Svara til saka í enn einu skútumálinu við Íslandsstrendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2023 11:02 Einn ákærðu í málinu, sá fyrir miðju sem horfir á ljósmyndara, kemur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í morgun í fylgd lögreglumanna. Vísir Þrír danskir ríkisborgarar svara í dag til saka í einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp hér á landi. Tæplega 160 kíló af hassi fundust í borð í skútu nærri Garðskagavita í júní. Dönsku ríkisborgararnir koma einn í einu í dómsal í Héraðsdómi Reykjaness í lögreglufylgd. Þannig hlýða þeir ekki á vitnisburð hvers annars. Þeir hafa verið í gæsluvarðhaldi síðan þeir voru handteknir að kvöldi 23. júní. Tveir mannanna eru ákærðir fyrir að hafa ætlað að sigla með hassið til Grænlands í þeim tilgangi að selja þar. Tveir þeirra, Henry Fleischer 34 ára og Poul Frederik Olsen 54 ára, sigldu skútunni frá Danmörku og svo við Íslandsstrendur á leið sinni. Þriðji maðurinn og sá yngsti, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Það var svo þegar annar skútumannanna kom á gúmmíbát í land til að fá vistir hjá yngsta manninum í fjörunni við Garðskagavita sem lögregla lét til skarar skríða og handtók þá. Þeir sem sigldu skútunni eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en sá í landi fyrir hlutdeild í brotinu. Þeir fyrrnefndu hið minnsta eiga yfir höfði sér ansi þungan dóm og samverkamaðurninn sömuleiðis. Þetta er eitt mesta magn hass sem lagt hefur verið hald á hér á landi. Tveir karlmenn fengu níu ára og sjö og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á 200 kílóum af hassi árið 2009. Hámarksrefsing í málaflokknum er tólf ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögregla hér á landi leggur hald á mikið magn fíkniefna um borð í skútu. Sex karlmenn voru dæmdir í samtals 32 ára fangelsi í héraðsdómi árið 2008 fyrir að reyna að smygla um 40 kílóum af fíkniefnum frá Danmörku til Fáskrúðsfjarðar með viðkomu í Færeyjum í Pólstjörnumálinu svokallaða. Um var að ræða eitt umfangsmesta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Þá kom upp annað skútumál árið 2009 á Hornafirði en þar hlutu sex karlmenn þunga dóma fyrir aðild að umfangsmiklu smygli. María Thejll, dómari í málinu, tilkynnti við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlum væri bannað að fjalla um það sem fram kæmi í aðalmeðferðinni þangað til öllum skýrslutökum væri lokið. Vísir mun greina ítarlega frá framburði mannanna þriggja að skýrslutökum loknum. Skútumálið 2023 Dómsmál Fíkniefnabrot Grænland Danmörk Tengdar fréttir Grunaði sjálfan sig um græsku vegna leynihólfs Einn þriggja danskra sakborninga sem er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með innflutning á hassi með skútu, segist hafa grunað að fíkniefni væru í skútunni, þar sem hann hafi tekið eftir því að búið væri að útbúa leynihólf í hana. Hann hafi þó ekki vitað af þeim. 20. október 2023 14:13 Skútumaður kemur af fjöllum varðandi 157 kíló af hassi Danskur karlmaður sem var handtekinn um borð í skútu við Garðskagavita í júní með 157 kíló af hassi segist ekki hafa haft hugmynd um að fíkniefni væru um borð. Hann man ekki hver millifærði á hann peningum til að kaupa skútuna og segist einfaldlega hafa farið í bátsferð til gamans. 29. september 2023 12:01 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Dönsku ríkisborgararnir koma einn í einu í dómsal í Héraðsdómi Reykjaness í lögreglufylgd. Þannig hlýða þeir ekki á vitnisburð hvers annars. Þeir hafa verið í gæsluvarðhaldi síðan þeir voru handteknir að kvöldi 23. júní. Tveir mannanna eru ákærðir fyrir að hafa ætlað að sigla með hassið til Grænlands í þeim tilgangi að selja þar. Tveir þeirra, Henry Fleischer 34 ára og Poul Frederik Olsen 54 ára, sigldu skútunni frá Danmörku og svo við Íslandsstrendur á leið sinni. Þriðji maðurinn og sá yngsti, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Það var svo þegar annar skútumannanna kom á gúmmíbát í land til að fá vistir hjá yngsta manninum í fjörunni við Garðskagavita sem lögregla lét til skarar skríða og handtók þá. Þeir sem sigldu skútunni eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en sá í landi fyrir hlutdeild í brotinu. Þeir fyrrnefndu hið minnsta eiga yfir höfði sér ansi þungan dóm og samverkamaðurninn sömuleiðis. Þetta er eitt mesta magn hass sem lagt hefur verið hald á hér á landi. Tveir karlmenn fengu níu ára og sjö og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á 200 kílóum af hassi árið 2009. Hámarksrefsing í málaflokknum er tólf ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögregla hér á landi leggur hald á mikið magn fíkniefna um borð í skútu. Sex karlmenn voru dæmdir í samtals 32 ára fangelsi í héraðsdómi árið 2008 fyrir að reyna að smygla um 40 kílóum af fíkniefnum frá Danmörku til Fáskrúðsfjarðar með viðkomu í Færeyjum í Pólstjörnumálinu svokallaða. Um var að ræða eitt umfangsmesta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Þá kom upp annað skútumál árið 2009 á Hornafirði en þar hlutu sex karlmenn þunga dóma fyrir aðild að umfangsmiklu smygli. María Thejll, dómari í málinu, tilkynnti við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlum væri bannað að fjalla um það sem fram kæmi í aðalmeðferðinni þangað til öllum skýrslutökum væri lokið. Vísir mun greina ítarlega frá framburði mannanna þriggja að skýrslutökum loknum.
Skútumálið 2023 Dómsmál Fíkniefnabrot Grænland Danmörk Tengdar fréttir Grunaði sjálfan sig um græsku vegna leynihólfs Einn þriggja danskra sakborninga sem er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með innflutning á hassi með skútu, segist hafa grunað að fíkniefni væru í skútunni, þar sem hann hafi tekið eftir því að búið væri að útbúa leynihólf í hana. Hann hafi þó ekki vitað af þeim. 20. október 2023 14:13 Skútumaður kemur af fjöllum varðandi 157 kíló af hassi Danskur karlmaður sem var handtekinn um borð í skútu við Garðskagavita í júní með 157 kíló af hassi segist ekki hafa haft hugmynd um að fíkniefni væru um borð. Hann man ekki hver millifærði á hann peningum til að kaupa skútuna og segist einfaldlega hafa farið í bátsferð til gamans. 29. september 2023 12:01 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Grunaði sjálfan sig um græsku vegna leynihólfs Einn þriggja danskra sakborninga sem er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með innflutning á hassi með skútu, segist hafa grunað að fíkniefni væru í skútunni, þar sem hann hafi tekið eftir því að búið væri að útbúa leynihólf í hana. Hann hafi þó ekki vitað af þeim. 20. október 2023 14:13
Skútumaður kemur af fjöllum varðandi 157 kíló af hassi Danskur karlmaður sem var handtekinn um borð í skútu við Garðskagavita í júní með 157 kíló af hassi segist ekki hafa haft hugmynd um að fíkniefni væru um borð. Hann man ekki hver millifærði á hann peningum til að kaupa skútuna og segist einfaldlega hafa farið í bátsferð til gamans. 29. september 2023 12:01