Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 108-109 | Ótrúleg dramatík í Ljónagryfjunni Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 23. október 2023 21:40 Halldór Garðar Hermansson skoraði 10 stig í kvöld. Vísir/Vilhelm Njarðvík og Keflavík áttust við í sannkölluðum stórslag 32-liða úrslitum Vís bikarkeppni karla í kvöld. Það má alltaf búast við fjöri og stemningu þegar þessi lið mætast og á því varð enginn breyting í kvöld. Eins og við var að búast er ávallt hörku leikur þegar þessi lið mætast. Það voru Njarðvíkingar sem settu fyrstu stig leiksins og að sjálfsögðu var það Dominykas Milka sem setti tóninn. Liðin skiptust á að keyra á hvort annað og var mikill hraði og hasar í leiknum þar sem Remy Martin fór fremstur fyrir sína menn í Keflavík en hann setti þrettán stig fyrir Keflavík sem leiddu leikinn eftir fyrsta leikhluta 22-27. Annar leikhluti byrjaði ekki beint sérstaklega fyrir heimamenn í Njarðvík en Keflvíkingar náðu að fara grunsamlega auðveldlega í gegnum þá oft á tíðum og náðu níu stiga forskoti snemma í leikhlutanum áður en Njarðvíkingar virtust ná áttum. Njarðvíkingar byrjuðu þó að saxa á Keflvíkingana og undir lok leikhlutans voru heimamenn búnir að snúa taflinu sér í hag og leiddu í hálfleik 53-52. Jaka Brodnik setti niður fyrsta skot þriðja leikhluta og kom Keflavík yfir. Njarðvíkingar náðu að gera áhlaup á Keflvíkinga og komust í tíu stiga forskot 70-60. Keflvíkingar rönkuðu þá við sér og náðu að vinna niður forskot heimamanna niður í eitt stig áður en Chaz Williams setti niður þrist undir lok þriðja leikhluta og Njarðvíkingar leiddu fyrir loka leikhlutann 77-73. Fjórði leikhluti var alveg í járnum. Keflavík settu fyrstu stig leikhlutans en þar var Remy Martin að verki. Leikurinn var í járnum lengst af í fjórða leikhluta en það voru Keflvíkingar sem náðu þó að jafna leikinn með risastórum þrist frá Igor Maric. Heimamenn í Njarðvík áttu lokasóknina og stilltu Chaz Williams upp fyrir lokaskotið en því miður fyrir heimamenn missti Chaz stjórn á boltanum og náði ekki að koma að skotinu og ljóst að framlenging beið. Í framlengingunni var leikurinn áfram í járnum. Milka kom Njarðvíkingum yfir í framlengingunni en Remy Martin jafnaði fyrir Keflavík. Þegar sex sekúndur voru eftir af klukkunni kom Chaz Williams Njarðvíkingum einu stigi yfir og Keflavík tók leikhlé og stilltu svo upp í frábæra sókn þar sem Marek Dolezaj fór í gegnum hjarta Njarðvíkur og tryggði Keflavík dramatískan sigur á Njarðvíkingum, 108-109. Atkvæðamestur í liði Njarðvíkur var Chaz Williams með 33 stig, ellefu fráköst og níu stoðsendingar.Dominykas Milka var með 25 stig og 14 fráköst. Atkvæðamestur í liði Keflavíkur var Remy Martin með 42 stig og ellefu stoðsendingar.Jaka Brodnik og Marek Dolezaj fylgdu á eftir með 20 stig hvor. Af hverju vann Keflavík? Það má alveg færa rök fyrir því að Keflavík voru heppnir í kvöld en ótrúlegur klaufagangur hjá Njarðvík að klára ekki leikinn í venjulegum leiktíma. Það skal þó ekki tekið af Keflavík að þeir gerðu frábærlega að vinna sig aftur inn í leikinn og uppskera sigurinn í framlengingunni. Hverjir stóðu upp úr? Remy Martin var stórkostlegur í liði Keflavíkur. Setti þrettán stig í fyrsta leikhluta og hafði hægt um sig í öðrum leikhluta þar sem hann setti ekki nema þrjú stig en sprakk svo út í seinni hálfleik og dró Keflvíkingana með sér í flotta endurkomu. Hvað gekk illa? Varnarleikur beggja liða var oft á tíðum mjög tæpur og bæði lið náðu í full auðveld sóknarfráköst inn á milli en þegar mest var undir var það vörn Njarðvíkur sem brást en karfan sem sigraði leikinn fyrir Keflavík kom í gegnum hjartað á vörn Njarðvíkur. Hvað gerist næst? Keflavík fer áfram í 16 liða úrslit Vís bikarsins. Njarðvík kveður Bikarkeppnina að sinni. Benedikt: Þetta hefur svolítið verið vesenið okkar Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigur kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar tóku á móti nágrönnum sínum í Keflavík þegar síðustu leikir 32-liða úrslit Vís bikarkeppninnar lauk í kvöld. Leikurinn í kvöld var stórkostleg skemmtun en það voru Njarðvíkingar sem þurftu að játa sig sigraða eftir framlengdan leik. „Ég er ógeðslega svekktur með það hvernig við töpuðum þessu. Mér fannst við búnir að vinna leikinn t.d. í venjulegum leiktíma og taldi okkur vera í góðri stöðu hérna í lokin en vondar ákvarðanartökur bara alltaf í lokin, bæði í venjulegum leiktíma og síðan í framlengingu sem að fara með þetta bara.” Njarðvíkingar voru í kjörstöðu til þess að sigra leikinn á lokamínútunum en þegar síðustu sekúndurnar lifðu leiks voru Njarðvíkingar með boltann og í sókn en tókst ekki að komast í lokaskotið. „Okkur er bara refsað grimmilega. Þetta hefur svolítið verið vesenið okkar þar sem af er vetri að við tökum svolítið skrítnar ákvarðanir og við verðum að fara hætta því. Við erum stundum bara sjálfum okkur verstir.” Njarðvíkingar spiluðu gríðarlega vel mest allan leikinn og náðu mest tíu stiga forskoti í síðari hálfleik en misstu svo leikinn frá sér. „Tíu stig, annaðhvort undir eða yfir á móti Keflavík er enginn munur. Þetta er bara eins og Breiðablik í fyrra, þú gast lent 15-20 undir og þú gast komið tilbaka og þú gast verið 15-20 yfir og þeir komu tilbaka. Á móti þessu liði þá er það enginn munur. Eins og ég sagði við strákana hérna á einhverjum tímapunkti, tíu stig hérna eru þrjú stig í venjulegum körfuboltaleik þannig mér leið ekkert mjög vel með einhvern mun en vissi alltaf að það kæmi áhlaup 0g þeir skora mörg stig á stuttum tíma. Þeir taka þessi rönn þar sem þeir skora mikið í smá tíma og svo skora þeir ekkert í einhvern tíma þannig að við vorum aldrei með leikinn þó svo að munurinn hafi verið einhver tíu stig.” Einhverjir hafa gagnrýnt fyrirkomulagið í Bikarkeppninni þar sem neðri deildarlið fá að sitja hjá í 32-liða úrslitum á meðan lið eins og Keflavík eða Njarðvík þurftu að kveðja. „Fyrirkomulagið er bara svona en auðvitað algjör synd að annað liðið þurfi að detta út. Ég held að bæði lið hafi sýnt frábæran leik hérna og á sama tíma eru einhver B-lið og neðri deildarlið að fara áfram en svona er þetta bara og hefur alltaf verið svona en ég er aðalega bara svekktur að hafa tapað þessum leik.” VÍS-bikarinn UMF Njarðvík Keflavík ÍF
Njarðvík og Keflavík áttust við í sannkölluðum stórslag 32-liða úrslitum Vís bikarkeppni karla í kvöld. Það má alltaf búast við fjöri og stemningu þegar þessi lið mætast og á því varð enginn breyting í kvöld. Eins og við var að búast er ávallt hörku leikur þegar þessi lið mætast. Það voru Njarðvíkingar sem settu fyrstu stig leiksins og að sjálfsögðu var það Dominykas Milka sem setti tóninn. Liðin skiptust á að keyra á hvort annað og var mikill hraði og hasar í leiknum þar sem Remy Martin fór fremstur fyrir sína menn í Keflavík en hann setti þrettán stig fyrir Keflavík sem leiddu leikinn eftir fyrsta leikhluta 22-27. Annar leikhluti byrjaði ekki beint sérstaklega fyrir heimamenn í Njarðvík en Keflvíkingar náðu að fara grunsamlega auðveldlega í gegnum þá oft á tíðum og náðu níu stiga forskoti snemma í leikhlutanum áður en Njarðvíkingar virtust ná áttum. Njarðvíkingar byrjuðu þó að saxa á Keflvíkingana og undir lok leikhlutans voru heimamenn búnir að snúa taflinu sér í hag og leiddu í hálfleik 53-52. Jaka Brodnik setti niður fyrsta skot þriðja leikhluta og kom Keflavík yfir. Njarðvíkingar náðu að gera áhlaup á Keflvíkinga og komust í tíu stiga forskot 70-60. Keflvíkingar rönkuðu þá við sér og náðu að vinna niður forskot heimamanna niður í eitt stig áður en Chaz Williams setti niður þrist undir lok þriðja leikhluta og Njarðvíkingar leiddu fyrir loka leikhlutann 77-73. Fjórði leikhluti var alveg í járnum. Keflavík settu fyrstu stig leikhlutans en þar var Remy Martin að verki. Leikurinn var í járnum lengst af í fjórða leikhluta en það voru Keflvíkingar sem náðu þó að jafna leikinn með risastórum þrist frá Igor Maric. Heimamenn í Njarðvík áttu lokasóknina og stilltu Chaz Williams upp fyrir lokaskotið en því miður fyrir heimamenn missti Chaz stjórn á boltanum og náði ekki að koma að skotinu og ljóst að framlenging beið. Í framlengingunni var leikurinn áfram í járnum. Milka kom Njarðvíkingum yfir í framlengingunni en Remy Martin jafnaði fyrir Keflavík. Þegar sex sekúndur voru eftir af klukkunni kom Chaz Williams Njarðvíkingum einu stigi yfir og Keflavík tók leikhlé og stilltu svo upp í frábæra sókn þar sem Marek Dolezaj fór í gegnum hjarta Njarðvíkur og tryggði Keflavík dramatískan sigur á Njarðvíkingum, 108-109. Atkvæðamestur í liði Njarðvíkur var Chaz Williams með 33 stig, ellefu fráköst og níu stoðsendingar.Dominykas Milka var með 25 stig og 14 fráköst. Atkvæðamestur í liði Keflavíkur var Remy Martin með 42 stig og ellefu stoðsendingar.Jaka Brodnik og Marek Dolezaj fylgdu á eftir með 20 stig hvor. Af hverju vann Keflavík? Það má alveg færa rök fyrir því að Keflavík voru heppnir í kvöld en ótrúlegur klaufagangur hjá Njarðvík að klára ekki leikinn í venjulegum leiktíma. Það skal þó ekki tekið af Keflavík að þeir gerðu frábærlega að vinna sig aftur inn í leikinn og uppskera sigurinn í framlengingunni. Hverjir stóðu upp úr? Remy Martin var stórkostlegur í liði Keflavíkur. Setti þrettán stig í fyrsta leikhluta og hafði hægt um sig í öðrum leikhluta þar sem hann setti ekki nema þrjú stig en sprakk svo út í seinni hálfleik og dró Keflvíkingana með sér í flotta endurkomu. Hvað gekk illa? Varnarleikur beggja liða var oft á tíðum mjög tæpur og bæði lið náðu í full auðveld sóknarfráköst inn á milli en þegar mest var undir var það vörn Njarðvíkur sem brást en karfan sem sigraði leikinn fyrir Keflavík kom í gegnum hjartað á vörn Njarðvíkur. Hvað gerist næst? Keflavík fer áfram í 16 liða úrslit Vís bikarsins. Njarðvík kveður Bikarkeppnina að sinni. Benedikt: Þetta hefur svolítið verið vesenið okkar Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigur kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar tóku á móti nágrönnum sínum í Keflavík þegar síðustu leikir 32-liða úrslit Vís bikarkeppninnar lauk í kvöld. Leikurinn í kvöld var stórkostleg skemmtun en það voru Njarðvíkingar sem þurftu að játa sig sigraða eftir framlengdan leik. „Ég er ógeðslega svekktur með það hvernig við töpuðum þessu. Mér fannst við búnir að vinna leikinn t.d. í venjulegum leiktíma og taldi okkur vera í góðri stöðu hérna í lokin en vondar ákvarðanartökur bara alltaf í lokin, bæði í venjulegum leiktíma og síðan í framlengingu sem að fara með þetta bara.” Njarðvíkingar voru í kjörstöðu til þess að sigra leikinn á lokamínútunum en þegar síðustu sekúndurnar lifðu leiks voru Njarðvíkingar með boltann og í sókn en tókst ekki að komast í lokaskotið. „Okkur er bara refsað grimmilega. Þetta hefur svolítið verið vesenið okkar þar sem af er vetri að við tökum svolítið skrítnar ákvarðanir og við verðum að fara hætta því. Við erum stundum bara sjálfum okkur verstir.” Njarðvíkingar spiluðu gríðarlega vel mest allan leikinn og náðu mest tíu stiga forskoti í síðari hálfleik en misstu svo leikinn frá sér. „Tíu stig, annaðhvort undir eða yfir á móti Keflavík er enginn munur. Þetta er bara eins og Breiðablik í fyrra, þú gast lent 15-20 undir og þú gast komið tilbaka og þú gast verið 15-20 yfir og þeir komu tilbaka. Á móti þessu liði þá er það enginn munur. Eins og ég sagði við strákana hérna á einhverjum tímapunkti, tíu stig hérna eru þrjú stig í venjulegum körfuboltaleik þannig mér leið ekkert mjög vel með einhvern mun en vissi alltaf að það kæmi áhlaup 0g þeir skora mörg stig á stuttum tíma. Þeir taka þessi rönn þar sem þeir skora mikið í smá tíma og svo skora þeir ekkert í einhvern tíma þannig að við vorum aldrei með leikinn þó svo að munurinn hafi verið einhver tíu stig.” Einhverjir hafa gagnrýnt fyrirkomulagið í Bikarkeppninni þar sem neðri deildarlið fá að sitja hjá í 32-liða úrslitum á meðan lið eins og Keflavík eða Njarðvík þurftu að kveðja. „Fyrirkomulagið er bara svona en auðvitað algjör synd að annað liðið þurfi að detta út. Ég held að bæði lið hafi sýnt frábæran leik hérna og á sama tíma eru einhver B-lið og neðri deildarlið að fara áfram en svona er þetta bara og hefur alltaf verið svona en ég er aðalega bara svekktur að hafa tapað þessum leik.”
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti