Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 26. október 2023 16:42 Ef tillaga Kristrúnar Heimisdóttur og Bryndísar Möllu nær fram að ganga verða engar biskupskosningar fyrr en á næsta ári. vísir/arnar Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. Vart ætti að þurfa að fara yfir vandræði Agnesar í sæti biskups en dregið hefur verið í efa að hún sé löglega kjörin. Þar takast á stjórnskipuleg sjónarmið og svo þau hin gestlegu sem gera ráð fyrir því að biskup sé æðsti maður kirkjunnar (og getur því ekki annað en gert ráðningaasaming við undirmann sinn). „Kirkjuþing 2022-2023 samþykkir eftirfarandi þingsályktunartillögu: Sem hirðir hirðanna fer frú Agnes M. Sigurðardóttir með biskupsþjónustu í þjóðkirkjunni fram að hvítasunnu 2024. Í því felst að hún hafi fram að þeim tíma tilsjón með kristnihaldi, kenningu kirkjunnar og þjónustu hennar í landinu ásamt því að gæta einingar kirkjunnar sbr. 10. gr. laga um þjóðkirkjuna nr. 77/2021.“ Vígslubiskuparnir alltaf til taks Svo segir í ályktun þeirra Bryndísar Möllu og Kristrúnar þar sem farið er yfir að réttaráhrif niðurstöðu úrskurðarnefndar kirkjunnar nr. 2/2023 sem snúi að stöðu biskups Íslands frá 1. júlí 2022 en þann úrskurð sinn byggir nefndin á regluverki laga frá Alþingi um þjóðkirkju Íslands nr. 77/2021. „Með birtingu úrskurðarins var tekinn af allur vafi á skipunartíma biskups Íslands. Ófyrirséð var að niðurstaða úrskurðanefndar hefði þau víðtæku áhrif sem raun ber vitni. Þar sem kosning fór ekki fram við lok skipunartíma biskups er staðgengill biskups bær til þess að sinna störfum biskups Íslands þar til nýr biskup hefur verið kjörinn og kjöri hans lýst.“ Í ályktuninni segir að vígslubiskupinn í Skálholti og vígslubiskupinn á Hólum séu staðgenglar biskups Íslands enda voru embættin til þess gerð að styrkja biskupsembættið í landinu, sbr. greinargerð með þjóðkirkjulögum. Ráðningarsamingur Agnesar véfengdur Ályktunin verður líklega tekin fyrir á morgun en Kirkjuþing er haldið í Háteigskirkju og fer fram á morgun og á laugardag. Með þessari ályktun er til að mynda slegið yfir það stjórnsýslulega klúður sem Séra Kristinn Jens Sigurþórsson kemur inn á í opnu bréfi sem hann ritaði Kirkjuþingi og birti í Morgunblaðinu í gær (og má finna í tengdum skjölum) þar sem hann spyr hvort ráðningarsamingur Agnesar sé ekki örugglega falsaður? Séra Kristinn Jens hefur efast um að ráðingarsamningur Agnesar sé löglegur.aðsend „Hinn 5. september síðastliðinn birtist í Morgunblaðinu grein eftir bréfritara þar sem bent var á að mögulega hefði svokallaður ráðningarsamningur Agnesar M. Sigurðardóttur ekki orðið til fyrr en á tímabilinu 20. febrúar – 20. mars á þessu ári. Er samningurinn þó sagður gerður hinn 1. júlí 2022. Nú hafa þau tíðindi gerst að fram eru komnar upplýsingar er styðja þennan möguleika. Fékk bréfritari fyrir skemmstu ábendingu um að gagnlegt væri að skoða ráðningarsamning Agnesar eins og hann liggur fyrir sem pdf-skjal,“ skrifar Kristinn. Hann hefur farið fram á lögreglurannsókn vegna málsins. Þrír kandídatar einkum nefndir En líklega kemur ekki til að þetta bréf Kristins fái neina umfjöllun á Kirkjuþingi, eða varla ef tillagan sem finna má í heild sinni hér neðar verður samþykkt. Ýmsir höfðu gert ráð fyrir því að til biskupskjörs kæmi á yfirstandandi Kirkjuþingi og hafa þá einkum verið nefndir til sögunnar þrír kandítatar eftir því sem Vísir kemst næst: Kristján Björnsson vígslubiskup á Skálholti, Séra Guðrún Karls Helgudóttir í Grafarvogskirkju og Séra Helga Soffía Konráðsdóttir sem starfar í Miðborginni. Ef hins vegar ályktunin verður samþykkt kemur ekki til þess að Kirkjuþing þurfi eða fái að leggjja drög að biskupskosningu, ekki fyrr en að ári. Kirkjuþing 2022-2023 54. mál - þskj. 88 T I L L A G A til þingsályktunar um biskupsembættið. (Lagt fyrir 64. kirkjuþing 2022-2023). Flutt af Bryndísi Möllu Elídóttur og Kristrúnu Heimisdóttur. Frsm. Bryndís Malla Elídóttir. Kirkjuþing 2022-2023 samþykkir eftirfarandi þingsályktunartillögu: Sem hirðir hirðanna fer frú Agnes M. Sigurðardóttir með biskupsþjónustu í þjóðkirkjunni fram að hvítasunnu 2024. Í því felst að hún hafi fram að þeim tíma tilsjón með kristnihaldi, kenningu kirkjunnar og þjónustu hennar í landinu ásamt því að gæta einingar kirkjunnar sbr. 10. gr. laga um þjóðkirkjuna nr. 77/2021. Réttaráhrif niðurstöðu úrskurðarnefndar kirkjunnar nr. 2/2023 snýr að stöðu biskups Íslands frá 1. júlí 2022. Úrskurð sinn byggir nefndin á regluverki laga frá Alþingi um þjóðkirkju Íslands nr. 77/2021. Með birtingu úrskurðarins var tekinn af allur vafi á skipunartíma biskups Íslands. Ófyrirséð var að niðurstaða úrskurðanefndar hefði þau víðtæku áhrif sem raun ber vitni. Þar sem kosning fór ekki fram við lok skipunartíma biskups er staðgengill biskups bær til þess að sinna störfum biskups Íslands þar til nýr biskup hefur verið kjörinn og kjöri hans lýst. Vígslubiskupinn í Skálholti og vígslubiskupinn á Hólum eru staðgenglar biskups Íslands enda voru embættin til þess gerð að styrkja biskupsembættið í landinu, sbr. greinargerð með þjóðkirkjulögum. Í Porvoo- samþykktunum sem þjóðkirkjan er aðili að segir m.a.: „Við trúum að þjónusta hirðis og tilsjónarmanns (episkope) sem starfar á persónulegan, samábyrgan og félagslegan hátt, sé nauðsynleg til að vitna um og varðveita einingu og postullegt einkenni kirkjunnar ... tryggja undir stjórn Guðs samfellt líf kirkjunnar í postullegu lífi og vitnisburði.“ (Porvoo-yfirlýsingin, bls. 21). Handayfirlagning biskupa frá systurkirkjum þjóðkirkjunnar við biskupsvígslu birtir hina postullegu vígsluröð. Biskupsþjónustan verður þannig ekki skilin frá þeirri lúthersku hefð og kirkjulega samhengi sem kirkjan starfar innan. Embætti biskups Íslands er elsta embætti þjóðarinnar og með sambandi ríkis og kirkju um aldir mótaðist bæði hefð og lagasetning. Ákveðin óvissa var um ráðsmennskuhlutverk ríkisvaldsins gagnvart kirkjunni við þá breytingu sem varð með nýjum þjóðkirkjulögum frá 1. júlí 2021. Inntak skipunar og það hver skipar biskup Íslands breyttist án þess að tekin væri af öll tvímæli þar um. Bráðabirgðaákvæði laganna skildi eftir sig eyðu í lögum. Biskupsvígslan felur í sér ævilanga skuldbindingu og þar með umboð til boðunnar og þjónustu í kirkjunni. Valdheimildir biskups Íslands eru fengnar með lýðræðislegu kjöri og fylgir því umboði ábyrgð sem verður ekki skilin frá lögum og starfsreglum. Þjóðkirkjan starfar í einingu í bandi friðarins. Kirkjuþing treystir starfandi biskupum í landinu, sr. Agnesi M. Sigurðardóttur, sr. Gísla Gunnarssyni og sr. Kristjáni Björnssyni til þess að viðhalda þeirri einingu og leiða til lykta, eftir því sem þörf er á, þá lagalegu gjörninga sem tilheyra embætti biskups Íslands þar til nýr biskup verður kjörinn. Tengd skjöl Er_ráðningarsamningur_Agnesar_örugglega_ekki_falsaðurDOCX23KBSækja skjal Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Ef Agnes vígði prest sem gaf fólk saman, er hjónabandið löglegt? Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir að ef gengið sé út frá því að niðurstaða úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um embættishæfi Agnesar M. Sigurðardóttur sé réttur sé enginn biskup yfir Íslandi. 20. október 2023 07:03 Biskup taki ekki fjármálaákvarðanir Biskup mun ekki taka fjármálaákvarðanir verði tillögur starfshóps á vegum þjóðkirkjunnar samþykktar. Meðlimur hópsins segir að það sé ekki sniðugt að biskup beri ábyrgð á ýmsum fjármálagjörningum innan þjóðkirkjunnar. 19. október 2023 16:40 Þjóðkirkjan hafi greitt um 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu Greiddar hafa verið 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu hjá Þjóðkirkjunni. Tillögur hafa verið lagðar fram af starfshópi að biskup fari ekki lengur með fjármál innan kirkjunnar og að sérstök stjórn taki við rekstri og fjármálum. Lagt er til að eini undirmaður biskups verði biskupsritari. 19. október 2023 08:43 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Vart ætti að þurfa að fara yfir vandræði Agnesar í sæti biskups en dregið hefur verið í efa að hún sé löglega kjörin. Þar takast á stjórnskipuleg sjónarmið og svo þau hin gestlegu sem gera ráð fyrir því að biskup sé æðsti maður kirkjunnar (og getur því ekki annað en gert ráðningaasaming við undirmann sinn). „Kirkjuþing 2022-2023 samþykkir eftirfarandi þingsályktunartillögu: Sem hirðir hirðanna fer frú Agnes M. Sigurðardóttir með biskupsþjónustu í þjóðkirkjunni fram að hvítasunnu 2024. Í því felst að hún hafi fram að þeim tíma tilsjón með kristnihaldi, kenningu kirkjunnar og þjónustu hennar í landinu ásamt því að gæta einingar kirkjunnar sbr. 10. gr. laga um þjóðkirkjuna nr. 77/2021.“ Vígslubiskuparnir alltaf til taks Svo segir í ályktun þeirra Bryndísar Möllu og Kristrúnar þar sem farið er yfir að réttaráhrif niðurstöðu úrskurðarnefndar kirkjunnar nr. 2/2023 sem snúi að stöðu biskups Íslands frá 1. júlí 2022 en þann úrskurð sinn byggir nefndin á regluverki laga frá Alþingi um þjóðkirkju Íslands nr. 77/2021. „Með birtingu úrskurðarins var tekinn af allur vafi á skipunartíma biskups Íslands. Ófyrirséð var að niðurstaða úrskurðanefndar hefði þau víðtæku áhrif sem raun ber vitni. Þar sem kosning fór ekki fram við lok skipunartíma biskups er staðgengill biskups bær til þess að sinna störfum biskups Íslands þar til nýr biskup hefur verið kjörinn og kjöri hans lýst.“ Í ályktuninni segir að vígslubiskupinn í Skálholti og vígslubiskupinn á Hólum séu staðgenglar biskups Íslands enda voru embættin til þess gerð að styrkja biskupsembættið í landinu, sbr. greinargerð með þjóðkirkjulögum. Ráðningarsamingur Agnesar véfengdur Ályktunin verður líklega tekin fyrir á morgun en Kirkjuþing er haldið í Háteigskirkju og fer fram á morgun og á laugardag. Með þessari ályktun er til að mynda slegið yfir það stjórnsýslulega klúður sem Séra Kristinn Jens Sigurþórsson kemur inn á í opnu bréfi sem hann ritaði Kirkjuþingi og birti í Morgunblaðinu í gær (og má finna í tengdum skjölum) þar sem hann spyr hvort ráðningarsamingur Agnesar sé ekki örugglega falsaður? Séra Kristinn Jens hefur efast um að ráðingarsamningur Agnesar sé löglegur.aðsend „Hinn 5. september síðastliðinn birtist í Morgunblaðinu grein eftir bréfritara þar sem bent var á að mögulega hefði svokallaður ráðningarsamningur Agnesar M. Sigurðardóttur ekki orðið til fyrr en á tímabilinu 20. febrúar – 20. mars á þessu ári. Er samningurinn þó sagður gerður hinn 1. júlí 2022. Nú hafa þau tíðindi gerst að fram eru komnar upplýsingar er styðja þennan möguleika. Fékk bréfritari fyrir skemmstu ábendingu um að gagnlegt væri að skoða ráðningarsamning Agnesar eins og hann liggur fyrir sem pdf-skjal,“ skrifar Kristinn. Hann hefur farið fram á lögreglurannsókn vegna málsins. Þrír kandídatar einkum nefndir En líklega kemur ekki til að þetta bréf Kristins fái neina umfjöllun á Kirkjuþingi, eða varla ef tillagan sem finna má í heild sinni hér neðar verður samþykkt. Ýmsir höfðu gert ráð fyrir því að til biskupskjörs kæmi á yfirstandandi Kirkjuþingi og hafa þá einkum verið nefndir til sögunnar þrír kandítatar eftir því sem Vísir kemst næst: Kristján Björnsson vígslubiskup á Skálholti, Séra Guðrún Karls Helgudóttir í Grafarvogskirkju og Séra Helga Soffía Konráðsdóttir sem starfar í Miðborginni. Ef hins vegar ályktunin verður samþykkt kemur ekki til þess að Kirkjuþing þurfi eða fái að leggjja drög að biskupskosningu, ekki fyrr en að ári. Kirkjuþing 2022-2023 54. mál - þskj. 88 T I L L A G A til þingsályktunar um biskupsembættið. (Lagt fyrir 64. kirkjuþing 2022-2023). Flutt af Bryndísi Möllu Elídóttur og Kristrúnu Heimisdóttur. Frsm. Bryndís Malla Elídóttir. Kirkjuþing 2022-2023 samþykkir eftirfarandi þingsályktunartillögu: Sem hirðir hirðanna fer frú Agnes M. Sigurðardóttir með biskupsþjónustu í þjóðkirkjunni fram að hvítasunnu 2024. Í því felst að hún hafi fram að þeim tíma tilsjón með kristnihaldi, kenningu kirkjunnar og þjónustu hennar í landinu ásamt því að gæta einingar kirkjunnar sbr. 10. gr. laga um þjóðkirkjuna nr. 77/2021. Réttaráhrif niðurstöðu úrskurðarnefndar kirkjunnar nr. 2/2023 snýr að stöðu biskups Íslands frá 1. júlí 2022. Úrskurð sinn byggir nefndin á regluverki laga frá Alþingi um þjóðkirkju Íslands nr. 77/2021. Með birtingu úrskurðarins var tekinn af allur vafi á skipunartíma biskups Íslands. Ófyrirséð var að niðurstaða úrskurðanefndar hefði þau víðtæku áhrif sem raun ber vitni. Þar sem kosning fór ekki fram við lok skipunartíma biskups er staðgengill biskups bær til þess að sinna störfum biskups Íslands þar til nýr biskup hefur verið kjörinn og kjöri hans lýst. Vígslubiskupinn í Skálholti og vígslubiskupinn á Hólum eru staðgenglar biskups Íslands enda voru embættin til þess gerð að styrkja biskupsembættið í landinu, sbr. greinargerð með þjóðkirkjulögum. Í Porvoo- samþykktunum sem þjóðkirkjan er aðili að segir m.a.: „Við trúum að þjónusta hirðis og tilsjónarmanns (episkope) sem starfar á persónulegan, samábyrgan og félagslegan hátt, sé nauðsynleg til að vitna um og varðveita einingu og postullegt einkenni kirkjunnar ... tryggja undir stjórn Guðs samfellt líf kirkjunnar í postullegu lífi og vitnisburði.“ (Porvoo-yfirlýsingin, bls. 21). Handayfirlagning biskupa frá systurkirkjum þjóðkirkjunnar við biskupsvígslu birtir hina postullegu vígsluröð. Biskupsþjónustan verður þannig ekki skilin frá þeirri lúthersku hefð og kirkjulega samhengi sem kirkjan starfar innan. Embætti biskups Íslands er elsta embætti þjóðarinnar og með sambandi ríkis og kirkju um aldir mótaðist bæði hefð og lagasetning. Ákveðin óvissa var um ráðsmennskuhlutverk ríkisvaldsins gagnvart kirkjunni við þá breytingu sem varð með nýjum þjóðkirkjulögum frá 1. júlí 2021. Inntak skipunar og það hver skipar biskup Íslands breyttist án þess að tekin væri af öll tvímæli þar um. Bráðabirgðaákvæði laganna skildi eftir sig eyðu í lögum. Biskupsvígslan felur í sér ævilanga skuldbindingu og þar með umboð til boðunnar og þjónustu í kirkjunni. Valdheimildir biskups Íslands eru fengnar með lýðræðislegu kjöri og fylgir því umboði ábyrgð sem verður ekki skilin frá lögum og starfsreglum. Þjóðkirkjan starfar í einingu í bandi friðarins. Kirkjuþing treystir starfandi biskupum í landinu, sr. Agnesi M. Sigurðardóttur, sr. Gísla Gunnarssyni og sr. Kristjáni Björnssyni til þess að viðhalda þeirri einingu og leiða til lykta, eftir því sem þörf er á, þá lagalegu gjörninga sem tilheyra embætti biskups Íslands þar til nýr biskup verður kjörinn. Tengd skjöl Er_ráðningarsamningur_Agnesar_örugglega_ekki_falsaðurDOCX23KBSækja skjal
Kirkjuþing 2022-2023 54. mál - þskj. 88 T I L L A G A til þingsályktunar um biskupsembættið. (Lagt fyrir 64. kirkjuþing 2022-2023). Flutt af Bryndísi Möllu Elídóttur og Kristrúnu Heimisdóttur. Frsm. Bryndís Malla Elídóttir. Kirkjuþing 2022-2023 samþykkir eftirfarandi þingsályktunartillögu: Sem hirðir hirðanna fer frú Agnes M. Sigurðardóttir með biskupsþjónustu í þjóðkirkjunni fram að hvítasunnu 2024. Í því felst að hún hafi fram að þeim tíma tilsjón með kristnihaldi, kenningu kirkjunnar og þjónustu hennar í landinu ásamt því að gæta einingar kirkjunnar sbr. 10. gr. laga um þjóðkirkjuna nr. 77/2021. Réttaráhrif niðurstöðu úrskurðarnefndar kirkjunnar nr. 2/2023 snýr að stöðu biskups Íslands frá 1. júlí 2022. Úrskurð sinn byggir nefndin á regluverki laga frá Alþingi um þjóðkirkju Íslands nr. 77/2021. Með birtingu úrskurðarins var tekinn af allur vafi á skipunartíma biskups Íslands. Ófyrirséð var að niðurstaða úrskurðanefndar hefði þau víðtæku áhrif sem raun ber vitni. Þar sem kosning fór ekki fram við lok skipunartíma biskups er staðgengill biskups bær til þess að sinna störfum biskups Íslands þar til nýr biskup hefur verið kjörinn og kjöri hans lýst. Vígslubiskupinn í Skálholti og vígslubiskupinn á Hólum eru staðgenglar biskups Íslands enda voru embættin til þess gerð að styrkja biskupsembættið í landinu, sbr. greinargerð með þjóðkirkjulögum. Í Porvoo- samþykktunum sem þjóðkirkjan er aðili að segir m.a.: „Við trúum að þjónusta hirðis og tilsjónarmanns (episkope) sem starfar á persónulegan, samábyrgan og félagslegan hátt, sé nauðsynleg til að vitna um og varðveita einingu og postullegt einkenni kirkjunnar ... tryggja undir stjórn Guðs samfellt líf kirkjunnar í postullegu lífi og vitnisburði.“ (Porvoo-yfirlýsingin, bls. 21). Handayfirlagning biskupa frá systurkirkjum þjóðkirkjunnar við biskupsvígslu birtir hina postullegu vígsluröð. Biskupsþjónustan verður þannig ekki skilin frá þeirri lúthersku hefð og kirkjulega samhengi sem kirkjan starfar innan. Embætti biskups Íslands er elsta embætti þjóðarinnar og með sambandi ríkis og kirkju um aldir mótaðist bæði hefð og lagasetning. Ákveðin óvissa var um ráðsmennskuhlutverk ríkisvaldsins gagnvart kirkjunni við þá breytingu sem varð með nýjum þjóðkirkjulögum frá 1. júlí 2021. Inntak skipunar og það hver skipar biskup Íslands breyttist án þess að tekin væri af öll tvímæli þar um. Bráðabirgðaákvæði laganna skildi eftir sig eyðu í lögum. Biskupsvígslan felur í sér ævilanga skuldbindingu og þar með umboð til boðunnar og þjónustu í kirkjunni. Valdheimildir biskups Íslands eru fengnar með lýðræðislegu kjöri og fylgir því umboði ábyrgð sem verður ekki skilin frá lögum og starfsreglum. Þjóðkirkjan starfar í einingu í bandi friðarins. Kirkjuþing treystir starfandi biskupum í landinu, sr. Agnesi M. Sigurðardóttur, sr. Gísla Gunnarssyni og sr. Kristjáni Björnssyni til þess að viðhalda þeirri einingu og leiða til lykta, eftir því sem þörf er á, þá lagalegu gjörninga sem tilheyra embætti biskups Íslands þar til nýr biskup verður kjörinn.
Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Ef Agnes vígði prest sem gaf fólk saman, er hjónabandið löglegt? Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir að ef gengið sé út frá því að niðurstaða úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um embættishæfi Agnesar M. Sigurðardóttur sé réttur sé enginn biskup yfir Íslandi. 20. október 2023 07:03 Biskup taki ekki fjármálaákvarðanir Biskup mun ekki taka fjármálaákvarðanir verði tillögur starfshóps á vegum þjóðkirkjunnar samþykktar. Meðlimur hópsins segir að það sé ekki sniðugt að biskup beri ábyrgð á ýmsum fjármálagjörningum innan þjóðkirkjunnar. 19. október 2023 16:40 Þjóðkirkjan hafi greitt um 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu Greiddar hafa verið 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu hjá Þjóðkirkjunni. Tillögur hafa verið lagðar fram af starfshópi að biskup fari ekki lengur með fjármál innan kirkjunnar og að sérstök stjórn taki við rekstri og fjármálum. Lagt er til að eini undirmaður biskups verði biskupsritari. 19. október 2023 08:43 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Ef Agnes vígði prest sem gaf fólk saman, er hjónabandið löglegt? Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir að ef gengið sé út frá því að niðurstaða úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um embættishæfi Agnesar M. Sigurðardóttur sé réttur sé enginn biskup yfir Íslandi. 20. október 2023 07:03
Biskup taki ekki fjármálaákvarðanir Biskup mun ekki taka fjármálaákvarðanir verði tillögur starfshóps á vegum þjóðkirkjunnar samþykktar. Meðlimur hópsins segir að það sé ekki sniðugt að biskup beri ábyrgð á ýmsum fjármálagjörningum innan þjóðkirkjunnar. 19. október 2023 16:40
Þjóðkirkjan hafi greitt um 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu Greiddar hafa verið 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu hjá Þjóðkirkjunni. Tillögur hafa verið lagðar fram af starfshópi að biskup fari ekki lengur með fjármál innan kirkjunnar og að sérstök stjórn taki við rekstri og fjármálum. Lagt er til að eini undirmaður biskups verði biskupsritari. 19. október 2023 08:43