Erlent

Sex létust þegar flug­skeyti hæfði póst­hús í Kharkiv

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Rússnesk yfirvöld hafa enn ekki tjáð sig um árásina. 
Rússnesk yfirvöld hafa enn ekki tjáð sig um árásina.  EPA

Sex eru látnir og fjórtán særðir eftir að flugskeyti hæfði póstdreifingarmiðstöð í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í kvöld. 

Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu greindi frá árásinni í Telegram-færslu. Hann lét myndir af eyðilagðri byggingunni fylgja. Þá sagði hann að björgunaraðgerðir standi enn yfir. 

„Rússar hafa valdið mikilli skelfingu meðal friðsamra íbúa Kharkiv,“ skrifaði Oleh Syniehubov, borgarstjóri Kharkiv í Telegram-færslu.

Á samfélagsmiðlinum X vottaði Zelensky aðstandendum þeirra sem létust samúð sína. „Hryðjuverk og morð munu ekki koma Rússlandi neitt. Á endanum mun réttlæti fyrir allt sem þeir hafa gert nást.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×