„Mikil vonbrigði hvernig þessi leikur spilaðist“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 26. október 2023 22:09 Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka. Vísir/Diego Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka í handbolta, var að vonum svekktur með tap á móti Val í 8. umferð Olís-deild karla. Valsmenn náðu forystu snemma leiks og andlausir Haukarnir sáu vart til sólar. Lokatölur 31-25. „Ég er svekktur. Mikil vonbrigði hvernig þessi leikur spilaðist, hvað við vorum að gera í leiknum. Hvernig við deal-um við mótlætið inn í leiknum var líka vonbrigði og það gekk ekkert upp.“ Leikurinn fór hægt af stað en þegar að tíu mínútur voru liðnar voru Valsmenn hrokknir í gang og þá fór að halla undan fæti hjá Haukum. „Þeir voru kannski líka hægir í gang alveg eins og við. Það sem að kick-startar þessu hjá þeim er að þeir fara að skora tiltölulega auðveld mörk. Þeir fara að keyra á okkur og það eru þessi mörk sem að skapa þetta forskot sem að þeir mynda í seinni hálfleik. Við vorum mjög lélegir sóknarlega, ekki bara þarna, allan leikinn, nánast. Í seinni hálfleik vorum við búnir að fara nokkuð vel yfir þetta, hvað við ætluðum að gera, en þá erum við ekki þarna. Við erum ekki tilbúnir í þessa baráttu, við töpuðum þessum maður á mann einvígum varnarlega og sóknarlega út um allan völl.“ Haukarnir fengu aðeins eitt mark af línunni í kvöld og örfá mörk úr hornunum. Það voru aðeins útileikmenn liðsins sem reyndu að koma boltanum í netið með misjöfnum árangri. „Ég hef áhyggjur af því. Þetta er það sem að við höfum verið að gera vel undafarna leiki, þetta hefur dreifst vel og við höfum fengið mörg mörk dreift á allar stöðurnar á vellinum. Við höfum fengið framlag frá þeim sem að koma inn af bekknum en það var ekki í dag. Það eru kannski einhver taktísk mistök hjá okkur sem vorum að leggja upp leikinn.“ Ásgeir vill að strákarnir mæti með meira sjálfstraust í næsta leik. „Ég vill fá stríðsmenn inn á völlinn í næsta leik, eins og grenjandi ljón, selja sig dýrt. Við þurfum að vera agaðri og með meira sjálfstraust. Þegar að við erum on it þá erum við helvíti góðir.“ Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 31-25| Valur með góðan sigur á andlausum Haukum Valur, sem er á toppi Olís-deildar karla, fékkHauka í heimsókn í stórleik 8. umferðar. Valsmenn náðu forystu á 10. mínútu og stjórnuðu leiknum til leiksloka. Lokatölur 31-25. 26. október 2023 18:46 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Ég er svekktur. Mikil vonbrigði hvernig þessi leikur spilaðist, hvað við vorum að gera í leiknum. Hvernig við deal-um við mótlætið inn í leiknum var líka vonbrigði og það gekk ekkert upp.“ Leikurinn fór hægt af stað en þegar að tíu mínútur voru liðnar voru Valsmenn hrokknir í gang og þá fór að halla undan fæti hjá Haukum. „Þeir voru kannski líka hægir í gang alveg eins og við. Það sem að kick-startar þessu hjá þeim er að þeir fara að skora tiltölulega auðveld mörk. Þeir fara að keyra á okkur og það eru þessi mörk sem að skapa þetta forskot sem að þeir mynda í seinni hálfleik. Við vorum mjög lélegir sóknarlega, ekki bara þarna, allan leikinn, nánast. Í seinni hálfleik vorum við búnir að fara nokkuð vel yfir þetta, hvað við ætluðum að gera, en þá erum við ekki þarna. Við erum ekki tilbúnir í þessa baráttu, við töpuðum þessum maður á mann einvígum varnarlega og sóknarlega út um allan völl.“ Haukarnir fengu aðeins eitt mark af línunni í kvöld og örfá mörk úr hornunum. Það voru aðeins útileikmenn liðsins sem reyndu að koma boltanum í netið með misjöfnum árangri. „Ég hef áhyggjur af því. Þetta er það sem að við höfum verið að gera vel undafarna leiki, þetta hefur dreifst vel og við höfum fengið mörg mörk dreift á allar stöðurnar á vellinum. Við höfum fengið framlag frá þeim sem að koma inn af bekknum en það var ekki í dag. Það eru kannski einhver taktísk mistök hjá okkur sem vorum að leggja upp leikinn.“ Ásgeir vill að strákarnir mæti með meira sjálfstraust í næsta leik. „Ég vill fá stríðsmenn inn á völlinn í næsta leik, eins og grenjandi ljón, selja sig dýrt. Við þurfum að vera agaðri og með meira sjálfstraust. Þegar að við erum on it þá erum við helvíti góðir.“
Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 31-25| Valur með góðan sigur á andlausum Haukum Valur, sem er á toppi Olís-deildar karla, fékkHauka í heimsókn í stórleik 8. umferðar. Valsmenn náðu forystu á 10. mínútu og stjórnuðu leiknum til leiksloka. Lokatölur 31-25. 26. október 2023 18:46 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 31-25| Valur með góðan sigur á andlausum Haukum Valur, sem er á toppi Olís-deildar karla, fékkHauka í heimsókn í stórleik 8. umferðar. Valsmenn náðu forystu á 10. mínútu og stjórnuðu leiknum til leiksloka. Lokatölur 31-25. 26. október 2023 18:46