Atvinnuöryggi vegna barneigna Ingibjörg Isaksen skrifar 23. október 2023 11:01 Einn af hornsteinum jafnréttisbaráttunnar hér á landi er að tryggja rétt til fæðingarorlofs og tryggja atvinnuöryggi barnshafandi kvenna og síðar beggja foreldra, þannig að óheimilt sé að segja starfsmanni upp störfum vegna fyrirhugaðs fæðingar- eða foreldraorlofs. Það að eiga vona á barni og bjóða einstakling í heiminn er sennilega eitt af því fallegasta og dýrmætasta sem margir gera í lífinu, ef svo má segja. Að verða foreldri er einstakt í sjálfu sér, umsvifalaust fer margt að snúast um það barn sem er á leiðinni. Ábyrgðartilfinning í bland við eftirvæntingu. Tæknifrjóvgun og tengdar meðferðir eru oft langt og erfitt ferli, inngrip sem hefur áhrif á líkamlega- og andlega líðan. Kostnaður sem fólk ber er þónokkur í dag og felur jafnframt í sér áhættu. Ferlið getur verið afar tímafrekt og algjör ógjörningur að tryggja að allt heppnist í fyrstu tilraun. Í einhverjum tilfellum þarf nokkrar tilraunir áður en ferlið heppnast, það er ef það heppnast. Á sama tíma getur það tekið á að ná ekki að sinna vinnu sinni eins og best verður á kosið og engum til hagsbóta að starfsmaðurinn standi mögulega höllum fæti gagnvart vinnuveitanda sínum á þeim tíma sem hann freistar þess að eignast barn og stofna til fjölskyldu. Einstaklingar sem þurfa að leita í slíkt ferli hafa ekki sömu möguleika og aðrir til þess að halda áformum sínum leyndum um að eignast barn og stofna til fjölskyldu. Þeir einstaklingar sem ekki þurfa að gangast undir ferli sem þetta eru alla jafna ekki að upplýsa yfirmenn um áform um barneignir, enda er um að ræða einkamál hvers og eins. Við eigum að vera vakandi fyrir því hvað má betur fara, bregðast við nýjum þörfum og þétta velferðarkerfi okkar á grundvelli jafnréttismála, því hef ég lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Það er stækkandi hópur sem hér um ræðir, en slíkum meðferðum hefur fjölgað um fjölgaði um meira en helming hér á landi á síðustu fjórum árum, en á síðasta ári voru 571 tæknifrjóvgunaraðgerð framkvæmd hér á landi, sem í mínum huga undirstrikar mikilvægi þessa máls, enda tel ég að við megum engan tíma missa. Mikilvægar breytingar Í mínum tillögum felast annars vegar viðurkenning á réttindum þeirra sem eru í tæknifrjóvgunarferli og hins vegar styrking á atvinnuöryggi fólks sem eru í meðferð vegna tæknifrjóvgana. Þannig að það sé skýrt í lögunum að óheimilt sé að segja starfsfólki á því tímabili sem virk meðferð með tæknifrjóvgun fer fram. Að því sögðu, þó það sé heimilt sé að geyma fósturvísa í allt að 10 ár þá ber að hafa í huga að vernd gegn uppsögn með þessum hætti er ætluð að eiga við á þeim tíma sem starfsmaðurinn undirgengst virka meðferð og getur sýnt fram á staðfestingu þess eðlis. Það er mikilvægt að halda áfram að styrkja réttaröryggi í jafnréttisbaráttunni, þeirri vegferð er aldrei lokið fremur en öðrum verkefnum. Við höfum tök á að tryggja framangreint með samþykki á frumvarpinu sem hér um ræðir. Það er því einlæg von mín að frumvarpið hljóti brautargengi í þinginu á yfirstandandi löggjafarþingi. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og 1. þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Fæðingarorlof Alþingi Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Einn af hornsteinum jafnréttisbaráttunnar hér á landi er að tryggja rétt til fæðingarorlofs og tryggja atvinnuöryggi barnshafandi kvenna og síðar beggja foreldra, þannig að óheimilt sé að segja starfsmanni upp störfum vegna fyrirhugaðs fæðingar- eða foreldraorlofs. Það að eiga vona á barni og bjóða einstakling í heiminn er sennilega eitt af því fallegasta og dýrmætasta sem margir gera í lífinu, ef svo má segja. Að verða foreldri er einstakt í sjálfu sér, umsvifalaust fer margt að snúast um það barn sem er á leiðinni. Ábyrgðartilfinning í bland við eftirvæntingu. Tæknifrjóvgun og tengdar meðferðir eru oft langt og erfitt ferli, inngrip sem hefur áhrif á líkamlega- og andlega líðan. Kostnaður sem fólk ber er þónokkur í dag og felur jafnframt í sér áhættu. Ferlið getur verið afar tímafrekt og algjör ógjörningur að tryggja að allt heppnist í fyrstu tilraun. Í einhverjum tilfellum þarf nokkrar tilraunir áður en ferlið heppnast, það er ef það heppnast. Á sama tíma getur það tekið á að ná ekki að sinna vinnu sinni eins og best verður á kosið og engum til hagsbóta að starfsmaðurinn standi mögulega höllum fæti gagnvart vinnuveitanda sínum á þeim tíma sem hann freistar þess að eignast barn og stofna til fjölskyldu. Einstaklingar sem þurfa að leita í slíkt ferli hafa ekki sömu möguleika og aðrir til þess að halda áformum sínum leyndum um að eignast barn og stofna til fjölskyldu. Þeir einstaklingar sem ekki þurfa að gangast undir ferli sem þetta eru alla jafna ekki að upplýsa yfirmenn um áform um barneignir, enda er um að ræða einkamál hvers og eins. Við eigum að vera vakandi fyrir því hvað má betur fara, bregðast við nýjum þörfum og þétta velferðarkerfi okkar á grundvelli jafnréttismála, því hef ég lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Það er stækkandi hópur sem hér um ræðir, en slíkum meðferðum hefur fjölgað um fjölgaði um meira en helming hér á landi á síðustu fjórum árum, en á síðasta ári voru 571 tæknifrjóvgunaraðgerð framkvæmd hér á landi, sem í mínum huga undirstrikar mikilvægi þessa máls, enda tel ég að við megum engan tíma missa. Mikilvægar breytingar Í mínum tillögum felast annars vegar viðurkenning á réttindum þeirra sem eru í tæknifrjóvgunarferli og hins vegar styrking á atvinnuöryggi fólks sem eru í meðferð vegna tæknifrjóvgana. Þannig að það sé skýrt í lögunum að óheimilt sé að segja starfsfólki á því tímabili sem virk meðferð með tæknifrjóvgun fer fram. Að því sögðu, þó það sé heimilt sé að geyma fósturvísa í allt að 10 ár þá ber að hafa í huga að vernd gegn uppsögn með þessum hætti er ætluð að eiga við á þeim tíma sem starfsmaðurinn undirgengst virka meðferð og getur sýnt fram á staðfestingu þess eðlis. Það er mikilvægt að halda áfram að styrkja réttaröryggi í jafnréttisbaráttunni, þeirri vegferð er aldrei lokið fremur en öðrum verkefnum. Við höfum tök á að tryggja framangreint með samþykki á frumvarpinu sem hér um ræðir. Það er því einlæg von mín að frumvarpið hljóti brautargengi í þinginu á yfirstandandi löggjafarþingi. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og 1. þingmaður Norðausturkjördæmis.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar