Morðhótunum rignir yfir leiðtogalausa Repúblikana Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2023 15:20 Kevin McCarthy tilnefndi Jim Jordan í atkvæðagreiðslunni í dag. AP/J. Scott Applewhite Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings greiddu í dag atkvæði gegn því að gera Jim Jordan að þingforseta. Þetta var í þriðja sinn sem þingmenn höfnuðu honum og lá í raun fyrir áður en atkvæðagreiðslan fór fram að hann yrði ekki þingforseti. Gífurleg óreiða ríkir í fulltrúadeildinni og þá alfarið innan þingflokks Repúblikanaflokksins, sem er með nauman meirihluta. Fulltrúadeildin skiptist milli flokka 221-212. Mikil bræði er innan þingflokks Repúblikana og að miklu leyti vegna þeirra aðferða sem Jordan og bandamenn hans hafa beitt gagn þingmönnum sem hafa ekki viljað veita honum atkvæði. Morðhótunum hefur rignt yfir þessa þingmenn og fjölskyldur þeirra. AP fréttaveitan hefur eftir einum að eiginkona hans hafi sofið með hlaðna byssu nærri sér, eftir að henni bárust morðhótanir. Sumir segja þetta hafa fest afstöðu þeirra í sessi og heita því að veita Jordan aldrei atkvæði. Atkvæðagreiðslunni er ekki lokið þegar þetta er skrifað, hún er ekki hálfnuð, en ljóst er að Jordan nær ekki kjöri. (Uppfært: 25 þingmenn Repúblikanaflokksins, neituðu að veita Jordan atkvæði og hefur þeim fjölgað frá því síðast.) Óreiðan ræður ríkjum Eins og þekkt er var Kevin McCarthy vikið úr embætti þingforseta í byrjun mánaðarins þegar átta Repúblikanar og allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögu gegn honum. Þingmennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem þingforseta var vikið úr embætti. Eftir deilur innan flokksins var Steve Scalise tilnefndur til embættisins eftir að hann sigraði Jordan í atkvæðagreiðslu hjá þingflokknum. Hann dró framboð sitt þó til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið en bandamenn Scalise hafa sakað Jordan um að grafa undan honum. Jordan fékk því næst tilnefninguna en í fyrstu atkvæðagreiðslunni greiddu tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði gegn honum og fjölgaði þeim í seinni atkvæðagreiðslunni. Sjá einnig: Fékk færri atkvæði í seinna skiptið en vill reyna aftur, aftur Þá skoðuðu Repúblikanar það að gera Patrick McHenry, starfandi þingforseta, að tímabundnum forseta en ekki náðist samkomulag um það. Sem starfandi þingforseti hefur McCarthy ekki heimild til að sitja yfir atkvæðagreiðslum um annað en leitina að nýjum forseta. Þingið er því lamað þar til sá finnst. Jordan hefur reynt að fá Scalise til að halda ræðu og tilnefna sig til embættis en hann hefur ekki gert það. Að þessu sinni var það Kevin McCarthy sem hélt ræðu um tilnefningu Jordans og lofaði hann í hástert. Á sama tíma skaut hann skotum að Demókrötum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. 18. október 2023 12:10 Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. 17. október 2023 15:01 Sundraðir Repúblikanar gefa sér viku Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. 4. október 2023 13:32 McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Gífurleg óreiða ríkir í fulltrúadeildinni og þá alfarið innan þingflokks Repúblikanaflokksins, sem er með nauman meirihluta. Fulltrúadeildin skiptist milli flokka 221-212. Mikil bræði er innan þingflokks Repúblikana og að miklu leyti vegna þeirra aðferða sem Jordan og bandamenn hans hafa beitt gagn þingmönnum sem hafa ekki viljað veita honum atkvæði. Morðhótunum hefur rignt yfir þessa þingmenn og fjölskyldur þeirra. AP fréttaveitan hefur eftir einum að eiginkona hans hafi sofið með hlaðna byssu nærri sér, eftir að henni bárust morðhótanir. Sumir segja þetta hafa fest afstöðu þeirra í sessi og heita því að veita Jordan aldrei atkvæði. Atkvæðagreiðslunni er ekki lokið þegar þetta er skrifað, hún er ekki hálfnuð, en ljóst er að Jordan nær ekki kjöri. (Uppfært: 25 þingmenn Repúblikanaflokksins, neituðu að veita Jordan atkvæði og hefur þeim fjölgað frá því síðast.) Óreiðan ræður ríkjum Eins og þekkt er var Kevin McCarthy vikið úr embætti þingforseta í byrjun mánaðarins þegar átta Repúblikanar og allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögu gegn honum. Þingmennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem þingforseta var vikið úr embætti. Eftir deilur innan flokksins var Steve Scalise tilnefndur til embættisins eftir að hann sigraði Jordan í atkvæðagreiðslu hjá þingflokknum. Hann dró framboð sitt þó til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið en bandamenn Scalise hafa sakað Jordan um að grafa undan honum. Jordan fékk því næst tilnefninguna en í fyrstu atkvæðagreiðslunni greiddu tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði gegn honum og fjölgaði þeim í seinni atkvæðagreiðslunni. Sjá einnig: Fékk færri atkvæði í seinna skiptið en vill reyna aftur, aftur Þá skoðuðu Repúblikanar það að gera Patrick McHenry, starfandi þingforseta, að tímabundnum forseta en ekki náðist samkomulag um það. Sem starfandi þingforseti hefur McCarthy ekki heimild til að sitja yfir atkvæðagreiðslum um annað en leitina að nýjum forseta. Þingið er því lamað þar til sá finnst. Jordan hefur reynt að fá Scalise til að halda ræðu og tilnefna sig til embættis en hann hefur ekki gert það. Að þessu sinni var það Kevin McCarthy sem hélt ræðu um tilnefningu Jordans og lofaði hann í hástert. Á sama tíma skaut hann skotum að Demókrötum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. 18. október 2023 12:10 Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. 17. október 2023 15:01 Sundraðir Repúblikanar gefa sér viku Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. 4. október 2023 13:32 McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. 18. október 2023 12:10
Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. 17. október 2023 15:01
Sundraðir Repúblikanar gefa sér viku Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. 4. október 2023 13:32
McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32