Opnar dyrnar fyrir Messi að spila á Ólympíuleikunum næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2023 09:30 Lionel Messi með heimsbikarinn eftir sigurinn í Katar fyrir tæpu ári. Getty/Hernan Cortez Lionel Messi gæti mögulega endaði landsliðsferilinn á óvæntan hátt næsta sumar. Góður vinur hans sem lék með honum í argentínska landsliðinu vill fá hann í sitt landslið. Messi varð Ólympíumeistari með Argentínu í Peking 2008 sem lengi var eini titilinn hans með landsliðinu. Hann var þá 21 árs gamall en vann ekki aftur titil með Argentínu fyrr en í Copa America 2021 þá orðinn 34 ára gamall. Javier Mascherano (Argentina Olympic coach) on Lionel Messi potentially playing at the 2024 Olympics: "Leo has the national team's doors open to do whatever he wants, that's the reality."If he wants to go if we qualify, he will be welcome. My relationship with him is one pic.twitter.com/avKDXB3cRj— Roy Nemer (@RoyNemer) October 26, 2023 Javier Mascherano þjálfar nú tuttugu ára landslið Argentínu en liðið á möguleika á því að taka þátt á Ólympíuleikunum í París næsta sumar. Liðið má bæta við eldri leikmönnum. Argentínska liðið þarf að tryggja sér Ólympíusæti í undankeppni Suður-Ameríku sem fer fram í Venesúela frá 20. janúar til 11. febrúar. Messi hefur þegar lýst yfir áhuga á að spila með argentínska landsliðinu í Suðurameríkukeppninni í sumar en Copa America fer fram í Bandaríkjunum frá 20. júní til 14. júlí eða tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir byrja í Frakklandi. „Ég hef verið spurður út í þetta og auðvitað eru dyrnar opnar fyrir Leo. Hann má gera það sem hann vill,“ sagði Javier Mascherano við EFE. ESPN fjallar meðal annars um þetta. Javier Mascherano, seleccionador argentino sub-23, tienta a Leo Messi: "Si nos clasificamos y quiere venir a los Juegos Olímpicos, será bienvenido"https://t.co/bkSo1BPyva— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) October 26, 2023 „Við erum góðir vinir og ég myndi elska að fá hann með. Raunveruleikinn er að við verðum að komast þangað fyrst,“ sagði Mascherano. Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, hefur meira segja talað um að það væri gaman að sjá Messi á þessum Ólympíuleikum. „Það væri frábært ef Messi yrði með. Ólympíuleikarnir er keppni sem margir fótboltamenn hafa metnað til að vinna. Leikmenn eins og Kylian Mbappé. Fyrir Lionel Messi þá væri það tækifæri til að skrifa söguna á ný. Hann gæti orðið eini leikmaðurinn í sögunni með tvö Ólympíugull. Ólympíugull og svo heimsmeistaragull,“ sagði Thomas Bach. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Messi varð Ólympíumeistari með Argentínu í Peking 2008 sem lengi var eini titilinn hans með landsliðinu. Hann var þá 21 árs gamall en vann ekki aftur titil með Argentínu fyrr en í Copa America 2021 þá orðinn 34 ára gamall. Javier Mascherano (Argentina Olympic coach) on Lionel Messi potentially playing at the 2024 Olympics: "Leo has the national team's doors open to do whatever he wants, that's the reality."If he wants to go if we qualify, he will be welcome. My relationship with him is one pic.twitter.com/avKDXB3cRj— Roy Nemer (@RoyNemer) October 26, 2023 Javier Mascherano þjálfar nú tuttugu ára landslið Argentínu en liðið á möguleika á því að taka þátt á Ólympíuleikunum í París næsta sumar. Liðið má bæta við eldri leikmönnum. Argentínska liðið þarf að tryggja sér Ólympíusæti í undankeppni Suður-Ameríku sem fer fram í Venesúela frá 20. janúar til 11. febrúar. Messi hefur þegar lýst yfir áhuga á að spila með argentínska landsliðinu í Suðurameríkukeppninni í sumar en Copa America fer fram í Bandaríkjunum frá 20. júní til 14. júlí eða tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir byrja í Frakklandi. „Ég hef verið spurður út í þetta og auðvitað eru dyrnar opnar fyrir Leo. Hann má gera það sem hann vill,“ sagði Javier Mascherano við EFE. ESPN fjallar meðal annars um þetta. Javier Mascherano, seleccionador argentino sub-23, tienta a Leo Messi: "Si nos clasificamos y quiere venir a los Juegos Olímpicos, será bienvenido"https://t.co/bkSo1BPyva— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) October 26, 2023 „Við erum góðir vinir og ég myndi elska að fá hann með. Raunveruleikinn er að við verðum að komast þangað fyrst,“ sagði Mascherano. Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, hefur meira segja talað um að það væri gaman að sjá Messi á þessum Ólympíuleikum. „Það væri frábært ef Messi yrði með. Ólympíuleikarnir er keppni sem margir fótboltamenn hafa metnað til að vinna. Leikmenn eins og Kylian Mbappé. Fyrir Lionel Messi þá væri það tækifæri til að skrifa söguna á ný. Hann gæti orðið eini leikmaðurinn í sögunni með tvö Ólympíugull. Ólympíugull og svo heimsmeistaragull,“ sagði Thomas Bach.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira