Bannað að vera í símanum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. október 2023 08:00 Starfsmönnum er nú bannað að vera í símanum í sameiginlegum rýmum íbúa. Vísir/Vilhelm Nýjar reglur hafa tekið gildi á hjúkrúnarheimilunum Eir, Skjóli og Hömrum þar sem starfsmönnum er ekki lengur heimilt að vera í símanum í sameiginlegum rýmum stofnananna jafnt á vinnutíma og í kaffipásum. Þetta segir Þórdís Hulda Tómasdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunarsviðs í samtali við Vísi. „Reglan er sú að þú mátt ekki vera í símanum í sameiginlegum rýmum íbúa.“ Reglubreytingin hafi komið í kjölfar vandræða með símanotkun starfsmanna. „Starfsmenn sátu í setustofum í Lazyboy-stólum í setustofum íbúa og það hefur verið bannað. Við gerðum veggspjöld sem við hengdum í sameiginlegum rýmum. Þetta er gert til að hnippa í starfsmenn á penan hátt. Mörg hjúkrunarheimili eru í vanda með þetta.“ Dæmi um slíkt plakat. Hún bætir við að það sé leiðinlegt fyrir aðstandendur að reyna að ná í samband við starfsmenn þegar þeir liggja bara í símanum. Hún sé sjálfur aðstandandi. „Þetta er ekki leiðindaherferð og kemur af þörf.“ Aðspurð hvort þau hafi orðið vör við breytingar í kjölfar þessa reglna segir Þórdís: „Já þetta er að minnka. Ég sé það alveg, það er mikið þakklæti aðstandenda. Við erum bara að reyna okkar besta að hnippa í starfsmenn,“ segir Þórdís. „Við stöndum ekkert hérna og gólum á starfsmenn en þetta er vegna þess að þetta er ekki í lagi.“ Þórdís segir einnig að hvergi komi fram að reglurnar ættu ekki einvörðungu við starfsmenn. Þetta sé um leið áminning til aðstandenda. „Það er ætlast til þess sama af þeim.“ Hún segir að þetta sé vandi sem hjúkrunarheimili hafi verið að glíma við og hvatti önnur hjúkrunarheimili til að fara að fyrirmynd þeirra. „Við erum að hugsa um lífsgæði íbúa. Við erum ánægð að hafa tekið þetta skref og byrjað að hnippa,“ segir Þórdís að lokum. Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þetta segir Þórdís Hulda Tómasdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunarsviðs í samtali við Vísi. „Reglan er sú að þú mátt ekki vera í símanum í sameiginlegum rýmum íbúa.“ Reglubreytingin hafi komið í kjölfar vandræða með símanotkun starfsmanna. „Starfsmenn sátu í setustofum í Lazyboy-stólum í setustofum íbúa og það hefur verið bannað. Við gerðum veggspjöld sem við hengdum í sameiginlegum rýmum. Þetta er gert til að hnippa í starfsmenn á penan hátt. Mörg hjúkrunarheimili eru í vanda með þetta.“ Dæmi um slíkt plakat. Hún bætir við að það sé leiðinlegt fyrir aðstandendur að reyna að ná í samband við starfsmenn þegar þeir liggja bara í símanum. Hún sé sjálfur aðstandandi. „Þetta er ekki leiðindaherferð og kemur af þörf.“ Aðspurð hvort þau hafi orðið vör við breytingar í kjölfar þessa reglna segir Þórdís: „Já þetta er að minnka. Ég sé það alveg, það er mikið þakklæti aðstandenda. Við erum bara að reyna okkar besta að hnippa í starfsmenn,“ segir Þórdís. „Við stöndum ekkert hérna og gólum á starfsmenn en þetta er vegna þess að þetta er ekki í lagi.“ Þórdís segir einnig að hvergi komi fram að reglurnar ættu ekki einvörðungu við starfsmenn. Þetta sé um leið áminning til aðstandenda. „Það er ætlast til þess sama af þeim.“ Hún segir að þetta sé vandi sem hjúkrunarheimili hafi verið að glíma við og hvatti önnur hjúkrunarheimili til að fara að fyrirmynd þeirra. „Við erum að hugsa um lífsgæði íbúa. Við erum ánægð að hafa tekið þetta skref og byrjað að hnippa,“ segir Þórdís að lokum.
Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira