack_Watling) October 19, 2023 Watling segir að bæði Rússar og Úkraínumenn hafi átt í vandræðum með að byggja upp sóknargetu á þessu ári. Skortur sé á lágt settum yfirmönnum í báðum herjum og eiga báðar fylkingar erfitt með að samræma umfangsmiklar hernaðaraðgerðir. Hermenn þurfa mun meiri þjálfun og reynslu til að geta sótt fram með skipulögðum hætti, en að verja skotgrafir. Í grein Watling segir hann að mikið mannfall hjá Rússum hafi leitt til þess að forsvarsmenn rússneska hersins hafi þurft að senda óreynda hermenn á víglínurnar og það komi í veg fyrir að hægt sé að þjálfa og mynda nýjar og hæfar sveitir sem gætu framkvæmt vel heppnaðar árásir og sóknir. Watling vísar til þess að í sumar hafi Úkraínumenn náð staðbundnum yfirráðum á sviðið stórskotaliðs á nokkrum stöðum á víglínunum og það hafi skipt þá sköpum. Þetta hafi þó kostað sitt, þar sem Úkraínumenn séu taldir um tíma hafa notað meira en tvö hundruð þúsund sprengikúlur á mánuði. Slík notkun sé varla í boði lengur. Úkraínskir hermenn fá þjálfun í suðurhluta Úkraínu. Forsvarsmenn úkraínska hersins þurfa að finna jafnvægi á því að halda áfram árásum á Rússa og í senn finna nægilegt svigrúm til að þjálfa nýja hermenn og byggja upp hersveitir sínar eftir sumarið.Getty/Ozge Elif Erfiður vetur í vændum Þetta gátu Úkraínumenn að miklu leyti vegna þeirrar ákvörðunar Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, að senda klasasprengjur til Úkraínu. Bandaríkjamenn og aðrir hafa setið á gífurlega mörgum slíkum sprengjum og gátu notað þær til að anna eftirspurn Úkraínumanna. Þó verið sé að auka framleiðslu á sprengikúlum í bæði Bandaríkjunum og Evrópu, hefur það gengið hægt fyrir sig og annar framleiðslan ekki eftirspurn. Rússar hafa bæði aukið eigin framleiðslu og kaupa þar að auki sprengikúlur frá bæði Íran og Norður-Kóreu. Watling segir þó að skortur á nýjum hlaupum fyrir fallbyssur, sem þola takmarkaðan fjölda skota, gæti reynst Rússum erfiður. Þrátt fyrir það líti út fyrir að Úkraínumenn muni eiga erfitt með að halda þessum staðbundnu yfirráðum sínum. Rússar eru einnig taldir hafa aukið framleiðslu á langdrægum eldflaugum verulega. Fyrir ári síðan gátu þeir framleitt um fjörutíu slíkar á mánuði, samkvæmt Watling, en nú er sú framleiðsla talin komin yfir hundrað. Þar að auki framleiða Rússar mikið magn Shahed sjálfsprengidróna sem þeir fengu frá Íran og Lancet-dróna sem þróaðir voru í Rússlandi, auk þess sem þeir geta keypt dróna og eldflaugar frá Íran. Geta Rússa til að gera árásir á innviði Úkraínu í vetur, gæti því verið mun meiri en hún var í fyrra og á sama tíma er skortur á vestrænum loftvarnarkerfum og framleiðsla á flugskeytum fyrir sum loftvarnarkerfin heldur ekki í við notkun Úkraínumanna. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Fréttaskýringar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent
Forsvarsmenn beggja fylkinga þurfa að undirbúa sig fyrir veturinn og er útlit fyrir að hann verði erfiður fyrir Úkraínumenn. Nýjar eldflaugar hafa bæst við vopnabúr Úkraínumanna. Þær kallast ATACMS og geta hæft skotmörk í allt að þrjú hundruð kílómetra fjarlægð. Fyrstu eldflaugarnar notuðu Úkraínumenn til að gera árásir á flugvelli við Berdíansk og í Luhansk héraði en þessar árásir eru sagðar hafa valdið gífurlegu tjóni. Stríðið milli Ísraels og Hamas-samtakanna mun líklega koma niður á hernaðaraðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu en þegar eru byrjaðar að berast fregnir af því að verið sé að senda sprengikúlur sem áttu að fara til Úkraínu til Ísraels. Litlar hreyfingar á víglínunni Eins og í allt sumar hafa Úkraínumenn einbeitt sér að mestu á þremur stöðum á víglínunni: Meginþunginn er í árásum Úkraínumanna suður af Orkihiv í Sapórisjíahéraði. Þar virðist markmiðið vera að brjóta leið í gegnum varnir Rússa og sækja suður að Melitopol, við strendur Asóvhafs. Það myndi skera á birgðalínur Rússa til sveita sinna í suðri og á Krímskaga. Úkraínumenn hafa einnig reynt að sækja fram austar í Sapórisjíahéraði, suður frá Veilka Novosilka. Sú sókn virðist beinast að borginni Berdyansk, sem liggur einnig við strendur Asóvhafs. Þá hafa Rússar gert umfangsmiklar árásir nærri Avdívka í austurhluta landsins, undanfarna daga. Einnig hafa þeir gert árásir nærri Kúpíansk í norðausturhluta landsins en þær hafa litlum sem engum árangri skilað um nokkuð skeið. Grófa stöðu á víglínunum má sjá á meðfylgjandi kortum bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war. Here are today's control-of-terrain maps of #Russia's invasion of #Ukraine from @TheStudyofWar and @criticalthreats.Interactive map, updated daily: https://t.co/hwgxTnU2Tr Archive of time-lapse maps, updated monthly: https://t.co/IT6FiqwgGO pic.twitter.com/ZNE0Tg42IQ— ISW (@TheStudyofWar) October 20, 2023 Reyna að umkringja hermenn í Avdívka Rússar hafa varið miklu púðri í árásir við bæinn Avdívka undanfarna daga. Sá bær er í raun úthverfi Dónetsk-borgar og hefur verið lýst sem hliðinu að borginni, sem er höfuðborg samnefnds héraðs og hefur verið í höndum Rússa frá 2014. Þá innlimuðu þeir Krímskaga ólöglega og aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Bærinn hefur því verið í fremstu víglínu frá 2014 og er mjög víggirtur. Þess vegna eru Rússar að reyna að umkringja bæinn og þvinga úkraínska hermenn þar til að gefast upp. Rússar hafa beint sjónum sínum að tveimur þorpum vestan og norðvestan við Avdívka. Sjá einnig: Reyna að umkringja úkraínska hermenn Árásir Rússa við bæinn hafa verið umfangsmiklar en þær hafa skilað mjög kostnaðarsömum árangri. Myndefni sem birt hefur verið af Úkraínumönnum sýnir að Rússar hafa misst tugi bryn- og skriðdreka og mikinn fjölda hermanna við Avdívka. Herforingjaráð Úkraínu hélt því fram í gær að Úkraínumenn hefðu grandað nærri því fimmtíu skriðdrekum og rúmlega hundrað bryndrekum við Avdíka á einum degi. More videos from Ukrainian SSO and the 116th Territorial Defense Brigade of Russian armor losses west of Krasnohorivka, including BTR-82A, BTR-80, T-72B3, and MT-LB. 33/https://t.co/9gwKs9SmN0https://t.co/tXY1rDNFuUhttps://t.co/cnyxKU3x9Nhttps://t.co/2bFtqa54GH https://t.co/BEYrsAb6gU pic.twitter.com/rTmXWgBQLP— Rob Lee (@RALee85) October 20, 2023 Hermennirnir sem sækja fram við Avdívka eru bæði rússneskir og frá hinu svokallað Lýðveldi í Dónetsk. Rússneskir herbloggarar hafa haldið því fram að Rússar hafi sótt fram allt að tvo kílómetra við bæinn en það hefur ekki verið staðfest á myndefni eða Úkraínumönnum, sem segja Rússa mest hafa sótt fram um nokkur hundruð kílómetra. Úkraínumenn hafa einnig gert takmarkaðar gagnárásir gegn Rússum á svæðinu, sem sagðar eru hafa skilað árangri en þó takmörkuðum. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður fimm herþotur nærri Avdívka á undanförnum dögum. Það er sagt vera vegna þess að rússneskir flugmenn hafi þurft að fljúga neðarlega til að gera loftárásir, því þær séu ónákvæmar og skili litlum árangri úr mikilli hæð. Drónar hafa einni verið notaðir mikið af báðum fylkingum. Hér að neðan má sjá nýtt myndband frá Úkraínumönnum sem sýnir lítinn sjálfsprengidróna notaðan til að granda stórskotaliðsvopnakerfi. #Ukraine: As we haven't quite retired yet- a Russian TOS-1A thermobaric multiple rocket launcher was vapourised after being hit by an FPV loitering munition of the Ukrainian 59th Brigade in Pisky, #Donetsk Oblast. pic.twitter.com/zO3Z9uOQxA— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) October 20, 2023 Rússneskir herbloggarar hafa haldið því fram að Úkraínumenn hafi verið að safna liði og gera árásir yfir Dnipróá í Kherson-héraði. Fyrr í vikunni var því haldið fram að Úkraínumenn hefðu frelsað tvö þorp á austurbakkanum en það er óstaðfest. Hér að neðan má sjá kort frá ISW um stöðuna við Avdívka. #Ukraine: Russian forces launched a renewed offensive push near #Avdiivka on Oct. 20 and marginally advanced, indicating that the Russian military command remains committed to offensive operations in the area despite heavy materiel and personnel losses. https://t.co/X1lqXUTf5v pic.twitter.com/KLzFKG03vd— ISW (@TheStudyofWar) October 20, 2023 Fyrstu ATACMS-árásirnar Úkraínumenn gerðu fyrstu árásirnar með ATACMS-eldflaugar frá Bandaríkjunum í vikunni en þær munu hafa skilað miklum árangri. Rússneskir herbloggarar segja þær með verstu árásum sem Rússar hafa orðið fyrir í stríðinu. Í árásunum eru Úkraínumenn sagðir hafa grandað allt að og um tuttugu herþyrlum Rússa og þar á meðal Ka-52 árásarþyrlum. Þær eru meðal háþróuðustu stríðstóla Rússa og hafa reynst Úkraínumönnum skæðar í suðurhluta Úkraínu. Eldflaugarnar munu einnig hafa hæft vöruskemmu þar sem skotfæri voru geymd. Sjá einnig: Sagðar meðal verstu árása sem Rússar hafa orðið fyrir ATACMS stendur fyrir Army Tactical Missile System og tilkynnti Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í september að slíkar eldflaugar yrðu sendar til Úkraínu, en Úkraínumenn hafa beðið um þær allt frá því stríðið hófst. ATACMS drífa allt að þrjú hundruð kílómetra en hægt er að skjóta þeim með HIMARS-vopnakerfum sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Adding medium-resolution imagery:- Orange squares indicate "irreparably damaged" helicopters.- Yellow square highlights the helicopter in poor condition.- Green squares represent helicopters undergoing blade removal- Blue square shows the area with debris and scorch mark pic.twitter.com/x2S8idPD4z— Tatarigami_UA (@Tatarigami_UA) October 19, 2023 Storm Shadow og Scalp stýriflaugar sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bretum og Frökkum geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Þeim er þó eingöngu hægt að skjóta með breyttum orrustuþotum. Ekki liggur fyrir hve margar eldflaugar Úkraínumenn hafa fengið og munu fá en talið er að Bandaríkjamenn sitji á takmörkuðum fjölda. Utanríkisráðherra Úkraínu sagði þó í vikunni að Bandaríkjamenn hefðu heitið stöðugum sendingum ATACMS. Ukraine Will Receive Even Longer-Range ATACMS, Kuleba SaysUkraine s top diplomat says Biden and Zelensky discussed future delivery of newer missiles that can reach up to 300 km#ATACMS #Zelenskyhttps://t.co/NK2VOr2Ldc pic.twitter.com/L3KWkuvaCi— KyivPost (@KyivPost) October 20, 2023 Elta uppi stórskotalið Úkraínumenn vinna hörðum höndum að því að granda rússnesku stórskotaliði og er talið að þeim hafi vegnað vel á þessu sviði í sumar. Það á sérstaklega við í suðurhluta Úkraínu, þar sem Úkraínumenn náðu staðbundnum yfirburðum á sviði stórskotaliðs. Bandaríkjmenn hafa útvegað úkraínskum hermönnum ratsjár sem greina skothríð stórskotaliðs svo auðvelt sé að finna það. Þegar Rússar skjóta úr fallbyssum sínum reikna hermenn út hvaðan skotin koma og senda á sama tíma dróna af stað til að finna fallbyssurnar og láta úkraínskt stórskotalið undirbúa eigin skothríð. Þegar fallbyssurnar finnast með drónum, skjóta Úkraínumenn eldflaugum eða sprengikúlum að þeim granda þeim. Í frétt Wall Street Journal segir að Úkraínumenn hafi þróað þetta ferli vel að undanförnu og þetta hafi skilað þeim miklum árangri. Stórskotalið hefur skipt sköpum í stríðinu í Úkraínu. Úkraínskir hermenn á sænskum bryndreka sem kallast CV-90, eða Stridsfordon, í Dónetsk héraði.Getty/Roman Chop Útlit fyrir að Rússar nái forskoti varðandi sprengikúlur Um sjötíu prósent úkraínska hermanna sem falla og særast verða fyrir stórskotaliðsárásum, samkvæmt tiltölulega nýlegri rannsókn sem birt var í Journal of the american college of surgeons fyrr á árinu. Það er því mikilvægt fyrir Úkraínumenn að draga úr yfirburðum Rússa á þessu sviði. Úkraínumenn eiga nákvæmari fallbyssur og annarskonar stórskotaliðsvopn en Rússar og hefur það reynst þeim sérstaklega vel. Greinendur segja Rússa hafa misst 92 stórskotaliðsvopnakerfi í suðurhluta Úkraínu frá því í vor. Á sama tíma hafi Úkraínumenn misst nítján. Það að granda stórskotaliðsvopnum Rússa er einnig sérstaklega mikilvægt þegar litið er til þess að útlit sé fyrir að Rússsar muni ná töluverðu forskoti þegar kemur að framleiðslu og aðgengi að sprengikúlum fyrir stórskotalið á næstu mánuðum. Framleiðsla Rússa á sprengikúlum og öðrum hergögnum sem nauðsynleg eru stórskotaliðið hefur ekki annað eftirspurn en hún hefur aukist jafn og þétt og mun væntanlega aukast áfram á næsta ári. Þá eru Rússar taldir hafa fengið mikið magn sprengikúla frá Norður-Kóreu, sem mun gera þeim auðveldara að auka notkun stórskotaliðs og þar með þrýstinginn á Úkraínumenn. Úkraínumenn standa frammi fyrir því að þurfa að halda áfram árásum á Rússa og á sama tíma byggja upp birgðir af sprengikúlum fyrir frekari sóknaraðgerðir í vetur eða í vor. Það gæti reynst erfitt, sérstaklega þar sem verið er að senda sprengikúlur til Ísraels. Ukrainian forces not receiving these 'tens of thousands' of 155mm shells earmarked for use in Ukraine is not significant in its own right. It does, however, amplify an existing downward trend for 2024 when it comes to stockpiling artillery ammunition for future operations.— Franz-Stefan Gady (@HoansSolo) October 20, 2023 Þurfa að finna jafnvægi Síðasta vetur gerðu Úkraínumenn litlar sem engar tilraunir til að sækja fram og gaf það Rússum tíma til byggja upp umfangsmiklar varnir í suðurhluta Úkraínu. Það eru sömu varnir og hafa gert Úkraínumönnum ókleift að sækja nægilega fram í sumar. Jack Watling, sérfræðingur bresku hugveitunnar RUSI, segir þetta geta gerst aftur, hætti Úkraínumenn árásum sínum á Rússa í suðri og annarsstaðar. Ráðamenn í Kænugarði þurfi að finna jafnvægi milli þess að þrýsta stöðugt á Rússa og byggja upp hersveitir aftur og safna hergögnum fyrir áframhaldandi hernað næsta vor. Rusi er elsta hugveita heims sem fjallar um hernað og varnarmál. Hugveitan var stofnuð árið 1831 af Arthur Wellesley, hertoganum af Wellington, sem barðist gegn Napóleon á sínum tíma. Ukraine Must Prepare for a Hard Winter, I write for @RUSI_org: https://t.co/iBvpzEBseG— Jack Watling (@Jack_Watling) October 19, 2023 Watling segir að bæði Rússar og Úkraínumenn hafi átt í vandræðum með að byggja upp sóknargetu á þessu ári. Skortur sé á lágt settum yfirmönnum í báðum herjum og eiga báðar fylkingar erfitt með að samræma umfangsmiklar hernaðaraðgerðir. Hermenn þurfa mun meiri þjálfun og reynslu til að geta sótt fram með skipulögðum hætti, en að verja skotgrafir. Í grein Watling segir hann að mikið mannfall hjá Rússum hafi leitt til þess að forsvarsmenn rússneska hersins hafi þurft að senda óreynda hermenn á víglínurnar og það komi í veg fyrir að hægt sé að þjálfa og mynda nýjar og hæfar sveitir sem gætu framkvæmt vel heppnaðar árásir og sóknir. Watling vísar til þess að í sumar hafi Úkraínumenn náð staðbundnum yfirráðum á sviðið stórskotaliðs á nokkrum stöðum á víglínunum og það hafi skipt þá sköpum. Þetta hafi þó kostað sitt, þar sem Úkraínumenn séu taldir um tíma hafa notað meira en tvö hundruð þúsund sprengikúlur á mánuði. Slík notkun sé varla í boði lengur. Úkraínskir hermenn fá þjálfun í suðurhluta Úkraínu. Forsvarsmenn úkraínska hersins þurfa að finna jafnvægi á því að halda áfram árásum á Rússa og í senn finna nægilegt svigrúm til að þjálfa nýja hermenn og byggja upp hersveitir sínar eftir sumarið.Getty/Ozge Elif Erfiður vetur í vændum Þetta gátu Úkraínumenn að miklu leyti vegna þeirrar ákvörðunar Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, að senda klasasprengjur til Úkraínu. Bandaríkjamenn og aðrir hafa setið á gífurlega mörgum slíkum sprengjum og gátu notað þær til að anna eftirspurn Úkraínumanna. Þó verið sé að auka framleiðslu á sprengikúlum í bæði Bandaríkjunum og Evrópu, hefur það gengið hægt fyrir sig og annar framleiðslan ekki eftirspurn. Rússar hafa bæði aukið eigin framleiðslu og kaupa þar að auki sprengikúlur frá bæði Íran og Norður-Kóreu. Watling segir þó að skortur á nýjum hlaupum fyrir fallbyssur, sem þola takmarkaðan fjölda skota, gæti reynst Rússum erfiður. Þrátt fyrir það líti út fyrir að Úkraínumenn muni eiga erfitt með að halda þessum staðbundnu yfirráðum sínum. Rússar eru einnig taldir hafa aukið framleiðslu á langdrægum eldflaugum verulega. Fyrir ári síðan gátu þeir framleitt um fjörutíu slíkar á mánuði, samkvæmt Watling, en nú er sú framleiðsla talin komin yfir hundrað. Þar að auki framleiða Rússar mikið magn Shahed sjálfsprengidróna sem þeir fengu frá Íran og Lancet-dróna sem þróaðir voru í Rússlandi, auk þess sem þeir geta keypt dróna og eldflaugar frá Íran. Geta Rússa til að gera árásir á innviði Úkraínu í vetur, gæti því verið mun meiri en hún var í fyrra og á sama tíma er skortur á vestrænum loftvarnarkerfum og framleiðsla á flugskeytum fyrir sum loftvarnarkerfin heldur ekki í við notkun Úkraínumanna.