Var hann vistaður í fangageymslu.
Lögregla hafði einnig afskipti af einstakling í heimahúsi, sem reyndist bæði vopnaður og með töluvert magn fíkniefna á sér. Þá var ölvaður einstaklingur handtekinn eftir að hann veittist að öðrum á heimili í miðborginni.
Lögregla í Kópavogi var kölluð á vettvang vegna þjófnaðar í verslun. Fór hún á staðinn og ræddi við aðila málsins. Þá var tilkynnt um eignaspjöll við fyrirtæki þar sem búið var að skera á hjólbarða bifreiða.
Tveir voru stöðvaðir í umferðinni, annar var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og hinn fyrir of hraðan akstur. Eftir að hafa stöðvað síðarnefnda vaknaði grunur hjá lögreglu um að hann væri undir áhrifum fíkniefna og var hann handtekinn og færður í sýnatöku.