Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. október 2023 22:03 Málið var rætt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Twitter/UN Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. Allsherjarþing SÞ kallaði í dag eftir tafarlausu vopnahléi á Gasa. Áhersla var lögð á að hægt væri að koma lífsnauðsynlegum vistum yfir til fólks á svæðinu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum Guardian hafa Ísraelar gefið í og stundað landhernað í auknum mæli. Hér má sjá hvernig atkvæðagreiðslan fór.Twitter/UN Jórdanía lagði tillöguna fram og 120 lönd studdu hana óbreytta. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt að lokum og kusu 120 lönd með tillögunni. 14 kusu á móti og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Eins og fyrr segir greiddi ekkert Norðurlandanna atkvæði með tillögunni, nema Noregur. Utanríkisráðuneytið studdi tillöguna ekki óbreytta Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að Ísland hafi komið afstöðu sinni skýrt á framfæri í atkvæðaskýringu að atkvæðagreiðslu lokinnni. Ísland hafi lagt áherslu á að mannúðarhlé til að tryggja tafarlausa mannúðaraðstoð, harmað gríðarlegt mannfall óbreyttra borgara og ítrekað að þá yrði að vernda. „Nú undir kvöld voru greidd atkvæði um ályktun um ástandið sem Jórdanía, fyrir hönd ríkja Arabahópsins, hefur lagt fram og snúa mjög að mannúðarhliðinni. Því miður reyndist ómögulegt að ná samstöðu um texta ályktunarinnar sem tók ekki til grimmdarverka Hamas og tók ekki með beinum hætti á gíslatöku Hamas, en yfir 200 manns eru enn í haldi, þar af 30 börn,“ segir í tilkynningunni. Þá segir enn fremur: „Kanada lagði fram breytingartillögu þar að lútandi í þeirri von að ályktunin myndi spegla allar hliðar málsins. Hún hlaut ekki brautargengi, en tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að hún yrði samþykkt. Því var kosið um ályktunina óbreytta og var hún samþykkt með 120 atkvæðum gegn 14. Ísland sat hjá ásamt 44 öðrum ríkjum, þar með talið Norðurlöndunum, utan Noregs, Eystrasaltsríkjunum, Hollandi, Bretlandi og Þýskalandi. Ísland hefði stutt ályktunina hefði breytingartillaga Kanada náð fram að ganga.“ Ísland hafi kallað eftir því að hugað yrði að pólitískri lausn deilunnar, friði yrði komið á og lögð var áhersla á tveggja ríkja lausnina. Þá hörmuðu fulltrúar Íslands jafnframt að ekki hefði náðst samstaða á fundinum og að öryggisráðinu hafi ekki tekist að ná saman. Fréttin hefur verið uppfærð. Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Allsherjarþing SÞ kallaði í dag eftir tafarlausu vopnahléi á Gasa. Áhersla var lögð á að hægt væri að koma lífsnauðsynlegum vistum yfir til fólks á svæðinu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum Guardian hafa Ísraelar gefið í og stundað landhernað í auknum mæli. Hér má sjá hvernig atkvæðagreiðslan fór.Twitter/UN Jórdanía lagði tillöguna fram og 120 lönd studdu hana óbreytta. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt að lokum og kusu 120 lönd með tillögunni. 14 kusu á móti og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Eins og fyrr segir greiddi ekkert Norðurlandanna atkvæði með tillögunni, nema Noregur. Utanríkisráðuneytið studdi tillöguna ekki óbreytta Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að Ísland hafi komið afstöðu sinni skýrt á framfæri í atkvæðaskýringu að atkvæðagreiðslu lokinnni. Ísland hafi lagt áherslu á að mannúðarhlé til að tryggja tafarlausa mannúðaraðstoð, harmað gríðarlegt mannfall óbreyttra borgara og ítrekað að þá yrði að vernda. „Nú undir kvöld voru greidd atkvæði um ályktun um ástandið sem Jórdanía, fyrir hönd ríkja Arabahópsins, hefur lagt fram og snúa mjög að mannúðarhliðinni. Því miður reyndist ómögulegt að ná samstöðu um texta ályktunarinnar sem tók ekki til grimmdarverka Hamas og tók ekki með beinum hætti á gíslatöku Hamas, en yfir 200 manns eru enn í haldi, þar af 30 börn,“ segir í tilkynningunni. Þá segir enn fremur: „Kanada lagði fram breytingartillögu þar að lútandi í þeirri von að ályktunin myndi spegla allar hliðar málsins. Hún hlaut ekki brautargengi, en tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að hún yrði samþykkt. Því var kosið um ályktunina óbreytta og var hún samþykkt með 120 atkvæðum gegn 14. Ísland sat hjá ásamt 44 öðrum ríkjum, þar með talið Norðurlöndunum, utan Noregs, Eystrasaltsríkjunum, Hollandi, Bretlandi og Þýskalandi. Ísland hefði stutt ályktunina hefði breytingartillaga Kanada náð fram að ganga.“ Ísland hafi kallað eftir því að hugað yrði að pólitískri lausn deilunnar, friði yrði komið á og lögð var áhersla á tveggja ríkja lausnina. Þá hörmuðu fulltrúar Íslands jafnframt að ekki hefði náðst samstaða á fundinum og að öryggisráðinu hafi ekki tekist að ná saman. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira