Ein stærsta millifærsla í áratugi á sér stað úr vasa sparifjáreigenda til skuldara

Ein stærsta millifærsla í áratugi hefur nú átt sér stað úr vasa sparifjáreigenda til skuldara í gegnum neikvæða raunvexti. Verulega miklar fjárhæðir hafa verið færðir til. Það gengur ekki til lengdar að sparifjáreigendur standi undir þessu. Verðbólguskellurinn hefur því ekki fallið á heimilin í sama mæli og ef þau væru flest með verðtryggð lán, sagði seðlabankastjóri.