Fótbolti

Enn vermir lands­liðs­mark­vörður Ís­lands bekkinn hjá Car­diff

Siggeir Ævarsson skrifar
Spain v Iceland - International Friendly LA CORUNA, SPAIN - MARCH 29: Runar Alex Runarsson of Iceland reacts during the international friendly match between Spain and Iceland at Riazor Stadium on March 29, 2022 in La Coruna, Spain. (Photo by Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images)
Spain v Iceland - International Friendly LA CORUNA, SPAIN - MARCH 29: Runar Alex Runarsson of Iceland reacts during the international friendly match between Spain and Iceland at Riazor Stadium on March 29, 2022 in La Coruna, Spain. (Photo by Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images) Vísir/Getty

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður Íslands í knattspyrnu bíður enn eftir að fá að sanna sig hjá enska B-deildarliðinu Cardiff þar sem hann er á láni frá Arsenal. Rúnar hefur aðeins leikið einn fyrir liðið hingað til.

Cardiff sótti Arnór Sigurðsson og félaga í Blackburn heim í dag þar sem Blackburn fór með 1-0 sigur af hólmi. Arnór var í byrjunarliði Blackburn en var skipt af velli á 65. mínútu. Hann hefur farið vel af stað með liðinu og skorað þrjú mörk í fimm leikjum.

Rúnar, sem fæddur er árið 1995, hefur verið samningsbundinn Arsenal síðan 2020. Hann var á láni í Tyrklandi í fyrra hjá Alanyaspor og þótti standa sig vel og tímabilið þar áður hjá Leuven í Belgíu. 

Í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir síðasta landsleikjahlé sagði Rúnar að það tæki vissulega á fyrir markmann að fá engin tækifæri til að sanna sig, en honum liði vel í Cardiff og fjölskyldan væri ánægð. Það væru margir leikir í ensku B-deildinni sem og bikarleikir og hann væri alls ekki búinn að missa trúna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×