Við öll, náttúran og loftslagið Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 24. október 2023 07:46 Náttúran hefur líklega aldrei átt minni og veikari stuðning en nú á tímum hamfarahlýnunar og loftslagsvár. Að fórna náttúrunni fyrir loftslagið virðist vera stefna stjórnvalda, sem of margt fólk trúir á. Það hentar í augnablikinu fyrir orkugeirann, hrattvaxandi fyrirtæki og hagvöxt til skamms tíma, en er gjöreyðandi fyrir loftslag og umhverfi til framtíðar. Loftslagsmál eru óreiðukennt umræðuefni og hagsmunaaðilar hafa ranglega stillt náttúruverndinni upp sem andstæðingi loftslagsins. Þótt niðurbrot náttúrunnar sé hin raunverulega ógn. Kröfur á almenning en ekki atvinnulíf Síðustu ár hefur einstaklega vel tekist til með að rugla almenning í ríminu með illskiljanlegum loftslagsmarkmiðum og kröfum um breytta hegðun. Því miður ná þær kröfur bara til almennra borgara en hvorki til fyrirtækja né forystufólks. Við óbreyttu eigum að hjóla, flokka, endurnýta, planta trjám, minnka neyslu, hætta að keyra, fljúga og skjóta flugeldum og skammast okkar fyrir plastið, kjötið og prumpandi kýr í haga. Meðan þessu fer fram gortar atvinnulífið sig af milljarðauppbyggingu í nýjum mengandi atvinnugreinum, útflutningi á fjöllum, vatni og eldisfiskum og innflutningi á ríkum túristum á einkaþotum og skemmtiferðaskipum. Sama atvinnulíf boðar stóraukinn hagvöxt byggðan á innfluttu vinnuafli, sem býr í iðnaðarhúsnæði í úthverfum, ekur á díseldruslum í þrælavinnuna og þvælist landa á milli fyrir skattalegt hagræði fyrirtækja. Krafan um að atvinnulífið taki sig á er lágstemmd ef nokkur. Orkuskortur og orkuþensla Leiðtogarnir stofna sjóði af almannafé til að styrkja mengandi stórfyrirtæki í að menga aðeins minna, veita hvaða mannafls- og orkufrekum framkvæmdum sem er fullan stuðning, ýta undir endalausa þenslu og innflutning á vinnuafli, kenna flóttamönnum um álag á innviðina og boða fjölda virkjana til að mæta orkuskortinum sem þeir búa til sjálfir. Ógnirnar eru ræddar með áhyggjusvip á ráðstefnum út um allan heim, þar sem sammælst er fjarlæg óskýr markmið, sem er frestað við og við. Samfélagsábyrgð, sjálfbærni, losun, binding og loftslagsmarkmið, gegna mikilvægu hlutverki sem skrautyrði í markaðssetningu stórfyrirtækja. Blandað saman við heimsendaspár. Ekki þarf að undrast að loftslagskvíði sé orðinn að heimsfaraldri hjá ungu fólki við þessar aðstæður. Og sá kvíði er líka markaðssettur. Við virkjum okkur ekki frá loftslagsvánni Náttúruvernd og verndun loftslags eru ekki andstæður. Það vitum við sem betur fer mörg. Loftslagið er hluti af náttúrunni og við virkjum okkur ekki frá loftslagsvánni. Ekki frekar en við flokkum okkur frá ofneyslunni. Við sem styðjum náttúruvernd og almannarétt erum miklu fleiri en þeir sem meta allt út frá skjótfengnum milljörðum og hagvexti. Tökum höndum saman og látum ekki rugla í okkur lengur. Við öll náttúruverndar-, útivistar-, launþega-, heilsuverndar-, almannaheilla- og neytendasamtök erum sterkari saman í baráttunni fyrir náttúruna, loftslagið og heilbrigt samfélag. Gerum kröfur á atvinnulífið og ráðamenn og látum ekki tvístra samstöðunni með fráleitum kenningum um að fórna náttúru fyrir loftslag. Stórfyrirtæki og stjórnvöld þurfa að axla sinn hluta af ábyrgðinni. Og hann er stór. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Náttúran hefur líklega aldrei átt minni og veikari stuðning en nú á tímum hamfarahlýnunar og loftslagsvár. Að fórna náttúrunni fyrir loftslagið virðist vera stefna stjórnvalda, sem of margt fólk trúir á. Það hentar í augnablikinu fyrir orkugeirann, hrattvaxandi fyrirtæki og hagvöxt til skamms tíma, en er gjöreyðandi fyrir loftslag og umhverfi til framtíðar. Loftslagsmál eru óreiðukennt umræðuefni og hagsmunaaðilar hafa ranglega stillt náttúruverndinni upp sem andstæðingi loftslagsins. Þótt niðurbrot náttúrunnar sé hin raunverulega ógn. Kröfur á almenning en ekki atvinnulíf Síðustu ár hefur einstaklega vel tekist til með að rugla almenning í ríminu með illskiljanlegum loftslagsmarkmiðum og kröfum um breytta hegðun. Því miður ná þær kröfur bara til almennra borgara en hvorki til fyrirtækja né forystufólks. Við óbreyttu eigum að hjóla, flokka, endurnýta, planta trjám, minnka neyslu, hætta að keyra, fljúga og skjóta flugeldum og skammast okkar fyrir plastið, kjötið og prumpandi kýr í haga. Meðan þessu fer fram gortar atvinnulífið sig af milljarðauppbyggingu í nýjum mengandi atvinnugreinum, útflutningi á fjöllum, vatni og eldisfiskum og innflutningi á ríkum túristum á einkaþotum og skemmtiferðaskipum. Sama atvinnulíf boðar stóraukinn hagvöxt byggðan á innfluttu vinnuafli, sem býr í iðnaðarhúsnæði í úthverfum, ekur á díseldruslum í þrælavinnuna og þvælist landa á milli fyrir skattalegt hagræði fyrirtækja. Krafan um að atvinnulífið taki sig á er lágstemmd ef nokkur. Orkuskortur og orkuþensla Leiðtogarnir stofna sjóði af almannafé til að styrkja mengandi stórfyrirtæki í að menga aðeins minna, veita hvaða mannafls- og orkufrekum framkvæmdum sem er fullan stuðning, ýta undir endalausa þenslu og innflutning á vinnuafli, kenna flóttamönnum um álag á innviðina og boða fjölda virkjana til að mæta orkuskortinum sem þeir búa til sjálfir. Ógnirnar eru ræddar með áhyggjusvip á ráðstefnum út um allan heim, þar sem sammælst er fjarlæg óskýr markmið, sem er frestað við og við. Samfélagsábyrgð, sjálfbærni, losun, binding og loftslagsmarkmið, gegna mikilvægu hlutverki sem skrautyrði í markaðssetningu stórfyrirtækja. Blandað saman við heimsendaspár. Ekki þarf að undrast að loftslagskvíði sé orðinn að heimsfaraldri hjá ungu fólki við þessar aðstæður. Og sá kvíði er líka markaðssettur. Við virkjum okkur ekki frá loftslagsvánni Náttúruvernd og verndun loftslags eru ekki andstæður. Það vitum við sem betur fer mörg. Loftslagið er hluti af náttúrunni og við virkjum okkur ekki frá loftslagsvánni. Ekki frekar en við flokkum okkur frá ofneyslunni. Við sem styðjum náttúruvernd og almannarétt erum miklu fleiri en þeir sem meta allt út frá skjótfengnum milljörðum og hagvexti. Tökum höndum saman og látum ekki rugla í okkur lengur. Við öll náttúruverndar-, útivistar-, launþega-, heilsuverndar-, almannaheilla- og neytendasamtök erum sterkari saman í baráttunni fyrir náttúruna, loftslagið og heilbrigt samfélag. Gerum kröfur á atvinnulífið og ráðamenn og látum ekki tvístra samstöðunni með fráleitum kenningum um að fórna náttúru fyrir loftslag. Stórfyrirtæki og stjórnvöld þurfa að axla sinn hluta af ábyrgðinni. Og hann er stór. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun