Körfubolti

Ekki verið meiri spenna fyrir nýliða síðan LeBron

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Victor Wembanyama hefur sýnt magnaða takta á undirbúningstímabilinu.
Victor Wembanyama hefur sýnt magnaða takta á undirbúningstímabilinu. getty/Thearon W. Henderson

Keppni í NBA-deildinni í körfubolta hefst á morgun. Strákarnir í Lögmáli leiksins hituðu upp fyrir tímabilið sem framundan er.

Mikil eftirvænting ríkir vegna Victors Wembanyama, sem San Antonio Spurs valdi fyrstan í nýliðavalinu í sumar. Og frammistaða Frakkans unga á undirbúningstímabilinu hefur ekkert gert til að slá á væntingarnar, heldur þvert á móti.

„Hann er að gera hluti sem hafa ekki sést áður inni á körfuboltavellinum,“ sagði Tómas Steindórsson um Wembanyama.

Klippa: Lögmál leiksins - Spenna fyrir Wembanyama

Kjartan Atli Kjartansson tók þá við boltanum og sagði að líklega hefði ekki verið jafn mikil spenna fyrir nýliða síðan LeBron James kom inn í NBA fyrir tuttugu árum.

„Það er ekki oft sem menn verja þriggja stiga skot frá NBA-leikmönnum. Hann gerir það tvisvar í leik,“ sagði Tómas.

„Hann er með faðm upp á 2,45 metra,“ bætti Sigurður Orri Kristjánsson við.

Lögmál leiksins verður sýnt á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×