Vinstri beygju bjargað fyrir horn Marta Guðjónsdóttir skrifar 23. október 2023 07:31 Í grein á Vísi á laugardag um fyrirhugaðar umferðarþrengingar við gatnamót Hringbrautar, Eiðsgranda og Ánanausta, hélt ég því fram að einni hugmynd þar að lútandi væri ætlað að útiloka vinstri beygju frá nyrsta hluta Hringbrautar, vestur Eiðsgrandann. Sú fullyrðing rataði í frétt Stöðvar 2 á laugardagskvöld. Á sunnudag birtist frétt á Vísi þar sem því er haldið fram að þetta sé misskilningur. Bann við vinstri beygju ætti við um útkeyrslu frá porti hins svo kallaða JL húss, ekki um gatnamót Eiðsgranda, Hringbrautar og Ánanausta. Skilningur minn á hugmyndinni byggði hins vegar á þeirri einföldu staðreynd að Hringbraut 121, stendur við fyrrnefnd gatnamót og í greinargerð með tillögunni stendur orðrétt: „Tillagan gerir ráð fyrir að ekki verði unnt að taka vinstri beygju frá Hringbraut 121 vestur Eiðsgranda.“Lái mér hver sem vill þennan skilning. Ég fagna því þó heilshugar að vinstri beygju sé þannig bjargað fyrir horn. En skilningur minn var þó engu að síður byggður á afar tvíræðri og óljósri framsetningu tillögunnar. Fjölgun íbúa - aukinn umferðarþungi Kjarni málsins um fyrirhugaðar umferðarþrengingar við gatnamót Eiðsgranda, Hringbrautar og Ánanausta, er hins vegar eftirfarandi: Íbúum vestast í Vesturbænum hefur farið ört fjölgandi á undanförnum árum. Nú er í uppbyggingu, eða í þann mund að hefjast uppbygging á fjölda íbúða á Héðinsreitnum, Byko-reitnum, á Landhelgisgæslu-reitnum, KR-reitnum og í Vesturbugtinni við Mýrargötu. Hér er um að ræða íbúafjölgun sem nemur 2500 - 3000 íbúum. Til samanburðar eru íbúar Úlfarsársdals nú um 3000 talsins. Þessi fjölgun mun hafa í för með sér umferðaraukningu sem nemur fleiri þúsundum ökutækja á sólarhring. Þá ber að hafa í huga að fyrrnefnd gatnamót eru endapunktur megin umferðaræðar borgarinnar, frá Vesturlandsvegi og vestur í Ánanaust. Auk þess er Eiðsgrandinn önnur helsta umferðaræð til og frá Seltjarnarnesi. Umferðarþrengin á þessum slóðum hefur því óhjákvæmilega í för með sér umferðaraukningu um Hofsvallagötu og Nesveg, til og frá Seltjarnarnesi. Þessar staðreyndir hafa beinlínis hrópað á raunhæfar umferðarlausnir á þessum gatnamótum sem tryggja hvoru tveggja, umferðarflæði á svæðinu og umferðaröryggi þeirra sem þarna hjóla eða ganga. Öruggast væri að sjálfsögðu að halda þarna umferð hjólandi og gangandi vegfarenda í öðru plani, með hjóla- og göngubrú eða undirgöngum. Umferðaröryggi verður aldrei bætt með umferðaröngþveiti En í stað þess að huga að raunhæfum samgöngubótum hafa borgaryfirvöld nú þegar þrengt mjög að gatnamótunum með afar þéttri nýtingu á BYKO reitnum. Síðan eru uppi hugmyndir um að bæta gráu ofan á svart með því sem ætíð hafa verið ær og kýr þessa borgarstjórnarmeirihluta: að fækka akreinum. Til vitnis um það er bókun meirihlutans við málið frá 8. mars sl., þar sem segir meðal annars: „Æskileg[t] væri að fækka akreinum með fram ströndinni og breyta hringtorginu í klassísk ljósastýrð T-gatnamót.“ Hugmyndir um T-gatnamót þar sem hringtorgið er nú, fækkun akreina og fjölgun ljósastýrðra gönguljósa á þessu svæði mun skapa þar umferðaröngþveiti á álagstímum, án þess að bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Umferðaröryggi þeirra verður aldrei bætt með umferðaröngþveiti. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Umferðaröryggi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein á Vísi á laugardag um fyrirhugaðar umferðarþrengingar við gatnamót Hringbrautar, Eiðsgranda og Ánanausta, hélt ég því fram að einni hugmynd þar að lútandi væri ætlað að útiloka vinstri beygju frá nyrsta hluta Hringbrautar, vestur Eiðsgrandann. Sú fullyrðing rataði í frétt Stöðvar 2 á laugardagskvöld. Á sunnudag birtist frétt á Vísi þar sem því er haldið fram að þetta sé misskilningur. Bann við vinstri beygju ætti við um útkeyrslu frá porti hins svo kallaða JL húss, ekki um gatnamót Eiðsgranda, Hringbrautar og Ánanausta. Skilningur minn á hugmyndinni byggði hins vegar á þeirri einföldu staðreynd að Hringbraut 121, stendur við fyrrnefnd gatnamót og í greinargerð með tillögunni stendur orðrétt: „Tillagan gerir ráð fyrir að ekki verði unnt að taka vinstri beygju frá Hringbraut 121 vestur Eiðsgranda.“Lái mér hver sem vill þennan skilning. Ég fagna því þó heilshugar að vinstri beygju sé þannig bjargað fyrir horn. En skilningur minn var þó engu að síður byggður á afar tvíræðri og óljósri framsetningu tillögunnar. Fjölgun íbúa - aukinn umferðarþungi Kjarni málsins um fyrirhugaðar umferðarþrengingar við gatnamót Eiðsgranda, Hringbrautar og Ánanausta, er hins vegar eftirfarandi: Íbúum vestast í Vesturbænum hefur farið ört fjölgandi á undanförnum árum. Nú er í uppbyggingu, eða í þann mund að hefjast uppbygging á fjölda íbúða á Héðinsreitnum, Byko-reitnum, á Landhelgisgæslu-reitnum, KR-reitnum og í Vesturbugtinni við Mýrargötu. Hér er um að ræða íbúafjölgun sem nemur 2500 - 3000 íbúum. Til samanburðar eru íbúar Úlfarsársdals nú um 3000 talsins. Þessi fjölgun mun hafa í för með sér umferðaraukningu sem nemur fleiri þúsundum ökutækja á sólarhring. Þá ber að hafa í huga að fyrrnefnd gatnamót eru endapunktur megin umferðaræðar borgarinnar, frá Vesturlandsvegi og vestur í Ánanaust. Auk þess er Eiðsgrandinn önnur helsta umferðaræð til og frá Seltjarnarnesi. Umferðarþrengin á þessum slóðum hefur því óhjákvæmilega í för með sér umferðaraukningu um Hofsvallagötu og Nesveg, til og frá Seltjarnarnesi. Þessar staðreyndir hafa beinlínis hrópað á raunhæfar umferðarlausnir á þessum gatnamótum sem tryggja hvoru tveggja, umferðarflæði á svæðinu og umferðaröryggi þeirra sem þarna hjóla eða ganga. Öruggast væri að sjálfsögðu að halda þarna umferð hjólandi og gangandi vegfarenda í öðru plani, með hjóla- og göngubrú eða undirgöngum. Umferðaröryggi verður aldrei bætt með umferðaröngþveiti En í stað þess að huga að raunhæfum samgöngubótum hafa borgaryfirvöld nú þegar þrengt mjög að gatnamótunum með afar þéttri nýtingu á BYKO reitnum. Síðan eru uppi hugmyndir um að bæta gráu ofan á svart með því sem ætíð hafa verið ær og kýr þessa borgarstjórnarmeirihluta: að fækka akreinum. Til vitnis um það er bókun meirihlutans við málið frá 8. mars sl., þar sem segir meðal annars: „Æskileg[t] væri að fækka akreinum með fram ströndinni og breyta hringtorginu í klassísk ljósastýrð T-gatnamót.“ Hugmyndir um T-gatnamót þar sem hringtorgið er nú, fækkun akreina og fjölgun ljósastýrðra gönguljósa á þessu svæði mun skapa þar umferðaröngþveiti á álagstímum, án þess að bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Umferðaröryggi þeirra verður aldrei bætt með umferðaröngþveiti. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun