„Verkefni okkar er skýrt“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. október 2023 18:18 Forsætisráðherrann ræddi ástandið á blaðamannafundi í kvöld. AP Photo/Evan Vucc „Þetta er annar fasi stríðsins. Verkefni okkar er skýrt: að eyðileggja her Hamas og koma fórnarlömbum aftur heim. Ísraelar ætla að koma í veg fyrir þessa illsku, öllu mannkyninu til góða,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael á blaðamannafundi á sjötta tímanum í dag. Hann staðfestir að hermenn Ísraela séu komnir inn á Gasa. Netanjahú segist ætla að passa upp á að „morðingjarnir fái að borga fyrir fjöldamorðin.“ Hann biður almenna borgara á Gasa að færa sig um set, af norðurhluta svæðisins, enda hafi hermenn Ísraelshers aukið landhernað á Gasa. „Ef Ísraelar vinna ekki stríðið í dag þá verður landið næsta fórnarlamb öxulveldisins illa. Stríðið á Gasa verður langt. Þetta er í annað sinn sem við berjumst fyrir sjálfstæði okkar. Við munum bjarga landinu. Við munum berjast í lofti og láði, við munum berjast og við munum sigra,“ sagði forsætisráðherrann meðal annars. Netanjahú skaut föstum skotum á Recep Tayyip Erdógan forseta Tyrklands sem sakaði Ísraela um stríðsglæpi í dag. Netanjahú nafngreindi Erdógan ekki en sagði: Þú skalt ekki saka okkur um stríðsglæpi. Ef þú heldur að þú getir sakað hermenn okkar um stríðsglæpi er það bara hræsni. Við erum siðferðilegasti her í heimi.“ Hann bætir við að herinn reyni eftir fremsta megni að vernda almenna borgara en sakar Hamas um að nota fólk sem „mannlega skildi.“ Varnamálaráðherrann, Yoav Gallant, sagði hermenn vígbúast í norðri og suðri. Hann sagði einnig að stríðið yrði ekki stutt, það myndi standa lengi yfir. Hann sagði að mikil áhersla væri lögð á að koma gíslum heim. Nýr fasi Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í morgun að stríð Ísraela gegn Hamas væri í nýjum fasa. Eins og hann ítrekaði á blaðamannafundinum er herinn brátt tilbúinn til að verja Ísrael á öðrum vígstöðvum, eins og í norðri við landamæri Líbanon. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar hafa rúmlega 7.700 manns fallið í árásum Ísraela og þar af mest konur og börn. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni ráðuneytisins að það að síma- og netsamband liggi niðri hafi líka lamað heilbrigðiskerfið, þar sem fólk geti ekki kallað eftir aðstoð. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, sagði í vikunni að tölur frá Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, væru ekki trúverðugar. Ísrael Palestína Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir „Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41 Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03 Ráðherrar og herforingjar sagðir deila um innrás Ísraelski herinn er tilbúinn til innrásar á Gasaströndina en ráðamenn ríkisins og æðstu leiðtogar hersins eru ósammála um hvernig innrásin ætti að fara fram og jafnvel hvort eigi að gera hana yfir höfuð. Þá er sagt ríkja trúnaðarleysi milli ráðamanna og herforingja. 27. október 2023 15:03 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Netanjahú segist ætla að passa upp á að „morðingjarnir fái að borga fyrir fjöldamorðin.“ Hann biður almenna borgara á Gasa að færa sig um set, af norðurhluta svæðisins, enda hafi hermenn Ísraelshers aukið landhernað á Gasa. „Ef Ísraelar vinna ekki stríðið í dag þá verður landið næsta fórnarlamb öxulveldisins illa. Stríðið á Gasa verður langt. Þetta er í annað sinn sem við berjumst fyrir sjálfstæði okkar. Við munum bjarga landinu. Við munum berjast í lofti og láði, við munum berjast og við munum sigra,“ sagði forsætisráðherrann meðal annars. Netanjahú skaut föstum skotum á Recep Tayyip Erdógan forseta Tyrklands sem sakaði Ísraela um stríðsglæpi í dag. Netanjahú nafngreindi Erdógan ekki en sagði: Þú skalt ekki saka okkur um stríðsglæpi. Ef þú heldur að þú getir sakað hermenn okkar um stríðsglæpi er það bara hræsni. Við erum siðferðilegasti her í heimi.“ Hann bætir við að herinn reyni eftir fremsta megni að vernda almenna borgara en sakar Hamas um að nota fólk sem „mannlega skildi.“ Varnamálaráðherrann, Yoav Gallant, sagði hermenn vígbúast í norðri og suðri. Hann sagði einnig að stríðið yrði ekki stutt, það myndi standa lengi yfir. Hann sagði að mikil áhersla væri lögð á að koma gíslum heim. Nýr fasi Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í morgun að stríð Ísraela gegn Hamas væri í nýjum fasa. Eins og hann ítrekaði á blaðamannafundinum er herinn brátt tilbúinn til að verja Ísrael á öðrum vígstöðvum, eins og í norðri við landamæri Líbanon. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar hafa rúmlega 7.700 manns fallið í árásum Ísraela og þar af mest konur og börn. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni ráðuneytisins að það að síma- og netsamband liggi niðri hafi líka lamað heilbrigðiskerfið, þar sem fólk geti ekki kallað eftir aðstoð. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, sagði í vikunni að tölur frá Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, væru ekki trúverðugar.
Ísrael Palestína Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir „Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41 Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03 Ráðherrar og herforingjar sagðir deila um innrás Ísraelski herinn er tilbúinn til innrásar á Gasaströndina en ráðamenn ríkisins og æðstu leiðtogar hersins eru ósammála um hvernig innrásin ætti að fara fram og jafnvel hvort eigi að gera hana yfir höfuð. Þá er sagt ríkja trúnaðarleysi milli ráðamanna og herforingja. 27. október 2023 15:03 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
„Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41
Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03
Ráðherrar og herforingjar sagðir deila um innrás Ísraelski herinn er tilbúinn til innrásar á Gasaströndina en ráðamenn ríkisins og æðstu leiðtogar hersins eru ósammála um hvernig innrásin ætti að fara fram og jafnvel hvort eigi að gera hana yfir höfuð. Þá er sagt ríkja trúnaðarleysi milli ráðamanna og herforingja. 27. október 2023 15:03