Jokic og meistararnir byrja nýtt tímabil eins og ekkert hafi breyst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2023 07:31 Nikola Jokic var frábær í fyrsta leik sem ríkjandi NBA meistari þar sem Denver liðið vann Los Sngeles Lakers. APDavid Zalubowski Það virðist lítið hafa breyst frá því að síðasta NBA tímabili lauk. Nikola Jokic bauð upp á þrennu og Denver Nuggets vann Los Angeles Lakers í fyrsta leik í nótt Denver varð NBA meistari í fyrsta sinn í sumar og hélt upp á titilinn með því að vinna sannfærandi tólf stiga sigur á Los Angeles Lakers, 119-107, í opnunarleik tímabilsins. Jokic var með 29 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum og Jamal Murray bætti við 21 stigi. „Mér finnst við stjórna leiknum allan tímann,“ sagði Nikola Jokic eftir leikinn. Nikola Jokic dropped a trademark triple-double to open the Nuggets title defense 29 PTS \ 13 REB \ 11 AST \ W#KiaTipOff23 pic.twitter.com/WPjvXFRqtE— NBA (@NBA) October 25, 2023 Denver náði snemma átján stiga forystu í leiknum en liðið var 34-20 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Lakers náði muninum niður í níu stig fyrir hálfleik og náði síðan 13-0 spretti í kringum leikhlutaskipti þriðja og fjórða. Með því fór munurinn niður í þrjú stig, 87-84, áður en Denver gaf aftur í og landaði sigrinum. LeBron James var atkvæðamestur hjá Lakers með 21 stig en menn sáu það að hann var hvíldur meira en í fyrra og spilaði bara 29 mínútur í leiknum. „Ég vil alltaf vera inn á gólfinu og ekki síst í leik sem þú átt möguleika á því að vinna. En það er ákveðið skipulag í gangi og ég fylgi því,“ sagði LeBron James eftir leikinn. Hann er elsti leikmaður deildarinnar enda orðinn 38 ára gamall. Taurean Prince skoraði 18 stig í fyrsta leiknum með Lakers og Anthony Davis var með 17 stig. CP3 put up 14 PTS, 6 REB, and 9 AST in his Warriors debut tonight #KiaTipOff23 pic.twitter.com/H5pBQTZhCT— NBA (@NBA) October 25, 2023 Devin Booker og Kevin Durant fóru yfir 108-104 sigri Phoenix Suns á Golden State Warriors í hinum leik næturinnar. Booker var með 32 stig og 8 stoðsendingar en Durant var með 18 stig og 11 fráköst. Josh Okogie bætti við 17 stigum og nýi miðherjinn Jusuf Nurkic var með 14 stig og 14 fráköst. Stephen Curry skoraði 32 stig fyrir Golden State, Klay Thompson var með 15 stig og Chris Paul bauð upp á 14 stig og 9 stoðsendingar í fyrsta leiknum með liðinu. Devin Booker was red hot in the Suns season-opening road win 32 PTS \ 6 REB \ 8 AST#KiaTipOff23 pic.twitter.com/6s9p2nm7bI— NBA (@NBA) October 25, 2023 NBA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Denver varð NBA meistari í fyrsta sinn í sumar og hélt upp á titilinn með því að vinna sannfærandi tólf stiga sigur á Los Angeles Lakers, 119-107, í opnunarleik tímabilsins. Jokic var með 29 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum og Jamal Murray bætti við 21 stigi. „Mér finnst við stjórna leiknum allan tímann,“ sagði Nikola Jokic eftir leikinn. Nikola Jokic dropped a trademark triple-double to open the Nuggets title defense 29 PTS \ 13 REB \ 11 AST \ W#KiaTipOff23 pic.twitter.com/WPjvXFRqtE— NBA (@NBA) October 25, 2023 Denver náði snemma átján stiga forystu í leiknum en liðið var 34-20 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Lakers náði muninum niður í níu stig fyrir hálfleik og náði síðan 13-0 spretti í kringum leikhlutaskipti þriðja og fjórða. Með því fór munurinn niður í þrjú stig, 87-84, áður en Denver gaf aftur í og landaði sigrinum. LeBron James var atkvæðamestur hjá Lakers með 21 stig en menn sáu það að hann var hvíldur meira en í fyrra og spilaði bara 29 mínútur í leiknum. „Ég vil alltaf vera inn á gólfinu og ekki síst í leik sem þú átt möguleika á því að vinna. En það er ákveðið skipulag í gangi og ég fylgi því,“ sagði LeBron James eftir leikinn. Hann er elsti leikmaður deildarinnar enda orðinn 38 ára gamall. Taurean Prince skoraði 18 stig í fyrsta leiknum með Lakers og Anthony Davis var með 17 stig. CP3 put up 14 PTS, 6 REB, and 9 AST in his Warriors debut tonight #KiaTipOff23 pic.twitter.com/H5pBQTZhCT— NBA (@NBA) October 25, 2023 Devin Booker og Kevin Durant fóru yfir 108-104 sigri Phoenix Suns á Golden State Warriors í hinum leik næturinnar. Booker var með 32 stig og 8 stoðsendingar en Durant var með 18 stig og 11 fráköst. Josh Okogie bætti við 17 stigum og nýi miðherjinn Jusuf Nurkic var með 14 stig og 14 fráköst. Stephen Curry skoraði 32 stig fyrir Golden State, Klay Thompson var með 15 stig og Chris Paul bauð upp á 14 stig og 9 stoðsendingar í fyrsta leiknum með liðinu. Devin Booker was red hot in the Suns season-opening road win 32 PTS \ 6 REB \ 8 AST#KiaTipOff23 pic.twitter.com/6s9p2nm7bI— NBA (@NBA) October 25, 2023
NBA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira