Umfjöllun og viðtöl: Álftanes - Njarðvík 90-79 | Nýliðarnir stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkinga Dagur Lárusson skrifar 26. október 2023 21:08 Vísir/Hulda Margrét Álftanes varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta er liðið vann góðan ellefu stiga sigur, 90-79. Það var jafnræði með liðunum í byrjun leiks en þó virtist það alltaf vera Álftanes sem náði forystunni áður en Njarðvík jafnaði. Douglas Wilson fór mikinn í liði Álftanes og skoraði hvert stigið á fætur öðru í byrjun leiks og náðu leikmenn Njarðvíkur rétt svo að halda í við hann. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 20-20. Annar leikhluti byrjaði eins og sá fyrsti endaði, þ.e.a.s Álftanes komst yfir áður en Njarðvík jafnaði en eftir því sem leið á leikhlutann náði Álftanes alltaf stærra og stærra forskoti. Stærsti munurinn á liðunum var í stöðunni 46-33 en gestirnir náðu þó aðeins að laga stöðuna áður en leikhlutinn var úti og var staðan 48-37 í hálfleik. Besti kafli gestanna kom síðan í þriðja leikhluta en þá náðu þeir að koma forystu Álftane niður í tvö stig á aðeins fjórum mínútum en þá tók Kjartan Atli leikhlé. Leikhléið skilaði sínu þar sem leikmenn Álftanes tóku aftur frumkvæðið og forystan jókst á ný. Í fjórða leikhluta komust gestirnir aldrei nær en að minnka forystuna í fjögur stig en að lokum vann Álfanes með ellefu stigum, 90-79. Douglas Wilson var stigahæstur á vellinum með 35 stig. Afhverju vann Álftanes? Leikmenn Álftanes sýndu mikinn vilja, styrk og karakter allan leikinn. Njarðvík átti mjög góð áhlaup en heimaliðið stóðst öll þau áhlaup og áttu því sigurinn skilið. Hverjir stóðu upp úr? Það fer ekkert á milli mála að Douglas Wilson var maður leiksins, setti 35 stig og var nánast óstöðvandi. Hvað gekk illa? Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði í viðtali eftir leik að sitt lið hafi ekki mætt til leiks í fyrri hálfleikinn. Það er kannski full sterkt til orða tekið en það er þó satt að Álftanes var sterkari aðilinn. Hvað gerist næst? Næsti leikur beggja liða er á fimmtudaginn eftir viku, Álftanes mætir Þór Þorlákshöfn í Þorlákshöfn á meðan Njarðvík tekur á móti Grindavík. Benedikt Guðmundsson: Mögulega þreyta og spennufall eftir leikinn gegn Keflavík Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.Vísir/Hulda Margrét „Ég er mjög svekktur að hafa tapað, sérstaklega þar sem þetta er annar tapleikurinn í röð,“ byrjaði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, að segja eftir leik. „Annað tapið hjá okkur á aðeins nokkrum dögum og þetta er ekki góð tilfinning. En ég er sérstaklega svekktur með fyrri hálfleikinn hjá okkur, mér fannst þetta vera rosalega flatt hjá okkur þá,“ hélt Benedikt áfram að segja. „En síðan var þetta allt annað í seinni hálfleikinum, þá sá ég baráttu og sá að menna nenntu að gera þetta þó svo að allt hafi kannski ekki endilega tekist. Menn voru að reyna að spila eins og við viljum spila.“ Benedikt var spurður út í frammistöðuna í þriðja leikhluta en það var besti kaflinn hjá liðinu í leiknum. „Eins og ég segi, við vorum bara svo flatir í fyrri hálfleik og vorum bara lélegir. En það munar síðan auðvitað um Milka sem spilaði nánast ekkert í fyrri hálfleiknum, með hann inn á í seinni hálfleiknum þá fengum við eðlilegri sóknir.“ „Við megum bara ekki koma svona flatir út aftur. Þetta var hugsanlega einhver þreyta og spennufall eftir leikinn gegn Keflavík,“ endaði Benedikt Guðmundsson á að segja. Kjartan Atli Kjartansson: Þetta er rosalega klár hópur Kjartan Atli kallar leiðbeiningar inn á völlinnVísir / Anton Brink „Þetta er sigur á mjög góðu liði, ekkert flóknara en svo,“ byrjaði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftanes, að segja eftir leik. „Þetta var góður leikur, góður sigur og ég er mjög ánægður með liðið í kvöld,“ hélt Kjartan áfram að segja. Kjartan var spurður út í það hvað honum fannst ganga sérstaklega vel hjá sínu liði í kvöld. „Mér fannst við vera að ráðast á þá á skipulagðan hátt og vörnin small enn einu sinnu og því vorum við að gera fína hluti á báðum endum vallarins.“ „Strákarnir finna leiðir, þetta er rosalega klár hópur sem ég er með hérna og þeir fá hindranir á sig hér á gólfinu sem þeir yfirstíga trekk í trekk.“ Kjartan talaði einnig um karakterinn í liðinu. „Við fáum áhlaup á okkur í nánast hverjum einasta leik, eins og gegn Tindastól og gegn nánast öllum liðum en þeir standast það, það sýnir karakter,“ endaði Kjartan Atli Kjartansson að segja eftir leik. Subway-deild karla UMF Álftanes UMF Njarðvík
Álftanes varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta er liðið vann góðan ellefu stiga sigur, 90-79. Það var jafnræði með liðunum í byrjun leiks en þó virtist það alltaf vera Álftanes sem náði forystunni áður en Njarðvík jafnaði. Douglas Wilson fór mikinn í liði Álftanes og skoraði hvert stigið á fætur öðru í byrjun leiks og náðu leikmenn Njarðvíkur rétt svo að halda í við hann. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 20-20. Annar leikhluti byrjaði eins og sá fyrsti endaði, þ.e.a.s Álftanes komst yfir áður en Njarðvík jafnaði en eftir því sem leið á leikhlutann náði Álftanes alltaf stærra og stærra forskoti. Stærsti munurinn á liðunum var í stöðunni 46-33 en gestirnir náðu þó aðeins að laga stöðuna áður en leikhlutinn var úti og var staðan 48-37 í hálfleik. Besti kafli gestanna kom síðan í þriðja leikhluta en þá náðu þeir að koma forystu Álftane niður í tvö stig á aðeins fjórum mínútum en þá tók Kjartan Atli leikhlé. Leikhléið skilaði sínu þar sem leikmenn Álftanes tóku aftur frumkvæðið og forystan jókst á ný. Í fjórða leikhluta komust gestirnir aldrei nær en að minnka forystuna í fjögur stig en að lokum vann Álfanes með ellefu stigum, 90-79. Douglas Wilson var stigahæstur á vellinum með 35 stig. Afhverju vann Álftanes? Leikmenn Álftanes sýndu mikinn vilja, styrk og karakter allan leikinn. Njarðvík átti mjög góð áhlaup en heimaliðið stóðst öll þau áhlaup og áttu því sigurinn skilið. Hverjir stóðu upp úr? Það fer ekkert á milli mála að Douglas Wilson var maður leiksins, setti 35 stig og var nánast óstöðvandi. Hvað gekk illa? Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði í viðtali eftir leik að sitt lið hafi ekki mætt til leiks í fyrri hálfleikinn. Það er kannski full sterkt til orða tekið en það er þó satt að Álftanes var sterkari aðilinn. Hvað gerist næst? Næsti leikur beggja liða er á fimmtudaginn eftir viku, Álftanes mætir Þór Þorlákshöfn í Þorlákshöfn á meðan Njarðvík tekur á móti Grindavík. Benedikt Guðmundsson: Mögulega þreyta og spennufall eftir leikinn gegn Keflavík Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.Vísir/Hulda Margrét „Ég er mjög svekktur að hafa tapað, sérstaklega þar sem þetta er annar tapleikurinn í röð,“ byrjaði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, að segja eftir leik. „Annað tapið hjá okkur á aðeins nokkrum dögum og þetta er ekki góð tilfinning. En ég er sérstaklega svekktur með fyrri hálfleikinn hjá okkur, mér fannst þetta vera rosalega flatt hjá okkur þá,“ hélt Benedikt áfram að segja. „En síðan var þetta allt annað í seinni hálfleikinum, þá sá ég baráttu og sá að menna nenntu að gera þetta þó svo að allt hafi kannski ekki endilega tekist. Menn voru að reyna að spila eins og við viljum spila.“ Benedikt var spurður út í frammistöðuna í þriðja leikhluta en það var besti kaflinn hjá liðinu í leiknum. „Eins og ég segi, við vorum bara svo flatir í fyrri hálfleik og vorum bara lélegir. En það munar síðan auðvitað um Milka sem spilaði nánast ekkert í fyrri hálfleiknum, með hann inn á í seinni hálfleiknum þá fengum við eðlilegri sóknir.“ „Við megum bara ekki koma svona flatir út aftur. Þetta var hugsanlega einhver þreyta og spennufall eftir leikinn gegn Keflavík,“ endaði Benedikt Guðmundsson á að segja. Kjartan Atli Kjartansson: Þetta er rosalega klár hópur Kjartan Atli kallar leiðbeiningar inn á völlinnVísir / Anton Brink „Þetta er sigur á mjög góðu liði, ekkert flóknara en svo,“ byrjaði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftanes, að segja eftir leik. „Þetta var góður leikur, góður sigur og ég er mjög ánægður með liðið í kvöld,“ hélt Kjartan áfram að segja. Kjartan var spurður út í það hvað honum fannst ganga sérstaklega vel hjá sínu liði í kvöld. „Mér fannst við vera að ráðast á þá á skipulagðan hátt og vörnin small enn einu sinnu og því vorum við að gera fína hluti á báðum endum vallarins.“ „Strákarnir finna leiðir, þetta er rosalega klár hópur sem ég er með hérna og þeir fá hindranir á sig hér á gólfinu sem þeir yfirstíga trekk í trekk.“ Kjartan talaði einnig um karakterinn í liðinu. „Við fáum áhlaup á okkur í nánast hverjum einasta leik, eins og gegn Tindastól og gegn nánast öllum liðum en þeir standast það, það sýnir karakter,“ endaði Kjartan Atli Kjartansson að segja eftir leik.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum