Íbúum í Lewiston og nærliggjandi bæjum sagt að halda sig inni við Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2023 12:32 Miðlum ber ekki saman um fjölda látinna en allt að 22 eru sagðir látnir og 50 til 60 særðir. Getty/Anadolu/Fatih Aktas Hundruð lögreglumanna leita nú Robert Card, 40 ára, sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti sextán að bana í tveimur skotárásum í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Fjöldi látinna og særðra er eitthvað á reiki en New York Times segist hafa heimildir fyrir því að sjö séu látnir hið minnsta en Washington Post og fleiri miðlar segja sextán. Þá er haft eftir löggæsluyfirvöldum að líklega muni talan hækka en tugir virðast hafa særst. Samkvæmt lögreglunni í Lewiston, þar sem íbúar eru um 38 þúsund talsins, lét árásarmaðurinn til skarar skríða í keilussalnum Just-In-Time Recreation, sem áður hét Sparetime Recreation. Þá var einnig tilkynnt um skotárás á veitingastaðnum Schemengees Bar and Grille, sem er í um sjö kílómetra fjarlægð. Keilumót barna stóð yfir í keilusalnum þegar árásin átti sér stað. The first reports of shootings in Lewiston, Maine, came around 7 p.m. Eastern. At least seven people were killed, and a suspect is still at large, the police said.Here s a timeline of what happened.https://t.co/dPepwRblCP— The New York Times (@nytimes) October 26, 2023 Samkvæmt upplýsingum frá ónafngreindum heimildarmönnum innan lögreglunnar er Card skotvopnakennari og liðsmaður í varaliði bandaríska hersins. Hann virðist hafa glímt við andleg veikindi og lá inni á stofnun í einhverjar vikur í sumar. Card hefur ekki fundist en umfangsmikil leit stendur yfir. Íbúum í Lewiston og í bæunum Lisbon og Bowdoin hefur verið skipað að halda sig inni og þá hefur verið gefið út að fjöldi skóla í ríkinu verði lokaður þar til Card hefur verið handsamaður. Hann er sagður vopnaður og hættulegur og fólk hvatt til þess að halda sig frá honum ef það sér hann. Ef rétt reynist að sextán séu látnir er um að ræða blóðugustu skotárásina í Bandaríkjunum í ár en á þessu ári hafa 34 skotárásir átt sér stað þar sem fórnarlömbin voru fjögur eða fleiri. Það er það viðmið sem Alríkislögreglan og Violence Project nota til að skilgreina fjöldadráp. We are expanding the shelter in place advisory and school closings to include the town of Bowdoin. Please stay inside your homes while more than 100 investigators, both local and federal work to locate Robert Card who is a person of interest in the Lewiston shootings. pic.twitter.com/dqixmXbJAX— Maine State Police (@MEStatePolice) October 26, 2023 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira
Fjöldi látinna og særðra er eitthvað á reiki en New York Times segist hafa heimildir fyrir því að sjö séu látnir hið minnsta en Washington Post og fleiri miðlar segja sextán. Þá er haft eftir löggæsluyfirvöldum að líklega muni talan hækka en tugir virðast hafa særst. Samkvæmt lögreglunni í Lewiston, þar sem íbúar eru um 38 þúsund talsins, lét árásarmaðurinn til skarar skríða í keilussalnum Just-In-Time Recreation, sem áður hét Sparetime Recreation. Þá var einnig tilkynnt um skotárás á veitingastaðnum Schemengees Bar and Grille, sem er í um sjö kílómetra fjarlægð. Keilumót barna stóð yfir í keilusalnum þegar árásin átti sér stað. The first reports of shootings in Lewiston, Maine, came around 7 p.m. Eastern. At least seven people were killed, and a suspect is still at large, the police said.Here s a timeline of what happened.https://t.co/dPepwRblCP— The New York Times (@nytimes) October 26, 2023 Samkvæmt upplýsingum frá ónafngreindum heimildarmönnum innan lögreglunnar er Card skotvopnakennari og liðsmaður í varaliði bandaríska hersins. Hann virðist hafa glímt við andleg veikindi og lá inni á stofnun í einhverjar vikur í sumar. Card hefur ekki fundist en umfangsmikil leit stendur yfir. Íbúum í Lewiston og í bæunum Lisbon og Bowdoin hefur verið skipað að halda sig inni og þá hefur verið gefið út að fjöldi skóla í ríkinu verði lokaður þar til Card hefur verið handsamaður. Hann er sagður vopnaður og hættulegur og fólk hvatt til þess að halda sig frá honum ef það sér hann. Ef rétt reynist að sextán séu látnir er um að ræða blóðugustu skotárásina í Bandaríkjunum í ár en á þessu ári hafa 34 skotárásir átt sér stað þar sem fórnarlömbin voru fjögur eða fleiri. Það er það viðmið sem Alríkislögreglan og Violence Project nota til að skilgreina fjöldadráp. We are expanding the shelter in place advisory and school closings to include the town of Bowdoin. Please stay inside your homes while more than 100 investigators, both local and federal work to locate Robert Card who is a person of interest in the Lewiston shootings. pic.twitter.com/dqixmXbJAX— Maine State Police (@MEStatePolice) October 26, 2023
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent