Lakers ekki unnið í fyrstu umferð síðan svartnættið 2016-17 reið yfir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. október 2023 11:00 Þessir þrír voru samherjar síðast þegar Lakers vann leik á opnunardag. Victor Decolongon/Getty Images NBA-deildin í körfubolta hefst með pompi og prakt í kvöld. Ríkjandi meistarar í Denver Nuggets fá Los Angeles Lakers í heimsókn og ef marka má undanfarin tímabil má reikna með öruggum sigri heimaliðsins. Klukkan 23.30 í kvöld – í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 - fer NBA-tímabilið 2023-24 af stað þegar þeir Nikola Jokić og Anthony Davis (að öllum líkindum) munu berjast um uppkastið í Denver. Um er að ræða viðureign milli liða sem mættust í úrslitum Vesturdeildar á síðustu leiktíð. Þó Denver hafi mætt með sóp með sér í það einvígi þá þótti það einfaldlega kraftaverk að Lakers hefði komist svo langt eftir hreint út sagt skelfilega byrjun á tímabilinu. Byrjun tímabilsins 2022-23 var einkar slæm en Lakers hefur gert það að vana sínum að tapa í fyrstu umferð deildarinnar. Fara þarf aftur til ársins 2016 til að finna sigur í fyrstu umferð en það var að sama skapi tímabil sem allt stuðningsfólk Lakers vill helst gleyma sem fyrst. Hér að neðan er samantekt yfir leiki Lakers í fyrstu umferð undanfarin ár. Hvað varðar kvöldið þá er leikur Golden State Warriors og Phoenix Suns í beinni útsendingu á eftir leik Lakers og Nuggets. 2022 Lakers byrjaði síðasta tímabil hreint út sagt ömurlega og tapaði fyrstu fimm leikjum sínum, sá fyrsti gegn þáverandi NBA-meisturum í Golden State Warriors. Það er þó þess virði að minnast á að fyrsti sigur liðsins á síðustu leiktíð kom gegn Denver Nuggets þann 30. október. 2021 Tímabilið 2021 byrjaði einnig gegn Golden State Warriors og viti menn, Stephen Curry og félagar höfðu betur. Að þessu sinni vann Lakers tvo af fyrstu fimm leikjum sínum og fjóra af fyrstu sjö. 2020 Tímabilið hófst ekki fyrr en í desember sökum kórónuveirufaraldursins. Liðin frá Lakers mættust í fyrsta leik og fór það svo að Clippers vann sjö stiga sigur, 116-109. Þetta var þó besta byrjun Lakers undanfarin þrjú ár þar sem liðið vann þrjár af fyrstu fimm leikjum sínum. 2019 Hér mættust liðin frá Lakers einnig í fyrsta leik og það kemur ekki á óvart en Clippers vann tíu stiga sigur, 112-102. Lakers vann hins vegar næstu sjö leiki sína og samtals 17 af fyrstu 19 leikjum sínum. 2018 Þrátt fyrir tvöfalda tvennu frá Lebron James, 26 stig og 12 fráköst, þá tapaði liðið fyrir Trail Blazers í Portland. Raunar tapaði liðið þremur fyrstu leikjum sínum og alls fjórum af fyrstu sex. 2017 Liðin frá LA mættust í fyrsta leik og það er ekki að spyrja að því, Clippers vann stórsigur. Lakers tapaði fjórum af fyrstu sex. 2016 Eins ótrúlegt og það hljómar þá vann Lakers sex stiga sigur á Houston Rockets þann 26. október 2016 en það var fyrsti leikur liðanna í NBA-deildinni það árið. Jordan Clarkson var stigahæstur með 25 stig, Timofey Mozgov reif niður 8 fráköst og Julius Randle gaf 6 stoðsendingar. Timofey Mozgov spilaði aðeins eitt tímabil með Lakers.Manuela Davies/Getty Images Það sem gerir þennan sigur enn magnaðri er sú staðreynd að Lakers vann aðeins 26 leiki þetta tímabil og endaði í 14. sæti Vesturdeildar. Eina liðið með lakari árangur í Vestrinu þetta tímabilið var Phoenix Suns en bæði lið eru talin líkleg til að fara langt í ár. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Sjá meira
Klukkan 23.30 í kvöld – í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 - fer NBA-tímabilið 2023-24 af stað þegar þeir Nikola Jokić og Anthony Davis (að öllum líkindum) munu berjast um uppkastið í Denver. Um er að ræða viðureign milli liða sem mættust í úrslitum Vesturdeildar á síðustu leiktíð. Þó Denver hafi mætt með sóp með sér í það einvígi þá þótti það einfaldlega kraftaverk að Lakers hefði komist svo langt eftir hreint út sagt skelfilega byrjun á tímabilinu. Byrjun tímabilsins 2022-23 var einkar slæm en Lakers hefur gert það að vana sínum að tapa í fyrstu umferð deildarinnar. Fara þarf aftur til ársins 2016 til að finna sigur í fyrstu umferð en það var að sama skapi tímabil sem allt stuðningsfólk Lakers vill helst gleyma sem fyrst. Hér að neðan er samantekt yfir leiki Lakers í fyrstu umferð undanfarin ár. Hvað varðar kvöldið þá er leikur Golden State Warriors og Phoenix Suns í beinni útsendingu á eftir leik Lakers og Nuggets. 2022 Lakers byrjaði síðasta tímabil hreint út sagt ömurlega og tapaði fyrstu fimm leikjum sínum, sá fyrsti gegn þáverandi NBA-meisturum í Golden State Warriors. Það er þó þess virði að minnast á að fyrsti sigur liðsins á síðustu leiktíð kom gegn Denver Nuggets þann 30. október. 2021 Tímabilið 2021 byrjaði einnig gegn Golden State Warriors og viti menn, Stephen Curry og félagar höfðu betur. Að þessu sinni vann Lakers tvo af fyrstu fimm leikjum sínum og fjóra af fyrstu sjö. 2020 Tímabilið hófst ekki fyrr en í desember sökum kórónuveirufaraldursins. Liðin frá Lakers mættust í fyrsta leik og fór það svo að Clippers vann sjö stiga sigur, 116-109. Þetta var þó besta byrjun Lakers undanfarin þrjú ár þar sem liðið vann þrjár af fyrstu fimm leikjum sínum. 2019 Hér mættust liðin frá Lakers einnig í fyrsta leik og það kemur ekki á óvart en Clippers vann tíu stiga sigur, 112-102. Lakers vann hins vegar næstu sjö leiki sína og samtals 17 af fyrstu 19 leikjum sínum. 2018 Þrátt fyrir tvöfalda tvennu frá Lebron James, 26 stig og 12 fráköst, þá tapaði liðið fyrir Trail Blazers í Portland. Raunar tapaði liðið þremur fyrstu leikjum sínum og alls fjórum af fyrstu sex. 2017 Liðin frá LA mættust í fyrsta leik og það er ekki að spyrja að því, Clippers vann stórsigur. Lakers tapaði fjórum af fyrstu sex. 2016 Eins ótrúlegt og það hljómar þá vann Lakers sex stiga sigur á Houston Rockets þann 26. október 2016 en það var fyrsti leikur liðanna í NBA-deildinni það árið. Jordan Clarkson var stigahæstur með 25 stig, Timofey Mozgov reif niður 8 fráköst og Julius Randle gaf 6 stoðsendingar. Timofey Mozgov spilaði aðeins eitt tímabil með Lakers.Manuela Davies/Getty Images Það sem gerir þennan sigur enn magnaðri er sú staðreynd að Lakers vann aðeins 26 leiki þetta tímabil og endaði í 14. sæti Vesturdeildar. Eina liðið með lakari árangur í Vestrinu þetta tímabilið var Phoenix Suns en bæði lið eru talin líkleg til að fara langt í ár. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Sjá meira