Meiddist á versta tíma: „Enn meira svekkjandi að detta út þegar manni hafði gengið svona vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2023 08:00 Teitur Örn Einarsson er þekktur fyrir sín þrumuskot. vísir/vilhelm Loksins þegar Teitur Örn Einarsson hafði fengið langþráð tækifæri með Flensburg og kominn á gott skrið meiddist hann. Selfyssingurinn fékk þungt högg á augað í Evrópuleik. Eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabili skoraði Teitur sjö mörk þegar Flensburg sigraði Balingen, 32-28, í síðustu viku. Hann var áfram sjóðheitur í Íslendingaslag gegn Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni og skoraði sex mörk úr fyrstu átta skotum sínum í leiknum. Níunda skot hans fór líka í markið en fórnarkostnaðurinn var ansi mikill. Hann fékk nefnilega þungt högg á augað þegar hann skoraði sitt sjöunda mark í leiknum. Handbolti.is greindi fyrst frá. „Ég var á leiðinni á áras og fór í undirhandarskot. Varnarmaðurinn kom hratt út á móti mér og ég fór á fullt í skotið. Ég beygði mig aðeins niður og hann reyndi að brjóta á mér þannig að augað fór beint í axlarbeinið á honum. Ég fékk helvíti þungt högg á hausinn og augað og fékk léttan heilahristing við þetta. Það er eina ástæðan fyrir því að ég er frá,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Hann segir að það sé í lagi með augað þrátt fyrir höggið þunga. „Ég er með glóðarauga og nokkrar sprungnar æðar. Ég er búinn að fara til augnlæknis og láta mynda öll beinin í kring og það er ekkert brotið eða að auganu,“ sagði skyttan skotfasta. Teitur í leik Flensburg gegn Val í Evrópudeildinni á síðasta tímabili.vísir/vilhelm Teitur missti af leikjunum gegn Balingen í þýsku úrvalsdeildinni um helgina og gegn Lovcen-Cetinje í Svartfjallalandi í Evrópudeildinni í gær. Ef hann fær að ráða snýr hann aftur á völlinn gegn Eisenach um helgina. „Mig langar að ná leiknum á laugardaginn og stefni á það. En ég verð að fylgja heilsunni og því sem læknarnir segja. Svona höfuðvandamál geta verið snúnari en maður gerir sér grein fyrir. Mér líður vel og hef ekki fundið nein einkenni síðustu tvo daga. En maður þarf að fara mjög varlega og ég er undir stöðugu eftirliti lækna og lyftingaþjálfara, að fara rólega af stað og fylgja því sem hausinn á mér segir.“ Sem fyrr sagði hafði Teitur verið heitur og skorað grimmt áður en hann meiddist gegn Kadetten. Það er svo sem aldrei góður tími til að meiðast en tíminn núna var sérstaklega slæmur fyrir Selfyssinginn knáa. „Ég var farinn að finna mig mjög vel og loksins farinn að fá spiltíma. Það er alltaf enn meira svekkjandi að detta út þegar manni hafði gengið svona vel og var að hjálpa liðinu,“ sagði Teitur sem kom til Flensburg frá Kristianstad fyrir tveimur árum. Þýski handboltinn Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabili skoraði Teitur sjö mörk þegar Flensburg sigraði Balingen, 32-28, í síðustu viku. Hann var áfram sjóðheitur í Íslendingaslag gegn Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni og skoraði sex mörk úr fyrstu átta skotum sínum í leiknum. Níunda skot hans fór líka í markið en fórnarkostnaðurinn var ansi mikill. Hann fékk nefnilega þungt högg á augað þegar hann skoraði sitt sjöunda mark í leiknum. Handbolti.is greindi fyrst frá. „Ég var á leiðinni á áras og fór í undirhandarskot. Varnarmaðurinn kom hratt út á móti mér og ég fór á fullt í skotið. Ég beygði mig aðeins niður og hann reyndi að brjóta á mér þannig að augað fór beint í axlarbeinið á honum. Ég fékk helvíti þungt högg á hausinn og augað og fékk léttan heilahristing við þetta. Það er eina ástæðan fyrir því að ég er frá,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Hann segir að það sé í lagi með augað þrátt fyrir höggið þunga. „Ég er með glóðarauga og nokkrar sprungnar æðar. Ég er búinn að fara til augnlæknis og láta mynda öll beinin í kring og það er ekkert brotið eða að auganu,“ sagði skyttan skotfasta. Teitur í leik Flensburg gegn Val í Evrópudeildinni á síðasta tímabili.vísir/vilhelm Teitur missti af leikjunum gegn Balingen í þýsku úrvalsdeildinni um helgina og gegn Lovcen-Cetinje í Svartfjallalandi í Evrópudeildinni í gær. Ef hann fær að ráða snýr hann aftur á völlinn gegn Eisenach um helgina. „Mig langar að ná leiknum á laugardaginn og stefni á það. En ég verð að fylgja heilsunni og því sem læknarnir segja. Svona höfuðvandamál geta verið snúnari en maður gerir sér grein fyrir. Mér líður vel og hef ekki fundið nein einkenni síðustu tvo daga. En maður þarf að fara mjög varlega og ég er undir stöðugu eftirliti lækna og lyftingaþjálfara, að fara rólega af stað og fylgja því sem hausinn á mér segir.“ Sem fyrr sagði hafði Teitur verið heitur og skorað grimmt áður en hann meiddist gegn Kadetten. Það er svo sem aldrei góður tími til að meiðast en tíminn núna var sérstaklega slæmur fyrir Selfyssinginn knáa. „Ég var farinn að finna mig mjög vel og loksins farinn að fá spiltíma. Það er alltaf enn meira svekkjandi að detta út þegar manni hafði gengið svona vel og var að hjálpa liðinu,“ sagði Teitur sem kom til Flensburg frá Kristianstad fyrir tveimur árum.
Þýski handboltinn Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira