Slösuð fyrir lífstíð eftir harkalegan árekstur í Ölfusi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2023 17:53 Áreksturinn varð á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar norður af Þorlákshöfn. Vísir Rúmlega sjötugur bandarískur karlmaður búsettur vestan hafs sætir ákæru fyrir að hafa sumarið 2021 ekið bíl Mazda CX-30 bíl í veg fyrir Chevrolet Malibu bíl á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar án þess að virða forgang sem gefin var til kynna með stöðvunarmerki. Árekstur varð með þeim afleiðingum að 26 ára kona hlaut alvarleg meiðsl sem líklegt er að hái henni fyrir lífstíð. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu í dag en Lögreglustjórinn á Suðurlandi grípur til þess úrræðis þar sem ekki hefur náðst til bandaríska karlmannsins. Þar er hann boðaður í dómþing við Héraðsdóm Suðurlands þann 30. nóvember. Mæti hann ekki þá sé það metið til jafns við viðurkenningu að hafa framið brotið. Manninum er gefið að sök að hafa ekki sýnt nægjanlega aðgæslu við akstur fimmtudaginn 24. júní 2021 með fyrrnefndum afleiðingum. Í einkaréttakröfu lögmanns konunnar kemur fram að karlmaður hafi orðið vitni að árekstrinum. Sá ók á eftir bíl Bandaríkjamannsins vestur Eyrarbakkaveg þegar komið var að stöðvunarskyldu við Þorlákshafnarveg. Haft er eftir karlmanninum að hann væri ekki viss hvort Bandaríkjamaðurinn hefði stöðvað eða hægt ferð sína en hafi svo ekið í veg fyrir Chevrolet-bílinn. Vitnið hafi tjáð lögreglu að Bandaríkjamaðurinn hefði ranglega talið að hann væri í rétti og að bifreið konunnar hefði því átt að stöðva. Lögmaður konunnar segir í einkaréttakröfu sinni að Bandaríkjamaðurinn hafi greinilega verið á miklum hraða því úr varð harður árekstur þar sem konan varð fyrir miklu líkamlegu og andlegu tjóni. Krafist er miskabóta upp á þrjár milljónir króna og skaðabóta upp á 400 þúsund krónur. Konan varð fyrir miklu líkamlegu og andlegu þjóni í árekstrinum. Í vottorði heimilislæknis kemur fram að konan hafi verið frá vinnu vegna afleiðinga slyssins fram í apríl 2022. Þá hafi hún verið í samtalsmeðferð hjá sálfræðingi til að halda andlegum afleiðingum í skefjum. Meiðslum konunnar er lýst nánar í ákærunni. Þar segir að hún hafi fengið slink á hálshrygg, herðar, brjósthrygg, lendhrygg, spjaldhrygg og mjaðmir ásamt því að meiða sig í hnjám er þau rákust í mælaborðið. Þrátt fyrir þrotlausa endurhæfingu, bæði líkamlega og andlega hafi hún ekki jafnað sig af þeim alvarlegu áverkum sem hún hlaut í slysinu og muni þeir hafa áhrif á hana það sem eftir er. Fréttin hefur verið uppfærð. Samgönguslys Ölfus Dómsmál Samgöngur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Árekstur varð með þeim afleiðingum að 26 ára kona hlaut alvarleg meiðsl sem líklegt er að hái henni fyrir lífstíð. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu í dag en Lögreglustjórinn á Suðurlandi grípur til þess úrræðis þar sem ekki hefur náðst til bandaríska karlmannsins. Þar er hann boðaður í dómþing við Héraðsdóm Suðurlands þann 30. nóvember. Mæti hann ekki þá sé það metið til jafns við viðurkenningu að hafa framið brotið. Manninum er gefið að sök að hafa ekki sýnt nægjanlega aðgæslu við akstur fimmtudaginn 24. júní 2021 með fyrrnefndum afleiðingum. Í einkaréttakröfu lögmanns konunnar kemur fram að karlmaður hafi orðið vitni að árekstrinum. Sá ók á eftir bíl Bandaríkjamannsins vestur Eyrarbakkaveg þegar komið var að stöðvunarskyldu við Þorlákshafnarveg. Haft er eftir karlmanninum að hann væri ekki viss hvort Bandaríkjamaðurinn hefði stöðvað eða hægt ferð sína en hafi svo ekið í veg fyrir Chevrolet-bílinn. Vitnið hafi tjáð lögreglu að Bandaríkjamaðurinn hefði ranglega talið að hann væri í rétti og að bifreið konunnar hefði því átt að stöðva. Lögmaður konunnar segir í einkaréttakröfu sinni að Bandaríkjamaðurinn hafi greinilega verið á miklum hraða því úr varð harður árekstur þar sem konan varð fyrir miklu líkamlegu og andlegu tjóni. Krafist er miskabóta upp á þrjár milljónir króna og skaðabóta upp á 400 þúsund krónur. Konan varð fyrir miklu líkamlegu og andlegu þjóni í árekstrinum. Í vottorði heimilislæknis kemur fram að konan hafi verið frá vinnu vegna afleiðinga slyssins fram í apríl 2022. Þá hafi hún verið í samtalsmeðferð hjá sálfræðingi til að halda andlegum afleiðingum í skefjum. Meiðslum konunnar er lýst nánar í ákærunni. Þar segir að hún hafi fengið slink á hálshrygg, herðar, brjósthrygg, lendhrygg, spjaldhrygg og mjaðmir ásamt því að meiða sig í hnjám er þau rákust í mælaborðið. Þrátt fyrir þrotlausa endurhæfingu, bæði líkamlega og andlega hafi hún ekki jafnað sig af þeim alvarlegu áverkum sem hún hlaut í slysinu og muni þeir hafa áhrif á hana það sem eftir er. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgönguslys Ölfus Dómsmál Samgöngur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira