Ótrúlega algengt að styttur séu færðar Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 27. október 2023 20:56 Stefán velti því upp hvað gæti komið í stað fyrir styttuna af séra Friðriki. Vísir/Vilhelm Ekki er útilokað að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu, en fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem vilja styttuna burt eftir að greint var frá því að hann hafi leitað á drengi. Sagnfræðingur segir alþekkt að styttur á Íslandi séu færðar. Greint er frá því í nýrri bók Guðmundur Magnússonar sagnfræðings um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Vals og Hauka, að Friðrik hafi misnotað dreng. Þá er fjöldi drengja sagður lýsa því yfir að hafa ekki líkað við atlot hans og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sagði þar að auki í Kastljósi í gærkvöldi að fleiri brotaþolar Friðriks eða fólk þeim tengt hafi leitað til Stígamóta. Dagur B. Eggertsson útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsinga verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. Rætt var við Stefán Pálsson, sagnfræðing og varaborgarfulltrúa, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir ótrúlega algengt að styttur séu færðar. „Stundum af góðu, stundum af illu“ „Það er enginn munur á styttu og málverki sem menn eru með uppi á vegg heima hjá sér. Og ef sagan er skoðuð þá hafa menn margoft fært til styttur í almannarýminu og í rauninni hafa flestar af frægustu styttum Reykjavíkur flakkað um. Styttan af Jóni Sigurðssyni hún stóð áður við stjórnarráðið, á undan henni á Austurvelli þar var styttan af Bertel Thorvaldsen sem núna er komin niður í Hljómskálagarðinn, styttan af Þorfinni Karlsefni sem er komin núna upp í Laugarásinn hún var á hólma í tjörninni.“ Stefán bendir á að á reitnum sem styttan af séra Friðriki stendur í dag hafi áður staðið stytta af Jónasi Hallgrímssyni. Hann segir að eins tíðkist að styttur séu fjarlægðar eða látnar í geymslu. „Já, já. Það kemur stundum af góðu, stundum af illu. Nú er nýbúið að taka upp styttuna af Héðni Valdimarssyni sem var í mörg, mörg ár í viðgerð. Styttan af Vatnsberanum var á miklu flakki. Yfirleitt eru svona styttur færðar til en það eru alveg dæmi um að þær séu bara lagðar til hliðar, kannski af því þær eru lúnar eða bara tala ekki lengur til samtímans,“ segir Stefán. Sjálfur velti hann því upp á Facebook að líklegt yrði að styttan af séra Friðriki yrði fjarlægð. En hvað skyldi þá koma í staðinn? „Það voru margar skemmtilegar hugmyndir. Ýmsir fóru að tala um fólk sem að verðskuldaði styttu, fleiri en einn og fleiri en tveir töluðu um Vigdísi Finnbogadóttur. Aðrir veltu bara upp möguleikanum á að færa til í borgarlandinu, kannski bara að Jónas fari aftur á upprunalega staðinn. Það er fullt af möguleikum og mjög algengt að það var bent á það að það vantaði bæði styttur eftir konur og af konum. Og þarna gæti verið fínt tækifæri til að bæta úr því.“ Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Réttindi barna Ofbeldi gegn börnum Trúmál Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Borgarstjóri útilokar ekki að styttan verði færð Borgarstjóri útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsingum verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. 27. október 2023 12:07 Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Greint er frá því í nýrri bók Guðmundur Magnússonar sagnfræðings um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Vals og Hauka, að Friðrik hafi misnotað dreng. Þá er fjöldi drengja sagður lýsa því yfir að hafa ekki líkað við atlot hans og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sagði þar að auki í Kastljósi í gærkvöldi að fleiri brotaþolar Friðriks eða fólk þeim tengt hafi leitað til Stígamóta. Dagur B. Eggertsson útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsinga verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. Rætt var við Stefán Pálsson, sagnfræðing og varaborgarfulltrúa, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir ótrúlega algengt að styttur séu færðar. „Stundum af góðu, stundum af illu“ „Það er enginn munur á styttu og málverki sem menn eru með uppi á vegg heima hjá sér. Og ef sagan er skoðuð þá hafa menn margoft fært til styttur í almannarýminu og í rauninni hafa flestar af frægustu styttum Reykjavíkur flakkað um. Styttan af Jóni Sigurðssyni hún stóð áður við stjórnarráðið, á undan henni á Austurvelli þar var styttan af Bertel Thorvaldsen sem núna er komin niður í Hljómskálagarðinn, styttan af Þorfinni Karlsefni sem er komin núna upp í Laugarásinn hún var á hólma í tjörninni.“ Stefán bendir á að á reitnum sem styttan af séra Friðriki stendur í dag hafi áður staðið stytta af Jónasi Hallgrímssyni. Hann segir að eins tíðkist að styttur séu fjarlægðar eða látnar í geymslu. „Já, já. Það kemur stundum af góðu, stundum af illu. Nú er nýbúið að taka upp styttuna af Héðni Valdimarssyni sem var í mörg, mörg ár í viðgerð. Styttan af Vatnsberanum var á miklu flakki. Yfirleitt eru svona styttur færðar til en það eru alveg dæmi um að þær séu bara lagðar til hliðar, kannski af því þær eru lúnar eða bara tala ekki lengur til samtímans,“ segir Stefán. Sjálfur velti hann því upp á Facebook að líklegt yrði að styttan af séra Friðriki yrði fjarlægð. En hvað skyldi þá koma í staðinn? „Það voru margar skemmtilegar hugmyndir. Ýmsir fóru að tala um fólk sem að verðskuldaði styttu, fleiri en einn og fleiri en tveir töluðu um Vigdísi Finnbogadóttur. Aðrir veltu bara upp möguleikanum á að færa til í borgarlandinu, kannski bara að Jónas fari aftur á upprunalega staðinn. Það er fullt af möguleikum og mjög algengt að það var bent á það að það vantaði bæði styttur eftir konur og af konum. Og þarna gæti verið fínt tækifæri til að bæta úr því.“
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Réttindi barna Ofbeldi gegn börnum Trúmál Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Borgarstjóri útilokar ekki að styttan verði færð Borgarstjóri útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsingum verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. 27. október 2023 12:07 Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Borgarstjóri útilokar ekki að styttan verði færð Borgarstjóri útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsingum verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. 27. október 2023 12:07
Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05