Erlent

Getur ekki beðið eftir að hitta dóttur sína

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Uri Raanan segist ekkert hafa sofið síðustu daga.
Uri Raanan segist ekkert hafa sofið síðustu daga. AP

Faðir stúlku, sem Hamas-liðar rændu hinn 7. október síðastliðinn, segist ekkert hafa sofið. Hann getur ekki beðið eftir því að hitta dóttur sína sem sleppt var úr varðhaldi í gær.

Mæðgunum Natalie Raanan og Judith Raanan var sleppt í gær eftir tæpar tvær vikur í haldi Hamas-liða. Katörsk stjórnvöld eru sögð hafa komið til aðstoðar við málamiðlun og voru mæðgurnar komnar heilu og höldnu í hendur Rauða krossins í gær.

Hamas-liðar sögðu að mæðgunum hafi verið sleppt af góðvilja.AP

„Ég hef ekki sofið í tvær vikur en mun sofa vel í kvöld. Ég hef ekki geta hugsað um annað. Ég talaði við dóttur mína í dag, hún hljómaði vel og lítur vel út. Hún er mjög glöð og bíður eftir því að komast heim. Móðir hennar er með smá skrámu á höndinni en segist vera í lagi. Ég talaði nýlega við Joe Biden Bandaríkjaforseta og ég vil þakka honum fyrir stuðninginn. Hann var mjög almennilegur,“ sagði Uri Raanan faðir stúlkunnar á blaðamannafundi.

Hann segir að þær dóttirin hafi farið til Ísrael, ásamt móður sinni, til að heimsækja ömmu sína og fagna 85 ára afmæli hennar. Þá hafi þeim verið rænt. Uri segir að vel hafi verið komið fram við mæðgurnar í haldi.

„Vonandi sé ég þær í næstu viku, þá á dóttir mín afmæli og við ætlum að fagna því. Þetta verður besti dagur lífs míns.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×