Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf. 
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.  Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðskjálftahrinuna á Reykjanesi. 

Tveir skjálftar yfir þremur hafa riðið yfir í morgun og alls eru skjálftarnir í þessari nýjustu hrinu orðnir um þúsund. Við spyrjum sérfræðinga út í þróunina. 

Þá fjöllum við áfram um ástandið á Gasa en nú er eldsneytisskortur á svæðinu orðinn slíkur að Sameinuðu þjóðirnar sjá fram á að starfsemi þeirra á Gasa lamist í kvöld. 

Einnig heyrum við í forsætisráðherra um kvennaverkfallið sem haldið var í gær en hún segist vonast til að sú athygli sem viðburðurinn vakti hafi jákvæð áhrif um heim allan. 

Og í íþróttapakkanum fylgjumst við með blaðamannafundi sem knattspyrnudeild Fram hefur boðað til í hádeginu en heimildir Vísis herma að þar verði Rúnar Kristinsson kynntur til leiks sem þjálfari liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×