Sýnum samstöðu Logi Einarsson skrifar 23. október 2023 14:30 Á morgun er heilsdags kvennaverkfall á Íslandi og þá eru komin 48 ár síðan konur lögðu niður störf og mótmæltu um allt land með mjög eftirminnilegum hætti. Það er auðvitað sorgleg staðreynd að öllum þessum árum síðar séu konur enn í þeim sporum að þurfa að leggja niður störf og mótmæla en það er því miður veruleikinn. Í dag hafa konur 21% lægri atvinnutekjur en karlar. 40% kvenna verða fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni og samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups um verkaskiptingu á heimili sinna konur í mun meira mæli heimilisstörfum en karlkyns makar þeirra. Þegar konur í gagnkynhneigðum samböndum voru spurðar um hvernig heimilisverkin skiptust á milli þeirra og maka sögðust 67% sinna þeim meira. Á sama tíma sögðust 12% karla sinna heimilisstörfum í meira mæli. Þegar kemur að umönnun barna sögðust 59% kvenna sinna þeim meira en karlkyns maki. 31% karla telja kvenkyns maka sinn sinna börnum sínum meira en einungis 2% kvenna telja karlkyns maka sinna börnum meira en þær. Um leið og ég hvet konur til að taka þátt næsta þriðjudag þurfum við karlar líka að taka þessa stöðu alvarlega. Við þurfum ekki síður að leggjast á árar til að breyta þessari ólíðandi stöðu. Við skulum sýna samstöðu með kröfum kvenna á þriðjudaginn og raunar alla daga. Óhjákvæmilega verða margir skólar og leikskólar óstarfhæfir og þess vegna vil ég hvetja feður, afa, bræður, til að gera ráðstafanir á morgun og tryggja þátttöku kvenna í verkfallinu. Látum konur ekki einar standa í baráttunni fyrir jafnrétti. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Kvennaverkfall Samfylkingin Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á morgun er heilsdags kvennaverkfall á Íslandi og þá eru komin 48 ár síðan konur lögðu niður störf og mótmæltu um allt land með mjög eftirminnilegum hætti. Það er auðvitað sorgleg staðreynd að öllum þessum árum síðar séu konur enn í þeim sporum að þurfa að leggja niður störf og mótmæla en það er því miður veruleikinn. Í dag hafa konur 21% lægri atvinnutekjur en karlar. 40% kvenna verða fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni og samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups um verkaskiptingu á heimili sinna konur í mun meira mæli heimilisstörfum en karlkyns makar þeirra. Þegar konur í gagnkynhneigðum samböndum voru spurðar um hvernig heimilisverkin skiptust á milli þeirra og maka sögðust 67% sinna þeim meira. Á sama tíma sögðust 12% karla sinna heimilisstörfum í meira mæli. Þegar kemur að umönnun barna sögðust 59% kvenna sinna þeim meira en karlkyns maki. 31% karla telja kvenkyns maka sinn sinna börnum sínum meira en einungis 2% kvenna telja karlkyns maka sinna börnum meira en þær. Um leið og ég hvet konur til að taka þátt næsta þriðjudag þurfum við karlar líka að taka þessa stöðu alvarlega. Við þurfum ekki síður að leggjast á árar til að breyta þessari ólíðandi stöðu. Við skulum sýna samstöðu með kröfum kvenna á þriðjudaginn og raunar alla daga. Óhjákvæmilega verða margir skólar og leikskólar óstarfhæfir og þess vegna vil ég hvetja feður, afa, bræður, til að gera ráðstafanir á morgun og tryggja þátttöku kvenna í verkfallinu. Látum konur ekki einar standa í baráttunni fyrir jafnrétti. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar