„Ef við ætlum að gera eitthvað þá þurfum við að hætta að vera svona krúttlegir“ Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 20. október 2023 22:15 Jóhann Þór Ólafsson með skýr skilaboð til sinna manna. Vísir/Anton Brink „Ég er svekktur bara, eðlilega,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, eftir afar súrt tap gegn Tindastóli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík var lengst af með yfirhöndina í leiknum en Stólarnir voru aldrei langt undan. Leikurinn fór í framlengingu og þar voru gestirnir mun sterkari. „Við vorum ekki langt frá þessu en niðurstaðan er samt tap og það er grautfúlt. Það er svona það sem situr í manni.“ Grindavík hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum en það eru klárlega mikil vonbrigði fyrir liðið. „Þetta var hörkuleikur á milli tveggja góðra liða. Þetta var næstum því og allt það, sem er orðið frekar þreytt. Við getum alveg talað um það þegar þeir setja fimmtu villuna á Dedrick (Basile), tæknivillu í hita leiksins. Það var dýrt fyrir okkur. Leikurinn fór svo sem ekki þar. Við fengum tækifæri til að klára þetta venjulegum leiktíma. Skot sem detta ekki, en þannig er bara körfubolti og allt það. Ef við ætlum okkur að gera eitthvað, þá þurfum við að stíga upp og hætta að vera svona krúttlegir. Þegar sigrarnir eru fyrir framan nefið á okkur, þá þurfum við að hirða þá.“ „Það eru ljósir punktar í þessu og frammistaðan var heilt yfir nokkuð góð. Arnór (Helgason) sýndi það að hann getur spilað í efstu deild sem er geggjað. Það breikkar róteringuna okkar. Það eru jákvæðir punktar, en það er fullþreytt að vera alltaf svona næstum því. Við þurfum að setja kassann út og taka það sem er fyrir framan okkur, éta það sem á borðið er lagt.“ Það er í skoðun að styrkja leikmannahópinn en það er leikmaður mættur til félagsins á reynslu. „Við erum með einn mann á reynslu sem mætir á fyrstu æfingu sína á morgun. Það kemur í ljós hvernig það kemur út. Þessi Bosman bransi er mjög erfiður, að finna þetta púsl sem okkur vantar. Okkur vantar ekki 34-35 ára karl sem kemur inn til að ‘casha’ út síðustu metrana. Við þurfum mann sem er tilbúinn að leggja á sig, ruslakarl sem er tilbúin að taka fráköst og búa til screen. Það er erfitt að finna þannig gæja.“ Að lokum var Jóhann spurður að því hvort hann hefði áhyggjur af stöðu mála eftir þessa erfiðu byrjun. Við þeirri spurningu sagði hann: „Já, og nei. Eins og Villi vinur minn segir þá er ekki verið að semja bréfið. Ég hef ekkert áhyggjur af því. Þetta er mjög jöfn deild og hvert stig telur… En til að svara spurningunni þinni, þá já og nei.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Grindavík var lengst af með yfirhöndina í leiknum en Stólarnir voru aldrei langt undan. Leikurinn fór í framlengingu og þar voru gestirnir mun sterkari. „Við vorum ekki langt frá þessu en niðurstaðan er samt tap og það er grautfúlt. Það er svona það sem situr í manni.“ Grindavík hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum en það eru klárlega mikil vonbrigði fyrir liðið. „Þetta var hörkuleikur á milli tveggja góðra liða. Þetta var næstum því og allt það, sem er orðið frekar þreytt. Við getum alveg talað um það þegar þeir setja fimmtu villuna á Dedrick (Basile), tæknivillu í hita leiksins. Það var dýrt fyrir okkur. Leikurinn fór svo sem ekki þar. Við fengum tækifæri til að klára þetta venjulegum leiktíma. Skot sem detta ekki, en þannig er bara körfubolti og allt það. Ef við ætlum okkur að gera eitthvað, þá þurfum við að stíga upp og hætta að vera svona krúttlegir. Þegar sigrarnir eru fyrir framan nefið á okkur, þá þurfum við að hirða þá.“ „Það eru ljósir punktar í þessu og frammistaðan var heilt yfir nokkuð góð. Arnór (Helgason) sýndi það að hann getur spilað í efstu deild sem er geggjað. Það breikkar róteringuna okkar. Það eru jákvæðir punktar, en það er fullþreytt að vera alltaf svona næstum því. Við þurfum að setja kassann út og taka það sem er fyrir framan okkur, éta það sem á borðið er lagt.“ Það er í skoðun að styrkja leikmannahópinn en það er leikmaður mættur til félagsins á reynslu. „Við erum með einn mann á reynslu sem mætir á fyrstu æfingu sína á morgun. Það kemur í ljós hvernig það kemur út. Þessi Bosman bransi er mjög erfiður, að finna þetta púsl sem okkur vantar. Okkur vantar ekki 34-35 ára karl sem kemur inn til að ‘casha’ út síðustu metrana. Við þurfum mann sem er tilbúinn að leggja á sig, ruslakarl sem er tilbúin að taka fráköst og búa til screen. Það er erfitt að finna þannig gæja.“ Að lokum var Jóhann spurður að því hvort hann hefði áhyggjur af stöðu mála eftir þessa erfiðu byrjun. Við þeirri spurningu sagði hann: „Já, og nei. Eins og Villi vinur minn segir þá er ekki verið að semja bréfið. Ég hef ekkert áhyggjur af því. Þetta er mjög jöfn deild og hvert stig telur… En til að svara spurningunni þinni, þá já og nei.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum