Styttum skuldahala stúdenta Gísli Rafn Ólafsson og Lenya Rún Taha Karim skrifa 25. október 2023 13:31 Slagorð eins og „mennt er máttur“ og „fjárfestum í framtíðinni“ heyrast oft þegar talað er um mikilvægi þess að ungt fólk mennti sig. Mikilvægið og þessi fögru slagorð virðast hins vegar auðveldlega gleymast þegar kemur að því að gera hinum almenna námsmanni kleift að stunda nám. Embætti umboðsmanns skuldara miðar við að lágmarksframfærsla einstaklings á mánuði, án húsaleigu sé 214.815 krónur á mánuði. Til samanburðar gerir Menntasjóður ráð fyrir að námsmenn geti lifað á aðeins 137.100 krónum á mánuði. Ekki batnar það þegar húsnæðisliðurinn er tekinn inn. Miðað við fullt nám þá fær námsmaður í leiguhúsnæði 97.853 krónur aukalega á mánuði í húsnæðislán. Það dugar hins vegar engan vegin fyrir húsnæðiskostnaði, jafnvel þegar þú ert eitt af þeim heppnu sem fá inni á Stúdentagarða, sem íbúðir kosta 115-141 þúsund á mánuði í einstaklingsherbergjum. Hvað þá ef viðkomandi nemandi þarf að leita á hinn almenna leigumarkað. Kerfið gengur ekki upp Þetta þýðir það að flestir nemendur þurfa að vinna með námi. Mikilvægt er að átta sig á því að allar tölur hér að ofan miðast við 9 mánuði á ári og því reiknað með að nemendur vinni á sumrin. Ef þau vinna á kassa í Bónus, þá eru meðallaun þeirra um 567 þúsund á mánuði skv. Kjarakönnun VR frá því í febrúar 2023. Slík laun, í þrjá mánuði, eru hins vegar 79.000 krónum hærra en það frítekjumark sem Menntasjóður skilgreinir sem viðmið fyrir þetta ár. Það þýðir að 45% af þessum 79.000 krónum eða 3.950 krónur dragast frá framfærsluláninu á hverjum mánuði hina níu mánuðina. Það þýðir einnig að 45% af öllum tekjum sem nemendur afla sér á veturna leiða af sér jafnháa upphæð í frádrátt af framfærsluláninu. Gefum okkur að nemandi vinni 50% á kassa með náminu yfir veturinn og fái þar með 283.500 í laun fyrir skatta á mánuði. Þar með skerðist framfærslulánið um 131.524 krónur á mánuði sem þýðir að nemandi situr eftir með framfærslulán upp á 18.382 krónur á mánuði. Það er því öllum ljóst að þetta kerfi gengur aldrei upp til þess að nemendur geti einbeitt sér að námi eða lifað mannsæmandi lífi. Sem betur fer er í augnablikinu lítið atvinnuleysi á Íslandi og því atvinnutækifæri námsmanna mikil, en ef slíkt breytist þá ávinna í dag nemendur sér ekki rétt til atvinnuleysisbóta, þrátt fyrir að þeir borgi í atvinnuleysistryggingasjóð. Skammsýn viðhorf Jafnt og þétt þurfum við síðan að auka hlutfall styrkja í kerfinu og draga úr því að fólk sitji uppi með lán sem borga þarf af í áratugi. Einhver skynsamlegasta fjárfesting sem stjórnvöld geta ráðist í er að stytta skuldahalann sem stúdentar taka með sér út í lífið að námi loknum. Það væri alvöru fjárfesting í fólki og framtíðinni. Við þurfum að gera stúdentum kleift að koma undir sig fótunum, kaupa sína fyrstu íbúð eða fara erlendis í frekara nám, þrátt fyrir að hafa tekið þá skynsömu ákvörðun að fara í háskóla eða annað framhaldsnám. Þetta viðhorf að stúdentar þurfi að þjást með námi, að stúdentar þurfi að vinna fullt starf á sumrin þannig að þau geti sloppið með að vinna bara smávegis með fullu námi á veturna, er skammsýnt viðhorf. Stúdentar eiga að hafa svigrúmið til að geta einbeitt sér að náminu og taka þátt í háskólasamfélaginu. Háskólanám er nefnilega ekki bara bókalestur og verkefnaskil. Það er samfélag sem á sér fáa líka. Að verja tíma með fólki með mismunandi áhugasvið, úr mismunandi deildum háskólanna og kasta á milli sín hugmyndum er ávísun á frjóa hugsun og nýsköpun - sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa sprottið upp úr. Það eru því ekki bara stúdentar sem fara á mis við margt ef þeir geta ekki tekið þátt í háskólasamfélaginu, heldur Ísland allt. Tímarnir hafa breyst, aðstæður hafa breyst, námskráin hefur breyst og framtíðin krefst breytinga. Menntasjóðskerfið þarf að breytast með. Höfundar eru þingmaður og varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Lenya Rún Taha Karim Píratar Hagsmunir stúdenta Námslán Alþingi Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Slagorð eins og „mennt er máttur“ og „fjárfestum í framtíðinni“ heyrast oft þegar talað er um mikilvægi þess að ungt fólk mennti sig. Mikilvægið og þessi fögru slagorð virðast hins vegar auðveldlega gleymast þegar kemur að því að gera hinum almenna námsmanni kleift að stunda nám. Embætti umboðsmanns skuldara miðar við að lágmarksframfærsla einstaklings á mánuði, án húsaleigu sé 214.815 krónur á mánuði. Til samanburðar gerir Menntasjóður ráð fyrir að námsmenn geti lifað á aðeins 137.100 krónum á mánuði. Ekki batnar það þegar húsnæðisliðurinn er tekinn inn. Miðað við fullt nám þá fær námsmaður í leiguhúsnæði 97.853 krónur aukalega á mánuði í húsnæðislán. Það dugar hins vegar engan vegin fyrir húsnæðiskostnaði, jafnvel þegar þú ert eitt af þeim heppnu sem fá inni á Stúdentagarða, sem íbúðir kosta 115-141 þúsund á mánuði í einstaklingsherbergjum. Hvað þá ef viðkomandi nemandi þarf að leita á hinn almenna leigumarkað. Kerfið gengur ekki upp Þetta þýðir það að flestir nemendur þurfa að vinna með námi. Mikilvægt er að átta sig á því að allar tölur hér að ofan miðast við 9 mánuði á ári og því reiknað með að nemendur vinni á sumrin. Ef þau vinna á kassa í Bónus, þá eru meðallaun þeirra um 567 þúsund á mánuði skv. Kjarakönnun VR frá því í febrúar 2023. Slík laun, í þrjá mánuði, eru hins vegar 79.000 krónum hærra en það frítekjumark sem Menntasjóður skilgreinir sem viðmið fyrir þetta ár. Það þýðir að 45% af þessum 79.000 krónum eða 3.950 krónur dragast frá framfærsluláninu á hverjum mánuði hina níu mánuðina. Það þýðir einnig að 45% af öllum tekjum sem nemendur afla sér á veturna leiða af sér jafnháa upphæð í frádrátt af framfærsluláninu. Gefum okkur að nemandi vinni 50% á kassa með náminu yfir veturinn og fái þar með 283.500 í laun fyrir skatta á mánuði. Þar með skerðist framfærslulánið um 131.524 krónur á mánuði sem þýðir að nemandi situr eftir með framfærslulán upp á 18.382 krónur á mánuði. Það er því öllum ljóst að þetta kerfi gengur aldrei upp til þess að nemendur geti einbeitt sér að námi eða lifað mannsæmandi lífi. Sem betur fer er í augnablikinu lítið atvinnuleysi á Íslandi og því atvinnutækifæri námsmanna mikil, en ef slíkt breytist þá ávinna í dag nemendur sér ekki rétt til atvinnuleysisbóta, þrátt fyrir að þeir borgi í atvinnuleysistryggingasjóð. Skammsýn viðhorf Jafnt og þétt þurfum við síðan að auka hlutfall styrkja í kerfinu og draga úr því að fólk sitji uppi með lán sem borga þarf af í áratugi. Einhver skynsamlegasta fjárfesting sem stjórnvöld geta ráðist í er að stytta skuldahalann sem stúdentar taka með sér út í lífið að námi loknum. Það væri alvöru fjárfesting í fólki og framtíðinni. Við þurfum að gera stúdentum kleift að koma undir sig fótunum, kaupa sína fyrstu íbúð eða fara erlendis í frekara nám, þrátt fyrir að hafa tekið þá skynsömu ákvörðun að fara í háskóla eða annað framhaldsnám. Þetta viðhorf að stúdentar þurfi að þjást með námi, að stúdentar þurfi að vinna fullt starf á sumrin þannig að þau geti sloppið með að vinna bara smávegis með fullu námi á veturna, er skammsýnt viðhorf. Stúdentar eiga að hafa svigrúmið til að geta einbeitt sér að náminu og taka þátt í háskólasamfélaginu. Háskólanám er nefnilega ekki bara bókalestur og verkefnaskil. Það er samfélag sem á sér fáa líka. Að verja tíma með fólki með mismunandi áhugasvið, úr mismunandi deildum háskólanna og kasta á milli sín hugmyndum er ávísun á frjóa hugsun og nýsköpun - sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa sprottið upp úr. Það eru því ekki bara stúdentar sem fara á mis við margt ef þeir geta ekki tekið þátt í háskólasamfélaginu, heldur Ísland allt. Tímarnir hafa breyst, aðstæður hafa breyst, námskráin hefur breyst og framtíðin krefst breytinga. Menntasjóðskerfið þarf að breytast með. Höfundar eru þingmaður og varaþingmaður Pírata.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun