Grunaði sjálfan sig um græsku vegna leynihólfs Jón Þór Stefánsson skrifar 20. október 2023 14:13 Einn hinna ákærðu kom með vistir í skútuna í fjörunni við Garðskagavita á Reykjanesi. Skömmu síðar kom lögreglan um borð og fann fíkniefnin. Vísir/Vilhelm Einn þriggja danskra sakborninga sem er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með innflutning á hassi með skútu, segist hafa grunað að fíkniefni væru í skútunni, þar sem hann hafi tekið eftir því að búið væri að útbúa leynihólf í hana. Hann hafi þó ekki vitað af þeim. Þá sagði hann að hann hafi átt að eignast skútuna þegar hann væri búinn að sigla henni á áfangastað þeirra í Grænlandi. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar yfir manninum, sem mun sæta gæsluvarðhaldi til áttunda nóvember. Skútan var sjósett frá Danmörku, en stoppaði á leið sinni á Íslandi. Mennirnir þrír hafa verið ákærðir fyrir að reyna að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Tveir þeirra voru um borð í skútunni, en sá þriðji kom hingað til lands að fyrirmælum óþekktra aðila til að hjálpa þeim með því að færa þeim vistir í fjörunni við Garðskagavita á Reykjanesi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er haft eftir öðrum skútumanninum að þeir hafi lent í óveðri á leið sinni sem hafi orðið til þess að þá vantaði byrgðir og eldsneyti og því stoppað á Íslandi. Sagði meira í hverri skýrslutöku Svo virðist sem hann hafi gefið meira og meira upp við hverja skýrslutöku lögreglu. Fyrst hafi hann haldið því fram að hann hefði enga vitneskju um fíkniefnin sem voru um borð og að gamall vinur hans hafi fengið hann til að sigla til Grænlands. Í annarri skýrslutöku sagði hann að honum hafi grunað að það væru fíkniefni í skútunni vegna áðurnefnds leynihólfs. Í þriðju skýrslutökunni sagði hann síðan að maðurinn sem fékk hann til verksins hafi látið hann hafa blað þar sem á stóð hvað hann ætti að gera. Hinn skútumaðurinn sagði þá í skemmtiferð Áður hefur verið greint frá framburði hins skútumannsins, en sá hefur haldið því fram að um hafi verið að ræða skemmtiferð í skútunni. Hann hafi vitað af hinum skútumanninum í meira en tíu ár, en þeir hafi þó ekki þekkt hvorn annan vel. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað af fíkniefnunum. Þá sagðist hann ekki muna hver hefði millifært á sig peningum til að kaupa skútuna. Fyrrverandi eigandi skútunnar framvísaði millifærslu upp á 150 þúsund danskar krónur, rúmar þrjár milljónir íslenskra króna. Fíkniefnabrot Dómsmál Skútumálið 2023 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira
Þá sagði hann að hann hafi átt að eignast skútuna þegar hann væri búinn að sigla henni á áfangastað þeirra í Grænlandi. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar yfir manninum, sem mun sæta gæsluvarðhaldi til áttunda nóvember. Skútan var sjósett frá Danmörku, en stoppaði á leið sinni á Íslandi. Mennirnir þrír hafa verið ákærðir fyrir að reyna að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Tveir þeirra voru um borð í skútunni, en sá þriðji kom hingað til lands að fyrirmælum óþekktra aðila til að hjálpa þeim með því að færa þeim vistir í fjörunni við Garðskagavita á Reykjanesi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er haft eftir öðrum skútumanninum að þeir hafi lent í óveðri á leið sinni sem hafi orðið til þess að þá vantaði byrgðir og eldsneyti og því stoppað á Íslandi. Sagði meira í hverri skýrslutöku Svo virðist sem hann hafi gefið meira og meira upp við hverja skýrslutöku lögreglu. Fyrst hafi hann haldið því fram að hann hefði enga vitneskju um fíkniefnin sem voru um borð og að gamall vinur hans hafi fengið hann til að sigla til Grænlands. Í annarri skýrslutöku sagði hann að honum hafi grunað að það væru fíkniefni í skútunni vegna áðurnefnds leynihólfs. Í þriðju skýrslutökunni sagði hann síðan að maðurinn sem fékk hann til verksins hafi látið hann hafa blað þar sem á stóð hvað hann ætti að gera. Hinn skútumaðurinn sagði þá í skemmtiferð Áður hefur verið greint frá framburði hins skútumannsins, en sá hefur haldið því fram að um hafi verið að ræða skemmtiferð í skútunni. Hann hafi vitað af hinum skútumanninum í meira en tíu ár, en þeir hafi þó ekki þekkt hvorn annan vel. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað af fíkniefnunum. Þá sagðist hann ekki muna hver hefði millifært á sig peningum til að kaupa skútuna. Fyrrverandi eigandi skútunnar framvísaði millifærslu upp á 150 þúsund danskar krónur, rúmar þrjár milljónir íslenskra króna.
Fíkniefnabrot Dómsmál Skútumálið 2023 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira