Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni róaðist skjálftavirknin eilítið í gærkvöldi og í nótt en um fjögurleytið tók hún aftur við sér þegar skjálfti upp á 4,3 stig reið yfir. Annar litlu minni, eða 3,7 stig kom svo skömmu seinna. Upptök þeirra eru rétt norðvestan við Þorbjörn.
Veðurstofan fékk tilkynningar um að skjálftarnir hefðu fundist vel í nágrenninu og í Hafnarfirði einnig. Alls eru skjálftarnir á svæðinu um hundrað talsins frá miðnætti, samkvæmt mælum veðurstofunnar.