Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. október 2023 07:05 Þúsundir Palestínumanna eru látnir eftir hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna síðustu daga og vikur. Ísraelsmenn telja sig hins vegar í fullum rétti að hefna fyrir hroðaverk Hamas-liða. AP/Abed Khaled Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóri UNRWA, varaði við því á sunnudag að eldsneyti yrði brátt á þrotum og án þess yrði ekkert vatn, engin heilbrigðisþjónusta og engin matvælaframleiðsla á borð við brauðbakstur. Ísraelsher hefur brugðist við yfirlýsingunum með því að birta myndir af því sem þeir segja eldsneytistanka með meira en 500.000 lítra af olíu, á Gasa. „Spyrjið Hamas hvort þið megið ekki fá eitthvað af henni,“ sagði með myndinni. We know for sure that there's plenty of fuel in Gaza. Hamas has stored fuel in advance, and is stealing fuel from both civilians and the @UN, to power its war machine against Israel. When will the world hold Hamas accountable for its crimes against humanity and against the pic.twitter.com/qT3vteG6bg— Ambassador Gilad Erdan (@giladerdan1) October 24, 2023 António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði í gær eftir tafarlausu vopnahléi til að binda enda á stórkostlegar þjáningar íbúar Gasa. Guterres sagði umsátur Ísraelsmanna um svæðið og stöðugar loftárásir jafngilda hóprefsingu gegn Palestínumönnum og brot gegn alþjóðalögum. Guterres sagði að árásir Hamas á almenna borgara í Ísrael þann 7. október síðastliðinn hafa verið hörmulegar en þær hefðu ekki átt sér stað í tómarúmi. Palestínumenn hefðu mátt sæta 56 ára „kæfandi hersetu“. Gilad Erdan, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðarinnar, kallaði tafarlaust eftir afsögn Guterres og sagði hann veruleikafirrtan. Ummæli hans væru ekkert annað en réttlæting á morðum og hryðjuverkum. „Það er dapurlegt að einstaklingur með þessa afstöðu sé leiðtogi samtaka sem voru stofnuð í kjölfar helfararinnar,“ sagði Erdan. Eli Cohen, utanríkisráðherra Ísrael, afboðaði fyrirhugaðan fund með Guterres í kjölfar ummæla síðarnefnda. The shocking speech by the @UN Secretary-General at the Security Council meeting, while rockets are being fired at all of Israel, proved conclusively, beyond any doubt, that the Secretary-General is completely disconnected from the reality in our region and that he views the — Ambassador Gilad Erdan (@giladerdan1) October 24, 2023 Mai al-Kaila, heilbrigðisráðherra Palestínu, segir þrjú sjúkrahús á Gasa nú óstarfhæf vegna eldsneytisskorts. Hún hefur kallað eftir því að heimilað verði að flytja særða og alvarlega veika á sjúkrahús í Egyptalandi. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði í gær að eldsneytisflutningar yrðu ekki leyfðir yfir landamærin að Egyptalandi þar sem því yrði stolið af Hamas. Hamas-samtökin hefðu rænt eldsneyti frá UNRWA sem þau gætu látið sjúkrahúsin fá. Yfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, sögðu yfir 700 manns hafa látist í loftárásum Ísraelsmanna í gær. Luke Baker, fyrrverandi fréttaritari Reuters í Jerúsalem, hefur þó varað við því að menn taki tölur frá Hamas trúanlegar og hefur bent á að engin leið sé til að staðfesta þær. Death tolls, a It seems obvious that any self-respecting news organisation would make clear that Gaza's health ministry is run by Hamas. Hamas has a clear propaganda incentive to inflate civilian casualties as much as possible. I'm not denying there are civilians being killed— Luke Baker (@BakerLuke) October 24, 2023 Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóri UNRWA, varaði við því á sunnudag að eldsneyti yrði brátt á þrotum og án þess yrði ekkert vatn, engin heilbrigðisþjónusta og engin matvælaframleiðsla á borð við brauðbakstur. Ísraelsher hefur brugðist við yfirlýsingunum með því að birta myndir af því sem þeir segja eldsneytistanka með meira en 500.000 lítra af olíu, á Gasa. „Spyrjið Hamas hvort þið megið ekki fá eitthvað af henni,“ sagði með myndinni. We know for sure that there's plenty of fuel in Gaza. Hamas has stored fuel in advance, and is stealing fuel from both civilians and the @UN, to power its war machine against Israel. When will the world hold Hamas accountable for its crimes against humanity and against the pic.twitter.com/qT3vteG6bg— Ambassador Gilad Erdan (@giladerdan1) October 24, 2023 António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði í gær eftir tafarlausu vopnahléi til að binda enda á stórkostlegar þjáningar íbúar Gasa. Guterres sagði umsátur Ísraelsmanna um svæðið og stöðugar loftárásir jafngilda hóprefsingu gegn Palestínumönnum og brot gegn alþjóðalögum. Guterres sagði að árásir Hamas á almenna borgara í Ísrael þann 7. október síðastliðinn hafa verið hörmulegar en þær hefðu ekki átt sér stað í tómarúmi. Palestínumenn hefðu mátt sæta 56 ára „kæfandi hersetu“. Gilad Erdan, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðarinnar, kallaði tafarlaust eftir afsögn Guterres og sagði hann veruleikafirrtan. Ummæli hans væru ekkert annað en réttlæting á morðum og hryðjuverkum. „Það er dapurlegt að einstaklingur með þessa afstöðu sé leiðtogi samtaka sem voru stofnuð í kjölfar helfararinnar,“ sagði Erdan. Eli Cohen, utanríkisráðherra Ísrael, afboðaði fyrirhugaðan fund með Guterres í kjölfar ummæla síðarnefnda. The shocking speech by the @UN Secretary-General at the Security Council meeting, while rockets are being fired at all of Israel, proved conclusively, beyond any doubt, that the Secretary-General is completely disconnected from the reality in our region and that he views the — Ambassador Gilad Erdan (@giladerdan1) October 24, 2023 Mai al-Kaila, heilbrigðisráðherra Palestínu, segir þrjú sjúkrahús á Gasa nú óstarfhæf vegna eldsneytisskorts. Hún hefur kallað eftir því að heimilað verði að flytja særða og alvarlega veika á sjúkrahús í Egyptalandi. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði í gær að eldsneytisflutningar yrðu ekki leyfðir yfir landamærin að Egyptalandi þar sem því yrði stolið af Hamas. Hamas-samtökin hefðu rænt eldsneyti frá UNRWA sem þau gætu látið sjúkrahúsin fá. Yfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, sögðu yfir 700 manns hafa látist í loftárásum Ísraelsmanna í gær. Luke Baker, fyrrverandi fréttaritari Reuters í Jerúsalem, hefur þó varað við því að menn taki tölur frá Hamas trúanlegar og hefur bent á að engin leið sé til að staðfesta þær. Death tolls, a It seems obvious that any self-respecting news organisation would make clear that Gaza's health ministry is run by Hamas. Hamas has a clear propaganda incentive to inflate civilian casualties as much as possible. I'm not denying there are civilians being killed— Luke Baker (@BakerLuke) October 24, 2023
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira