Bannað að vera í símanum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. október 2023 08:00 Starfsmönnum er nú bannað að vera í símanum í sameiginlegum rýmum íbúa. Vísir/Vilhelm Nýjar reglur hafa tekið gildi á hjúkrúnarheimilunum Eir, Skjóli og Hömrum þar sem starfsmönnum er ekki lengur heimilt að vera í símanum í sameiginlegum rýmum stofnananna jafnt á vinnutíma og í kaffipásum. Þetta segir Þórdís Hulda Tómasdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunarsviðs í samtali við Vísi. „Reglan er sú að þú mátt ekki vera í símanum í sameiginlegum rýmum íbúa.“ Reglubreytingin hafi komið í kjölfar vandræða með símanotkun starfsmanna. „Starfsmenn sátu í setustofum í Lazyboy-stólum í setustofum íbúa og það hefur verið bannað. Við gerðum veggspjöld sem við hengdum í sameiginlegum rýmum. Þetta er gert til að hnippa í starfsmenn á penan hátt. Mörg hjúkrunarheimili eru í vanda með þetta.“ Dæmi um slíkt plakat. Hún bætir við að það sé leiðinlegt fyrir aðstandendur að reyna að ná í samband við starfsmenn þegar þeir liggja bara í símanum. Hún sé sjálfur aðstandandi. „Þetta er ekki leiðindaherferð og kemur af þörf.“ Aðspurð hvort þau hafi orðið vör við breytingar í kjölfar þessa reglna segir Þórdís: „Já þetta er að minnka. Ég sé það alveg, það er mikið þakklæti aðstandenda. Við erum bara að reyna okkar besta að hnippa í starfsmenn,“ segir Þórdís. „Við stöndum ekkert hérna og gólum á starfsmenn en þetta er vegna þess að þetta er ekki í lagi.“ Þórdís segir einnig að hvergi komi fram að reglurnar ættu ekki einvörðungu við starfsmenn. Þetta sé um leið áminning til aðstandenda. „Það er ætlast til þess sama af þeim.“ Hún segir að þetta sé vandi sem hjúkrunarheimili hafi verið að glíma við og hvatti önnur hjúkrunarheimili til að fara að fyrirmynd þeirra. „Við erum að hugsa um lífsgæði íbúa. Við erum ánægð að hafa tekið þetta skref og byrjað að hnippa,“ segir Þórdís að lokum. Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Sjá meira
Þetta segir Þórdís Hulda Tómasdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunarsviðs í samtali við Vísi. „Reglan er sú að þú mátt ekki vera í símanum í sameiginlegum rýmum íbúa.“ Reglubreytingin hafi komið í kjölfar vandræða með símanotkun starfsmanna. „Starfsmenn sátu í setustofum í Lazyboy-stólum í setustofum íbúa og það hefur verið bannað. Við gerðum veggspjöld sem við hengdum í sameiginlegum rýmum. Þetta er gert til að hnippa í starfsmenn á penan hátt. Mörg hjúkrunarheimili eru í vanda með þetta.“ Dæmi um slíkt plakat. Hún bætir við að það sé leiðinlegt fyrir aðstandendur að reyna að ná í samband við starfsmenn þegar þeir liggja bara í símanum. Hún sé sjálfur aðstandandi. „Þetta er ekki leiðindaherferð og kemur af þörf.“ Aðspurð hvort þau hafi orðið vör við breytingar í kjölfar þessa reglna segir Þórdís: „Já þetta er að minnka. Ég sé það alveg, það er mikið þakklæti aðstandenda. Við erum bara að reyna okkar besta að hnippa í starfsmenn,“ segir Þórdís. „Við stöndum ekkert hérna og gólum á starfsmenn en þetta er vegna þess að þetta er ekki í lagi.“ Þórdís segir einnig að hvergi komi fram að reglurnar ættu ekki einvörðungu við starfsmenn. Þetta sé um leið áminning til aðstandenda. „Það er ætlast til þess sama af þeim.“ Hún segir að þetta sé vandi sem hjúkrunarheimili hafi verið að glíma við og hvatti önnur hjúkrunarheimili til að fara að fyrirmynd þeirra. „Við erum að hugsa um lífsgæði íbúa. Við erum ánægð að hafa tekið þetta skref og byrjað að hnippa,“ segir Þórdís að lokum.
Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Sjá meira