Auglýsa eftir nýjum rekstraraðilum í Mjódd Lovísa Arnardóttir skrifar 20. október 2023 12:31 Frestur til að skila inn hugmyndum er til 1. nóvember næstkomandi. Vísir/Vilhelm Um þrjú þúsund manns fara á hverjum degi um biðstöðina í Mjódd. Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir nýjum rekstraraðila sem eigi að móta hann upp á nýtt. Gerð er krafa um opnun frá 8 til 22 og aðgengi gesta að salerni. Reykjavíkurborg vill bæta þjónustu, verslun og veitingaaðstöðu í Mjódd þar sem nú er biðstöð fyrir notendur Strætó. Auglýsing var birt í dag á vef borgarinnar og eru áhugasamir beðnir um að senda tillögur sínar fyrir 1. Nóvember næstkomandi á netfang starfsmanns. Gert er ráð fyrir því að reksturinn verði í Þönglabakka 4 í Mjódinni og að nýr rekstraraðili taki þátt í skipulagningu breytinga á hlutverki húsnæðisins. Það yrði gert í samvinnu við borgina og aðra sem eru með starfsemi í Mjódd. Í frétt á vef borgarinnar segir að í Mjóddinni sé áhugavert tækifæri fyrir veitingarekstur sem fari vel með hlutverki húsnæðisins sem þjónustustöð Strætó. „Stöðin gegnir mikilvægu hlutverki innan leiðarkerfis Strætó og fara rúmlega 3.000 manns um hana daglega. Nýr rekstraraðili mun velja verslanir og veitingastaði til samstarfs, aflar tilskilinna leyfa, sér um kynningar- og markaðsmál og annast allan daglegan rekstur hússins, þar með talið rekstur á salernum og öryggisvörslu. Gerð er krafa að opið verði frá kl. 8 – 22 alla daga og að aðgengi sé að salernum á þeim tíma.“ Þá kemur fram að við val á rekstraraðila verði nýnæmi hugmyndar, verðtilboð, hönnun og útlit, tenging við anda skipulags á svæðinu, þekking, reynsla og fjárhagsgeta hans ásamt viðskiptahugmynd metin. Nánar hér á vef borgarinnar. Reykjavík Strætó Samgöngur Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Reykjavíkurborg vill bæta þjónustu, verslun og veitingaaðstöðu í Mjódd þar sem nú er biðstöð fyrir notendur Strætó. Auglýsing var birt í dag á vef borgarinnar og eru áhugasamir beðnir um að senda tillögur sínar fyrir 1. Nóvember næstkomandi á netfang starfsmanns. Gert er ráð fyrir því að reksturinn verði í Þönglabakka 4 í Mjódinni og að nýr rekstraraðili taki þátt í skipulagningu breytinga á hlutverki húsnæðisins. Það yrði gert í samvinnu við borgina og aðra sem eru með starfsemi í Mjódd. Í frétt á vef borgarinnar segir að í Mjóddinni sé áhugavert tækifæri fyrir veitingarekstur sem fari vel með hlutverki húsnæðisins sem þjónustustöð Strætó. „Stöðin gegnir mikilvægu hlutverki innan leiðarkerfis Strætó og fara rúmlega 3.000 manns um hana daglega. Nýr rekstraraðili mun velja verslanir og veitingastaði til samstarfs, aflar tilskilinna leyfa, sér um kynningar- og markaðsmál og annast allan daglegan rekstur hússins, þar með talið rekstur á salernum og öryggisvörslu. Gerð er krafa að opið verði frá kl. 8 – 22 alla daga og að aðgengi sé að salernum á þeim tíma.“ Þá kemur fram að við val á rekstraraðila verði nýnæmi hugmyndar, verðtilboð, hönnun og útlit, tenging við anda skipulags á svæðinu, þekking, reynsla og fjárhagsgeta hans ásamt viðskiptahugmynd metin. Nánar hér á vef borgarinnar.
Reykjavík Strætó Samgöngur Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira