Enski boltinn

Gagn­rýna harð­lega liðs­myndina af kvenna­liði Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Allir leikmenn Arsenal eiga eitt sameiginlegt. Hér má sjá hluta þeirra eða þær Kathrine Kuhl, Lotte Wubben-Moy, Jennifer Beattie, Alessia Russo, Cloe Eyju Lacasse, Victoria Pelova, Lina Hurtig, Frida Maanum, Kim Little og Katie McCabe.
Allir leikmenn Arsenal eiga eitt sameiginlegt. Hér má sjá hluta þeirra eða þær Kathrine Kuhl, Lotte Wubben-Moy, Jennifer Beattie, Alessia Russo, Cloe Eyju Lacasse, Victoria Pelova, Lina Hurtig, Frida Maanum, Kim Little og Katie McCabe. Getty/David Price/

Einföld liðsmynd af atvinnumannaliði í fótbolta ætti nú ekki að skapa mikla umræðu eða komast í fréttirnar en kvennaliði Arsenal tókst það engu að síður.

Arsenal stillti upp í myndatöku á öllu liði sínu á dögunum en meðal leikmanna þess er hin íslenska-kanadíska Cloé Eyja Lacasse.

Ósköp venjuleg liðsmynd en svo tóku menn eftir einu. Allir leikmenn liðsins eru hvítir á hörund og hópurinn því mjög einsleitur.

Þetta hefur kallað á harða gagnrýni á Arsenal fyrir algjöran skort á fjölbreytileika í því fólki sem félagið ræður til starfa hjá kvennaliði félagsins.

The Athletic fjallaði um málið og kallaði líka eftir viðbrögðum frá Arsenal. Arsenal sendi þá frá sér yfirlýsingu.

„Við áttum okkur á því að núverandi kvennalið okkar endurspeglar ekki fjölbreytileikann sem er til staðar innan félagsins sem og í samfélaginu sem við stöndum fyrir. Það er í forgangi hjá félaginu að halda áfram að berjast fyrir meiri fjölbreytileika, leyfa öllum að vera með og búa til góðan samastað fyrir alla sem tengjast félaginu,“ sagði í yfirlýsingu Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×