Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Hamar 98-91 | Haukar höfðu betur gegn gamla liði þjálfarans Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 26. október 2023 21:05 Haukar unnu góðan sigur í kvöld. Vísir/Anton Brink Haukar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 98-91. Leikurinn var ekki fallegur til að byrja með og það var fátt um fína drætti hjá báðum liðum. Hamar var þó nokkuð óvænt með forystuna undir lok fyrsta leikhluta, 16-18. Haukar virkuðu andlausir og litlir í sér. Það hélt áfram inn í leikhluta númer tvö og þegar leið á annan leikhluta þá náðu gestirnir úr Hveragerði tíu stiga forskoti. Öll stemning var með þeim þegar Mate Dalmay, þjálfari Hauka, tók leikhlé þar sem hann lét sína menn heyra það. Við það vöknuðu heimamenn. Það var eins og rofanum hefði verið snúið við eftir leikhléið. Gjörsamlega allt gekk upp hjá Haukum á meðan gestirnir sáu ekki til sólar, ljósin voru allt í einu of björt fyrir Hamarsmenn. Haukar fóru úr því að vera tíu stigum undir í það að vera tíu stigum yfir á augabragði, og heimamenn leiddu með sjö stigum þegar flautað var til hálfleiks. Oft á tíðum í seinni hálfleik leit út fyrir það að Haukar myndu stinga af, en gestirnir gáfust aldrei upp. Haukar náðu mest 16 stiga forskoti í þriðja leikhluta en í fjórða leikhlutanum varð stemningin aftur Hamarsmönnum í vil. Jose Medina, fyrrum leikmaður Hauka, hitti gríðarlega vel og hann skaut sína menn aftur inn í leikinn. Hamar náði að minnka muninn í þrjú stig en Haukar héldu sér á floti og fundu alltaf svarið við áhlaupum Hamars. Að lokum tókst Haukum að sigla sínum öðrum deildarsigri á tímabilinu í höfn. Hann var torsóttur en sigur er sigur. Nýliðar Hamar hefur átt marga flotta kafla á tímabilinu til þess en þeir eru enn án sigurs í deildinni. Af hverju unnu Haukar? Það má segja að kaflinn í öðrum leikhluta hafi skilað sigrinum. Það var gríðarlega flottur kafli þar sem heimamenn léku á als oddi og keyrði yfir Hamar. Á sama tíma voru gestirnir sjálfum sér verstir á þeim mínútum. Hverjir stóðu upp úr? Osku Heinonen hefur ekki verið neitt sérstakur í upphafi tímabilsins en hann blés til sýningar á Ásvöllum í kvöld. Hann byrjaði á bekknum hjá Haukum en það var eins og það hafi að einhverju leyti pirrað hann á góðan hátt. Hann kom ótrúlega vel gíraður inn í leikinn og hitti gríðarlega vel. Hann endaði á því að setja 29 stig fyrir Hauka. Jalen Moore var þá með þrefalda tvennu og David Okeke átti þá fínasta leik. Hjá Hamar var Jose Medina bestur með 26 stig. Björn Ásgeir Ásgeirsson skilaði góðu framlagi og þá voru Ebrima Jassey Demba og Ragnar Nathanaelsson báðir með 14 stig og tíu fráköst. Hvað gekk illa? Síðustu fimm mínúturnar í öðrum leikhluta hjá Hamri voru algjörlega hræðilegar og það varð þeim að falli í leiknum. Þeir misstu hausinn og misstu Haukana langt fram úr sér á skömmum tíma. Þetta er ekki í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem Hamar er að missa leiki frá sér í öðrum leikhluta og það er eitthvað sem nýliðarnir verða að laga. Þeir eru að ná forystu í þessum fyrstu leikjum en þeir ná ekki að halda henni. Franck Kamgain, erlendur leikmaður í liði Hamars, skoraði þá núll stig á 22 mínútum en það er ekki boðlegt. Hvað gerist næst? Haukar sækja Keflavík heim á föstudeginum í næstu viku og ætti það að geta orðið mjög áhugaverður leikur. Hamar mætir Hetti á heimavelli og spurning hvort nýliðarnir nái í sinn fyrsta sigur þar. „Ég vona að HR sé með einhverja deild til að rannsaka hvað er að gerast“ Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að fara að klára einhverja leiki. Það er alveg orðið þreytt að við séum yfir í leikjum og náum ekki að klára,“ sagði Halldór Karl Þórisson, þjálfari Hamars, eftir tapið gegn Haukum í kvöld. „Við erum okkar versti óvinur. Annar leikhluti er bara alltaf drasl hjá okkur. Ég veit ekki hvað er að gerast í öðrum leikhluta hjá okkur í öllum leikjum. Ég vona að HR sé með einhverja deild til að rannsaka hvað er að gerast í öðrum leikhluta hjá okkur. Ég verð að setja mitt besta fólk í þetta.“ Hamar náði tíu stiga forystu í öðrum leikhluta en henti því frá sér á augabragði. „Í Valsleiknum vorum við í leik en klúðrum því í öðrum leikhluta. Við erum 16-17 stigum yfir gegn Keflavík, við erum 16 stigum yfir gegn Stjörnunni og erum tíu stigum yfir hérna. Við missum þetta niður og þurfum bara að vera meiri töffarar en þetta. Það er ekki eðlilega asnalegt að gera þetta í hvert einasta skipti.“ „Menn þurfa líka að fara að tengja saman. Einn á góðan leik hérna og hinn ætlar að gera á bitann þá. Svo fæ ég góða frammistöðu frá öðrum og þá gerir hinn á bitann. Það er frekar þreytt að menn geti ekki talað saman og spilað almennilega saman.“ Franck Kamgain var með núll stig í leiknum en það er ekki boðlegt að erlendir leikmenn sem Hamar er að sækja séu með þetta lítið framlag. „Franck byrjaði tímabilið frábærlega en er svo eiginlega ekki búinn að vera með í tvo leiki í röð. Hann verður að stíga upp. Hann spilaði vel varnarlega og átti frábæran varnarleik á Antti Kanervo í síðasta leik líka. Við verðum að fá eitthvað frá honum sóknarlega, það er klárt mál. Við erum að reyna að skrapa saman fyrir erlent stuðningsafl og þeir verða að skila meiru.“ Hamar er án stiga eftir fyrstu fjóra leikina og það er áhyggjuefni. „Næsti leikur er að duga eða drepast. Við verðum að drullast til að vinna Hött á heimavelli. Við verðum að líta á þetta sem leik fimm í úrslitakeppninni. Þetta er úrslitaleikur fyrir okkur. Ef menn mæta ekki í þann leik vel stemmdir þá eiga þeir ekki að vera að spila körfubolta, það er bara þannig,“ sagði Halldór að lokum. Subway-deild karla Haukar Hamar
Haukar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 98-91. Leikurinn var ekki fallegur til að byrja með og það var fátt um fína drætti hjá báðum liðum. Hamar var þó nokkuð óvænt með forystuna undir lok fyrsta leikhluta, 16-18. Haukar virkuðu andlausir og litlir í sér. Það hélt áfram inn í leikhluta númer tvö og þegar leið á annan leikhluta þá náðu gestirnir úr Hveragerði tíu stiga forskoti. Öll stemning var með þeim þegar Mate Dalmay, þjálfari Hauka, tók leikhlé þar sem hann lét sína menn heyra það. Við það vöknuðu heimamenn. Það var eins og rofanum hefði verið snúið við eftir leikhléið. Gjörsamlega allt gekk upp hjá Haukum á meðan gestirnir sáu ekki til sólar, ljósin voru allt í einu of björt fyrir Hamarsmenn. Haukar fóru úr því að vera tíu stigum undir í það að vera tíu stigum yfir á augabragði, og heimamenn leiddu með sjö stigum þegar flautað var til hálfleiks. Oft á tíðum í seinni hálfleik leit út fyrir það að Haukar myndu stinga af, en gestirnir gáfust aldrei upp. Haukar náðu mest 16 stiga forskoti í þriðja leikhluta en í fjórða leikhlutanum varð stemningin aftur Hamarsmönnum í vil. Jose Medina, fyrrum leikmaður Hauka, hitti gríðarlega vel og hann skaut sína menn aftur inn í leikinn. Hamar náði að minnka muninn í þrjú stig en Haukar héldu sér á floti og fundu alltaf svarið við áhlaupum Hamars. Að lokum tókst Haukum að sigla sínum öðrum deildarsigri á tímabilinu í höfn. Hann var torsóttur en sigur er sigur. Nýliðar Hamar hefur átt marga flotta kafla á tímabilinu til þess en þeir eru enn án sigurs í deildinni. Af hverju unnu Haukar? Það má segja að kaflinn í öðrum leikhluta hafi skilað sigrinum. Það var gríðarlega flottur kafli þar sem heimamenn léku á als oddi og keyrði yfir Hamar. Á sama tíma voru gestirnir sjálfum sér verstir á þeim mínútum. Hverjir stóðu upp úr? Osku Heinonen hefur ekki verið neitt sérstakur í upphafi tímabilsins en hann blés til sýningar á Ásvöllum í kvöld. Hann byrjaði á bekknum hjá Haukum en það var eins og það hafi að einhverju leyti pirrað hann á góðan hátt. Hann kom ótrúlega vel gíraður inn í leikinn og hitti gríðarlega vel. Hann endaði á því að setja 29 stig fyrir Hauka. Jalen Moore var þá með þrefalda tvennu og David Okeke átti þá fínasta leik. Hjá Hamar var Jose Medina bestur með 26 stig. Björn Ásgeir Ásgeirsson skilaði góðu framlagi og þá voru Ebrima Jassey Demba og Ragnar Nathanaelsson báðir með 14 stig og tíu fráköst. Hvað gekk illa? Síðustu fimm mínúturnar í öðrum leikhluta hjá Hamri voru algjörlega hræðilegar og það varð þeim að falli í leiknum. Þeir misstu hausinn og misstu Haukana langt fram úr sér á skömmum tíma. Þetta er ekki í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem Hamar er að missa leiki frá sér í öðrum leikhluta og það er eitthvað sem nýliðarnir verða að laga. Þeir eru að ná forystu í þessum fyrstu leikjum en þeir ná ekki að halda henni. Franck Kamgain, erlendur leikmaður í liði Hamars, skoraði þá núll stig á 22 mínútum en það er ekki boðlegt. Hvað gerist næst? Haukar sækja Keflavík heim á föstudeginum í næstu viku og ætti það að geta orðið mjög áhugaverður leikur. Hamar mætir Hetti á heimavelli og spurning hvort nýliðarnir nái í sinn fyrsta sigur þar. „Ég vona að HR sé með einhverja deild til að rannsaka hvað er að gerast“ Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að fara að klára einhverja leiki. Það er alveg orðið þreytt að við séum yfir í leikjum og náum ekki að klára,“ sagði Halldór Karl Þórisson, þjálfari Hamars, eftir tapið gegn Haukum í kvöld. „Við erum okkar versti óvinur. Annar leikhluti er bara alltaf drasl hjá okkur. Ég veit ekki hvað er að gerast í öðrum leikhluta hjá okkur í öllum leikjum. Ég vona að HR sé með einhverja deild til að rannsaka hvað er að gerast í öðrum leikhluta hjá okkur. Ég verð að setja mitt besta fólk í þetta.“ Hamar náði tíu stiga forystu í öðrum leikhluta en henti því frá sér á augabragði. „Í Valsleiknum vorum við í leik en klúðrum því í öðrum leikhluta. Við erum 16-17 stigum yfir gegn Keflavík, við erum 16 stigum yfir gegn Stjörnunni og erum tíu stigum yfir hérna. Við missum þetta niður og þurfum bara að vera meiri töffarar en þetta. Það er ekki eðlilega asnalegt að gera þetta í hvert einasta skipti.“ „Menn þurfa líka að fara að tengja saman. Einn á góðan leik hérna og hinn ætlar að gera á bitann þá. Svo fæ ég góða frammistöðu frá öðrum og þá gerir hinn á bitann. Það er frekar þreytt að menn geti ekki talað saman og spilað almennilega saman.“ Franck Kamgain var með núll stig í leiknum en það er ekki boðlegt að erlendir leikmenn sem Hamar er að sækja séu með þetta lítið framlag. „Franck byrjaði tímabilið frábærlega en er svo eiginlega ekki búinn að vera með í tvo leiki í röð. Hann verður að stíga upp. Hann spilaði vel varnarlega og átti frábæran varnarleik á Antti Kanervo í síðasta leik líka. Við verðum að fá eitthvað frá honum sóknarlega, það er klárt mál. Við erum að reyna að skrapa saman fyrir erlent stuðningsafl og þeir verða að skila meiru.“ Hamar er án stiga eftir fyrstu fjóra leikina og það er áhyggjuefni. „Næsti leikur er að duga eða drepast. Við verðum að drullast til að vinna Hött á heimavelli. Við verðum að líta á þetta sem leik fimm í úrslitakeppninni. Þetta er úrslitaleikur fyrir okkur. Ef menn mæta ekki í þann leik vel stemmdir þá eiga þeir ekki að vera að spila körfubolta, það er bara þannig,“ sagði Halldór að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum