Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2023 22:22 Borðaklippingunni fagnað í Þorskafirði í dag. KMU Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá því þegar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri opnuðu nýju Þorskafjarðarbrúna með því að klippa á borða við mikinn fögnuð viðstaddra. Það voru hins vegar mæðgur úr Gufudal sem fyrstar fóru yfir og það á hestbaki, þær Jóhanna Ösp Einarsdóttir og dætur hennar tvær, Ásborg og Yrsa Dís Styrmisdætur. Mæðgurnar úr Gufudal riðu fyrstar yfir brúna eftir að búið var að klippa á borðann.Einar Árnason En hvað var Sigurði Inga efst í huga á þessum degi? „Að sjá framfarirnar raungerast, áhuga fólksins og gleðina sem skín hér úr hverju auga. Það er auðvitað bara.. – samgöngur skipta svo miklu máli fyrir fólkið í landinu,“ sagði ráðherrann. „Þetta var bara gleðidagur. Ég var víst með einhverjar yfirlýsingar við einhvern fréttamann hérna í vor og sagðist ætla að ríða þarna yfir. Maður verður að standa við það sem maður segir,“ sagði Jóhanna Ösp, sem auk þess að vera varaoddviti Reykhólahrepps er jafnframt formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Jóhanna Ösp Einarsdóttir úr Gufudal í viðtali framan við Hótel Bjarkalund þar sem boðið var upp á kaffi og kræsingar ásamt tónlist og ræðuhöldum.Einar Árnason „Þetta þýðir sjö klukkutímar á viku sem fjölskyldumeðlimir í minni fjölskyldu eru minna í bíl,“ nefndi Jóhanna sem dæmi um áhrif brúarinnar á nærsamfélagið. „Þetta er afrek. Þetta er fallegt mannvirki og vel gert og tekur tillit til allra umhverfissjónarmiða. Þannig að ég held að þetta sé bara eitt af því sem við getum verið gríðarlega stolt af,“ sagði Sigurður Ingi en Suðurverk var aðalverktaki. Þetta 2,2 milljarða króna mannvirki er fyrsta stórvirkið sem lokið er við eftir að deilu um Teigsskóg lauk, deilu sem hélt vegagerð á svæðinu í herkví í tvo áratugi. „Ég prófaði að fara þar í gegnum fyrr í dag og ég veit að það munu allir verða stoltir af þeirri framkvæmd og glaðir að fara þar í gegn,“ sagði ráðherrann. Brúin sjálf er 260 metra löng en vegfyllingar 2,7 kílómetra langar.Einar Árnason Áætla má að hátt í tvöhundruð manns hafi mætt í brúarvígsluna, margir langt að komnir. Sjá mátti íbúa bæði af sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum og sumir óku sérstaklega úr Reykjavík. Og ökumenn flautuðu af gleði þegar þeir fengu að aka yfir. „Þetta er einstakur dagur. Þetta er alveg yndislegt að fá að upplifa þetta að það sé búið að opna Þorskafjarðarbrú og að þetta verkefni sé bara hreinlega komið á laggirnar,“ sagði Ingibjörg Birna sveitarstjóri. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps,Einar Árnason „Náttúrlega hefur þetta mikla þýðingu gagnvart íbúum okkar. Við höfum sagt það áður; að koma fólkinu og börnunum niður af fjallvegunum - Þorskafjarðarbrú er bara hluti af því verki – en við erum að sjá fram á að þetta er að klárast. Þetta er að verða að veruleika,“ sagði sveitarstjóri Reykhólahrepps. En það er ekki allt eins og að var stefnt. Ríkisstjórnin hafði áður lofað því að ljúka vegagerð um Gufudalssveit árið 2024, það er á næsta ári, og það mun ekki nást. Eftir er að brúa Djúpafjörð og Gufufjörð. En hvenær lýkur þá verkinu? Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í viðtali á Þorskafjarðarbrúnni í dag.Einar Árnason „Á næsta ári verða þrjár brýr boðnar út og það mun taka að hámarki þrjú til fjögur ár að klára allt saman. Þannig að í síðasta lagi verður allt búið ´27. Vonandi ´26,“ svaraði innviðaráðherra. „En það fer auðvitað eftir því hversu hratt og vel gengur. Hér erum við að sjá framkvæmdir sem hafa klárast átta mánuðum á undan áætlun. Þannig að, já, ég lít mjög björtum augum á það sem eftir er og að það klárist hratt og vel,“ sagði Sigurður Ingi. Stöð 2 fjallaði fyrr í mánuðinum um þá samgöngubyltingu sem er að verða á Vestfjörðum: Reykhólahreppur Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Teigsskógur Byggðamál Tengdar fréttir Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. 12. september 2023 23:27 Vill á hrossi yfir Þorskafjörð áður en hún ekur yfir brúna Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina. 1. mars 2023 22:11 Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá því þegar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri opnuðu nýju Þorskafjarðarbrúna með því að klippa á borða við mikinn fögnuð viðstaddra. Það voru hins vegar mæðgur úr Gufudal sem fyrstar fóru yfir og það á hestbaki, þær Jóhanna Ösp Einarsdóttir og dætur hennar tvær, Ásborg og Yrsa Dís Styrmisdætur. Mæðgurnar úr Gufudal riðu fyrstar yfir brúna eftir að búið var að klippa á borðann.Einar Árnason En hvað var Sigurði Inga efst í huga á þessum degi? „Að sjá framfarirnar raungerast, áhuga fólksins og gleðina sem skín hér úr hverju auga. Það er auðvitað bara.. – samgöngur skipta svo miklu máli fyrir fólkið í landinu,“ sagði ráðherrann. „Þetta var bara gleðidagur. Ég var víst með einhverjar yfirlýsingar við einhvern fréttamann hérna í vor og sagðist ætla að ríða þarna yfir. Maður verður að standa við það sem maður segir,“ sagði Jóhanna Ösp, sem auk þess að vera varaoddviti Reykhólahrepps er jafnframt formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Jóhanna Ösp Einarsdóttir úr Gufudal í viðtali framan við Hótel Bjarkalund þar sem boðið var upp á kaffi og kræsingar ásamt tónlist og ræðuhöldum.Einar Árnason „Þetta þýðir sjö klukkutímar á viku sem fjölskyldumeðlimir í minni fjölskyldu eru minna í bíl,“ nefndi Jóhanna sem dæmi um áhrif brúarinnar á nærsamfélagið. „Þetta er afrek. Þetta er fallegt mannvirki og vel gert og tekur tillit til allra umhverfissjónarmiða. Þannig að ég held að þetta sé bara eitt af því sem við getum verið gríðarlega stolt af,“ sagði Sigurður Ingi en Suðurverk var aðalverktaki. Þetta 2,2 milljarða króna mannvirki er fyrsta stórvirkið sem lokið er við eftir að deilu um Teigsskóg lauk, deilu sem hélt vegagerð á svæðinu í herkví í tvo áratugi. „Ég prófaði að fara þar í gegnum fyrr í dag og ég veit að það munu allir verða stoltir af þeirri framkvæmd og glaðir að fara þar í gegn,“ sagði ráðherrann. Brúin sjálf er 260 metra löng en vegfyllingar 2,7 kílómetra langar.Einar Árnason Áætla má að hátt í tvöhundruð manns hafi mætt í brúarvígsluna, margir langt að komnir. Sjá mátti íbúa bæði af sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum og sumir óku sérstaklega úr Reykjavík. Og ökumenn flautuðu af gleði þegar þeir fengu að aka yfir. „Þetta er einstakur dagur. Þetta er alveg yndislegt að fá að upplifa þetta að það sé búið að opna Þorskafjarðarbrú og að þetta verkefni sé bara hreinlega komið á laggirnar,“ sagði Ingibjörg Birna sveitarstjóri. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps,Einar Árnason „Náttúrlega hefur þetta mikla þýðingu gagnvart íbúum okkar. Við höfum sagt það áður; að koma fólkinu og börnunum niður af fjallvegunum - Þorskafjarðarbrú er bara hluti af því verki – en við erum að sjá fram á að þetta er að klárast. Þetta er að verða að veruleika,“ sagði sveitarstjóri Reykhólahrepps. En það er ekki allt eins og að var stefnt. Ríkisstjórnin hafði áður lofað því að ljúka vegagerð um Gufudalssveit árið 2024, það er á næsta ári, og það mun ekki nást. Eftir er að brúa Djúpafjörð og Gufufjörð. En hvenær lýkur þá verkinu? Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í viðtali á Þorskafjarðarbrúnni í dag.Einar Árnason „Á næsta ári verða þrjár brýr boðnar út og það mun taka að hámarki þrjú til fjögur ár að klára allt saman. Þannig að í síðasta lagi verður allt búið ´27. Vonandi ´26,“ svaraði innviðaráðherra. „En það fer auðvitað eftir því hversu hratt og vel gengur. Hér erum við að sjá framkvæmdir sem hafa klárast átta mánuðum á undan áætlun. Þannig að, já, ég lít mjög björtum augum á það sem eftir er og að það klárist hratt og vel,“ sagði Sigurður Ingi. Stöð 2 fjallaði fyrr í mánuðinum um þá samgöngubyltingu sem er að verða á Vestfjörðum:
Reykhólahreppur Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Teigsskógur Byggðamál Tengdar fréttir Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. 12. september 2023 23:27 Vill á hrossi yfir Þorskafjörð áður en hún ekur yfir brúna Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina. 1. mars 2023 22:11 Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. 12. september 2023 23:27
Vill á hrossi yfir Þorskafjörð áður en hún ekur yfir brúna Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina. 1. mars 2023 22:11
Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22
Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10