Getur ekki bjargað sér með gjaldþroti Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2023 17:11 Alex Jones verður líklega að borga skaðabætur alla ævina. AP/Tyler Sizemore Dómari í Texas Í Bandaríkjunum hefur gert samsæriskenningasmiðinum Alex Jones ljóst að hann muni ekki komast hjá því að greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur, ef hann lýsir yfir gjaldþroti. Með ákvörðun sinni er dómarinn að tryggja að Jones mun líklega verja ævinni í að greiða skaðabæturnar, enda hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum barna sem voru myrt í Sandy Hook á árum áður tæplega einn og hálfan milljarð dala. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones rekur miðilinn InfoWars þar sem hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Í gegnum árin hefur hann ítrekað haldið því fram að börnin sem myrt voru í árásinni hafi ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra séu leikarar. Áhorfendur hans hafa áreitt foreldrana og ógnað þeim. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar í fyrra að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,4 milljarða dala. Það samsvarar rúmlega 191 milljarði króna. Jones sagðist ekki vera borgunarmaður fyrir þessum miskabótum. Þrátt fyrir að hafa sótt um gjaldþrotaskipti virðist Jones lifa í vellystingum en málaferli foreldrana hafa verið sett í biðstöðu meðan ákveðið er hve mikið hann getur greitt þeim og öðrum skuldunautum sínum. Nýr úrskurður dómarans Christopher Lopez, felur í sér að Jones getur ekki lýst yfir gjaldþroti, selt fyrirtæki sitt, afhent foreldrunum hagnaðinn af því og stofnað nýtt fyrirtæki, samkvæmt frétt New York Times. Umræddur úrskurður snýst um 1,1 milljarð dala, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Ekki að öllum skaðabótunum sem hann hefur verið dæmdur til að greiða. Önnur málaferli standa yfir og gæti Jones verið dæmdur til að greiða öðrum foreldrum enn meiri skaðabætur. Fréttaveitan hefur eftir lögmanni foreldranna að þau séu ánægð með úrskurðinn og það að Jones muni ekki komast hjá því að bera ábyrgð á orðum sínum og gjörðum með því að lýsa sig gjaldþrota. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Lýsir yfir gjaldþroti í kjölfar skaðabótadóma Samsæringasmiðurinn umdeildi Alex Jones hefur lýst yfir gjaldþroti. Hann var nýlega dæmdur til að greiða aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook árið 2012 nærri því einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. 2. desember 2022 14:38 Enn bætist í skuldasúpu Jones vegna samsæriskenninga Það syrtir enn í álinn fyrir bandaríska samsæriskenningasmiðinn Alex Jones. Dómari í Connecticut-ríki hefur dæmt hann til að 473 milljónir dollara til viðbótar við þann tæpa eina milljarð sem hann hafði áður verið dæmdur til að greiða. 10. nóvember 2022 21:40 Þarf að greiða fjölskyldum fórnarlamba tæpan milljarð dollara vegna samsæriskenninga Bandaríski fjölmiðlamaðurinn og samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones hefur verið dæmdur til að greiða fjölskyldum barna sem myrt voru í skotárásinni í Sandy Hook í Bandaríkjunum tæpan milljarð dollara í skaðabætur. 12. október 2022 20:22 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones rekur miðilinn InfoWars þar sem hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Í gegnum árin hefur hann ítrekað haldið því fram að börnin sem myrt voru í árásinni hafi ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra séu leikarar. Áhorfendur hans hafa áreitt foreldrana og ógnað þeim. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar í fyrra að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,4 milljarða dala. Það samsvarar rúmlega 191 milljarði króna. Jones sagðist ekki vera borgunarmaður fyrir þessum miskabótum. Þrátt fyrir að hafa sótt um gjaldþrotaskipti virðist Jones lifa í vellystingum en málaferli foreldrana hafa verið sett í biðstöðu meðan ákveðið er hve mikið hann getur greitt þeim og öðrum skuldunautum sínum. Nýr úrskurður dómarans Christopher Lopez, felur í sér að Jones getur ekki lýst yfir gjaldþroti, selt fyrirtæki sitt, afhent foreldrunum hagnaðinn af því og stofnað nýtt fyrirtæki, samkvæmt frétt New York Times. Umræddur úrskurður snýst um 1,1 milljarð dala, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Ekki að öllum skaðabótunum sem hann hefur verið dæmdur til að greiða. Önnur málaferli standa yfir og gæti Jones verið dæmdur til að greiða öðrum foreldrum enn meiri skaðabætur. Fréttaveitan hefur eftir lögmanni foreldranna að þau séu ánægð með úrskurðinn og það að Jones muni ekki komast hjá því að bera ábyrgð á orðum sínum og gjörðum með því að lýsa sig gjaldþrota.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Lýsir yfir gjaldþroti í kjölfar skaðabótadóma Samsæringasmiðurinn umdeildi Alex Jones hefur lýst yfir gjaldþroti. Hann var nýlega dæmdur til að greiða aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook árið 2012 nærri því einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. 2. desember 2022 14:38 Enn bætist í skuldasúpu Jones vegna samsæriskenninga Það syrtir enn í álinn fyrir bandaríska samsæriskenningasmiðinn Alex Jones. Dómari í Connecticut-ríki hefur dæmt hann til að 473 milljónir dollara til viðbótar við þann tæpa eina milljarð sem hann hafði áður verið dæmdur til að greiða. 10. nóvember 2022 21:40 Þarf að greiða fjölskyldum fórnarlamba tæpan milljarð dollara vegna samsæriskenninga Bandaríski fjölmiðlamaðurinn og samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones hefur verið dæmdur til að greiða fjölskyldum barna sem myrt voru í skotárásinni í Sandy Hook í Bandaríkjunum tæpan milljarð dollara í skaðabætur. 12. október 2022 20:22 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Lýsir yfir gjaldþroti í kjölfar skaðabótadóma Samsæringasmiðurinn umdeildi Alex Jones hefur lýst yfir gjaldþroti. Hann var nýlega dæmdur til að greiða aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook árið 2012 nærri því einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. 2. desember 2022 14:38
Enn bætist í skuldasúpu Jones vegna samsæriskenninga Það syrtir enn í álinn fyrir bandaríska samsæriskenningasmiðinn Alex Jones. Dómari í Connecticut-ríki hefur dæmt hann til að 473 milljónir dollara til viðbótar við þann tæpa eina milljarð sem hann hafði áður verið dæmdur til að greiða. 10. nóvember 2022 21:40
Þarf að greiða fjölskyldum fórnarlamba tæpan milljarð dollara vegna samsæriskenninga Bandaríski fjölmiðlamaðurinn og samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones hefur verið dæmdur til að greiða fjölskyldum barna sem myrt voru í skotárásinni í Sandy Hook í Bandaríkjunum tæpan milljarð dollara í skaðabætur. 12. október 2022 20:22