Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu 12. Vísir

Ísraelsmenn herða árásir á Gasa og ótti við útbreiðslu átakanna stigmagnast. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. Samstöðufundur með Palestínumönnum verður haldinn á Austurvelli klukkan 12. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Þá fjöllum við um stunguárásir á höfuðborgarsvæðinu í nótt og alvarlega stöðu sem komin er uppi í íslenskum landbúnaði. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna kallar eftir tafarlausum stuðningi ríkisstjórnarinnar og segir íslenskan landbúnað standa frammi fyrir algjöru hruni. Hún hefur áhyggjur af áhuga erlendra einkaaðila og segir hættu á að þeir sölsi undir sig íslenskan landbúnað.

Við segjum líka frá rannsókn á andláti vísindamanns í Barcelona og förum yfir þétta dagskrá á Vökudögum á Akranesi, sem hefjast í vikunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×