Biðja starfsfólk að láta yfirmenn vita Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. október 2023 10:50 Icelandair, Play og Isavia biðja starfsfólk að láta vita hyggist það taka þátt í verkfallinu. Vísir/Vilhelm Icelandair og Play styðja starfsfólk sem hyggst leggja niður störf vegna kvenna- og kváraverkfalls á þriðjudag. Isavia sem meðal annars rekur Keflavíkurflugvöll gerir slíkt hið sama. Fólk er beðið um að láta yfirmann vita ef það ætlar að taka þátt. Vonir eru bundnar við að ekki verði tafir á flugsamgöngum. Fyrirtæki og stofnanir víðsvegar um land eru í óðaönn að skipuleggja hvernig næsta þriðjudegi verði háttað vegna allsherjarverkfalls. Gert er ráð fyrir því að fjölmargar konur og kvár leggi niður störf og gæti það eðli málsins samkvæmt haft áhrif á flugsamgöngur. Íslensku flugfélögin, Icelandair og Play, styðja starfsfólk svo lengi sem það bitnar ekki á flugöryggi. Isavia bindur vonir við að ekki verði tafir á flugsamgöngum. Beðin um að láta vita Í skriflegu svari frá Play segir að flugfélagið styðji verkfallið af heilum og hug. Laun þeirra sem taki þátt í verkfallinu verði ekki skert. 550 einstaklingar starfi hjá Play og að jafnt hlutfall sé milli kvenna og karla. „Flugfélagið hefur beðið starfsfólk að láta vita ef það hyggst taka þátt í verkfallinu og hefur að sama skapi beðið það starfsfólk sem ekki á flug 24. október að láta vita ef það er tilbúið til að mæta til vinnu. Er þetta gert til að tryggja fyrirsjáanleika í flugrekstri og hefur svörun starfsmanna verið á þá leið að flugáætlun félagsins 24. október stendur óbreytt.“ Icelandair tekur í sama streng og segir að félagið leggi áherslu á að starfsfólk njóti jafnréttis. Hjá félaginu eru konur tæp 50 prósent af starfshópnum. „Icelandair styður konur og kvár sem vilja og geta tekið þátt í deginum og ekki verður dregið af launum þeirra sem það gera. Ákveðin störf eru þó ómissandi hlekkur í þeirri keðju að halda flugsamgöngum gangandi og koma farþegum og vörum á milli staða um leið og öryggis- og þjónustuloforð félagsins eru uppfyllt. Því hefur verið óskað eftir því við starfsfólk sem hyggst taka þátt í deginum að láta vita með fyrirvara svo hægt sé að gera nauðsynlegar ráðstafanir,“ segir í skriflegu svari Icelandair. Vona að engar tafir verði Og Isavia er við öllu búið. Fyrirkomulagið er nákvæmlega eins og hjá flugfélögunum: starfsfólk er beðið um að láta vita. „40% starfsfólks samstæðunnar eru konur sem sinna bæði mikilvægum og fjölbreyttum störfum. Við munum ekki draga laun af þeim konum og kvár sem leggja niður störf þennan dag ef það er gert í samráði við næsta stjórnanda og að því gefnu að það ógni ekki flugöryggi. Við sjáum fram á að geta staðið við okkar skuldbindingar hvað varðar þjónustu og rekstur flugvallarins á kvennafrídaginn og vonumst til að ekki verði tafir á flugsamgöngum þann daginn. Við hvetjum fólk engu að síður til að mæta tímanlega í flug þennan dag, sem og aðra daga og eyða frekar tímanum á verslunar- og veitingasvæðinu heldur en í biðröðum ef til þeirra kemur.“ Fréttir af flugi Icelandair Play Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Sjá meira
Fyrirtæki og stofnanir víðsvegar um land eru í óðaönn að skipuleggja hvernig næsta þriðjudegi verði háttað vegna allsherjarverkfalls. Gert er ráð fyrir því að fjölmargar konur og kvár leggi niður störf og gæti það eðli málsins samkvæmt haft áhrif á flugsamgöngur. Íslensku flugfélögin, Icelandair og Play, styðja starfsfólk svo lengi sem það bitnar ekki á flugöryggi. Isavia bindur vonir við að ekki verði tafir á flugsamgöngum. Beðin um að láta vita Í skriflegu svari frá Play segir að flugfélagið styðji verkfallið af heilum og hug. Laun þeirra sem taki þátt í verkfallinu verði ekki skert. 550 einstaklingar starfi hjá Play og að jafnt hlutfall sé milli kvenna og karla. „Flugfélagið hefur beðið starfsfólk að láta vita ef það hyggst taka þátt í verkfallinu og hefur að sama skapi beðið það starfsfólk sem ekki á flug 24. október að láta vita ef það er tilbúið til að mæta til vinnu. Er þetta gert til að tryggja fyrirsjáanleika í flugrekstri og hefur svörun starfsmanna verið á þá leið að flugáætlun félagsins 24. október stendur óbreytt.“ Icelandair tekur í sama streng og segir að félagið leggi áherslu á að starfsfólk njóti jafnréttis. Hjá félaginu eru konur tæp 50 prósent af starfshópnum. „Icelandair styður konur og kvár sem vilja og geta tekið þátt í deginum og ekki verður dregið af launum þeirra sem það gera. Ákveðin störf eru þó ómissandi hlekkur í þeirri keðju að halda flugsamgöngum gangandi og koma farþegum og vörum á milli staða um leið og öryggis- og þjónustuloforð félagsins eru uppfyllt. Því hefur verið óskað eftir því við starfsfólk sem hyggst taka þátt í deginum að láta vita með fyrirvara svo hægt sé að gera nauðsynlegar ráðstafanir,“ segir í skriflegu svari Icelandair. Vona að engar tafir verði Og Isavia er við öllu búið. Fyrirkomulagið er nákvæmlega eins og hjá flugfélögunum: starfsfólk er beðið um að láta vita. „40% starfsfólks samstæðunnar eru konur sem sinna bæði mikilvægum og fjölbreyttum störfum. Við munum ekki draga laun af þeim konum og kvár sem leggja niður störf þennan dag ef það er gert í samráði við næsta stjórnanda og að því gefnu að það ógni ekki flugöryggi. Við sjáum fram á að geta staðið við okkar skuldbindingar hvað varðar þjónustu og rekstur flugvallarins á kvennafrídaginn og vonumst til að ekki verði tafir á flugsamgöngum þann daginn. Við hvetjum fólk engu að síður til að mæta tímanlega í flug þennan dag, sem og aðra daga og eyða frekar tímanum á verslunar- og veitingasvæðinu heldur en í biðröðum ef til þeirra kemur.“
Fréttir af flugi Icelandair Play Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Sjá meira