Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kvöldfréttir Stöðvar 2 með Tuma. Tumi. Kvöldfréttir. Kolbeinn Tumi Daðason.

Konur og kvár lögðu niður störf í dag og fjölmenntu á baráttufundi um land allt. Stærsti fundurinn var í miðbænum og talið er að allt að hundrað þúsund hafi komið saman á Arnarhóli.

Við förum ítarlega yfir verkfallsdaginn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sjáum myndir, ræðum við þau sem létu í sér heyra í dag og verðum í beinni úr miðbænum með skipuleggjendum og lögreglu.

Kona á níræðisaldri sem Hamas-liðar slepptu úr haldi í nótt segist hafa gengið í gegnum hreint helvíti. Hún var vistuð í gangnakerfi samtakanna í sautján daga. Farið verður yfir stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs í kvöldfréttum.

Þá kynnir Kristján Már sér forvitnilega kenningu svifflugmanna sem telja líkur á því að nasistar hafi nýtt þýskan svifflugleiðangur til Íslands skömmu fyrir stríð til að undirbúa mögulega innrás. Breski herinn taldi hættuna það mikla að hann gerði Sandskeið ónothæft sem flugvallarstæði með því að þekja það sprengigígum.

Og í Íslandi í dag kíkir Magnús Hlynur í Netparta í Árborgí heimsókn til Aðalheiðar Jakobsen í Netpörtum en þar eru bílar rifnir í sundur í varahluti og þeim fargað í kjölfarið.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×