Voru varaðir við hótunum byssumannsins Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2023 10:47 Robert Card, þegar hann gekk inn í keilusal í Lewiston og skaut fjölda fólks til bana. AP/Fógeti Androscoggin-sýslu Lögregluembætti í Maine í Bandaríkjunum voru í síðasta mánuði vöruð við duldum hótunum Robert Card. Nokkrum vikum síðar framdi hann mannskæðustu skotárás ríkisins er hann skaut átján manns til bana og særði þrettán. AP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum úr tveimur löggæsluembættum í Maine að í september hafi viðvörun gefið út fyrir allt ríkið, þar sem lögregluþjónum var sagt að vera á varðbergi eftir Card. Þá hafði hann kastað fram hótunum gegn hermönnum sem hann vann með. Eftirlitsferðum um herstöðina var fjölgað og lögregluþjónar voru sendir heim til Cards en hann fannst ekki og var viðbúnaðinum hætt eftir tvær vikur. Card, sem var fjörutíu ára gamall, starfaði sem liðþjálfi í varalið bandaríska hersins í Maine en í vikunni gekk hann inn í keilusal í Lewiston með hálfsjálfvirkan riffil og hóf þar skothríð á fólki. Því næst gekk hann inn á bar þar nærri og hélt skothríðinni áfram. Átján eru látnir og margir eru særðir og voru fórnarlömb Cards á aldrinum fjórtán til 76 ára. Hann flúði af vettvangi en umfangsmikilli leit lauk í gær þegar Card fannst látinn á endurvinnslustöð í bænum Lisbon, þar sem hann hafði eitt sinn unnið. Hann er sagður hafa beint byssu sinni að sjálfum sér. Card var lagður inn á geðdeild í sumar eftir að hann sagðist heyra raddir og hótaði samstarfsmönnum sínum á herstöðinni. Þetta var í júlí en blaðamenn AP hafa ekki fengið svör við því hvort það hafi verið sömu hótanir og leiddu til áðurnefndra viðvarana í september. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Card hafi verið vænisjúkur og hafi grunað annað fólk um að hafa talað um sig. Þrátt fyrir þessar viðvaranir hafði Card keypt sér nokkrar byssur með löglegum hætti og þar á meðal nokkrum dögum fyrir árásina. Í frétt AP segir að margir spyrji hvernig það megi vera að svo margir hafi ekki séð þau viðvörunarmerki sem voru á lofti yfir Card og velta vöngum yfir því hvernig hægt hefði verið að koma í veg fyrir fjöldamorðið. Einn lögreglustjóri sagði fréttaveitunni að viðvörunin varðandi Card væri ein fjölmargra. Hún hefði verið óljós og almenn. Svipast hafi verið um eftir honum en í raun hafi aldrei verið kvartað yfir því að hann hafi gert eitthvað af sér. „Við fengum ekkert slíkt,“ sagði Jack Clements. Lögaður, sem starfaði innan hersins um árabil, segir að ef Card hafi verið lagður inn í sumar, án samþykkis hans, hafi samkvæmt reglum átt að tilkynna þið til yfirvalda og þar á meðal til Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Viðkomandi hefði þá endað á lista yfir menn sem mega ekki kaupa skotvopn. Á blaðamannafundi yfirvalda í Maine í gær kom þó fram að Card hefði ekki verið lagður inn gegn vilja sínum. Lagaprófessor segir þó að samkvæmt lögum um skotvopn hefðu hótanir Cards og innlögn átt að leiða til þess að yfirvöld hefðu átt að leggja tímabundið hald á byssur hans þegar hann sneri aftur heim eftir innlögnina í sumar. Útlit sé fyrir að einhver hafi gert mistök. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Leit stendur enn yfir að byssumanninum í Maine Mannsins, sem skaut átján til bana og særði þrettán í Lewiston á miðvikudagskvöld, er enn leitað. Lögregla leitaði hús úr húsi í heimabæ mannsins í gærkvöldi. 27. október 2023 08:29 Leit að byssumanni í Maine ekki enn borið árangur Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær. 26. október 2023 23:02 Íbúum í Lewiston og nærliggjandi bæjum sagt að halda sig inni við Hundruð lögreglumanna leita nú Robert Card, 40 ára, sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti sextán að bana í tveimur skotárásum í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. 26. október 2023 12:32 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum úr tveimur löggæsluembættum í Maine að í september hafi viðvörun gefið út fyrir allt ríkið, þar sem lögregluþjónum var sagt að vera á varðbergi eftir Card. Þá hafði hann kastað fram hótunum gegn hermönnum sem hann vann með. Eftirlitsferðum um herstöðina var fjölgað og lögregluþjónar voru sendir heim til Cards en hann fannst ekki og var viðbúnaðinum hætt eftir tvær vikur. Card, sem var fjörutíu ára gamall, starfaði sem liðþjálfi í varalið bandaríska hersins í Maine en í vikunni gekk hann inn í keilusal í Lewiston með hálfsjálfvirkan riffil og hóf þar skothríð á fólki. Því næst gekk hann inn á bar þar nærri og hélt skothríðinni áfram. Átján eru látnir og margir eru særðir og voru fórnarlömb Cards á aldrinum fjórtán til 76 ára. Hann flúði af vettvangi en umfangsmikilli leit lauk í gær þegar Card fannst látinn á endurvinnslustöð í bænum Lisbon, þar sem hann hafði eitt sinn unnið. Hann er sagður hafa beint byssu sinni að sjálfum sér. Card var lagður inn á geðdeild í sumar eftir að hann sagðist heyra raddir og hótaði samstarfsmönnum sínum á herstöðinni. Þetta var í júlí en blaðamenn AP hafa ekki fengið svör við því hvort það hafi verið sömu hótanir og leiddu til áðurnefndra viðvarana í september. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Card hafi verið vænisjúkur og hafi grunað annað fólk um að hafa talað um sig. Þrátt fyrir þessar viðvaranir hafði Card keypt sér nokkrar byssur með löglegum hætti og þar á meðal nokkrum dögum fyrir árásina. Í frétt AP segir að margir spyrji hvernig það megi vera að svo margir hafi ekki séð þau viðvörunarmerki sem voru á lofti yfir Card og velta vöngum yfir því hvernig hægt hefði verið að koma í veg fyrir fjöldamorðið. Einn lögreglustjóri sagði fréttaveitunni að viðvörunin varðandi Card væri ein fjölmargra. Hún hefði verið óljós og almenn. Svipast hafi verið um eftir honum en í raun hafi aldrei verið kvartað yfir því að hann hafi gert eitthvað af sér. „Við fengum ekkert slíkt,“ sagði Jack Clements. Lögaður, sem starfaði innan hersins um árabil, segir að ef Card hafi verið lagður inn í sumar, án samþykkis hans, hafi samkvæmt reglum átt að tilkynna þið til yfirvalda og þar á meðal til Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Viðkomandi hefði þá endað á lista yfir menn sem mega ekki kaupa skotvopn. Á blaðamannafundi yfirvalda í Maine í gær kom þó fram að Card hefði ekki verið lagður inn gegn vilja sínum. Lagaprófessor segir þó að samkvæmt lögum um skotvopn hefðu hótanir Cards og innlögn átt að leiða til þess að yfirvöld hefðu átt að leggja tímabundið hald á byssur hans þegar hann sneri aftur heim eftir innlögnina í sumar. Útlit sé fyrir að einhver hafi gert mistök.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Leit stendur enn yfir að byssumanninum í Maine Mannsins, sem skaut átján til bana og særði þrettán í Lewiston á miðvikudagskvöld, er enn leitað. Lögregla leitaði hús úr húsi í heimabæ mannsins í gærkvöldi. 27. október 2023 08:29 Leit að byssumanni í Maine ekki enn borið árangur Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær. 26. október 2023 23:02 Íbúum í Lewiston og nærliggjandi bæjum sagt að halda sig inni við Hundruð lögreglumanna leita nú Robert Card, 40 ára, sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti sextán að bana í tveimur skotárásum í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. 26. október 2023 12:32 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Leit stendur enn yfir að byssumanninum í Maine Mannsins, sem skaut átján til bana og særði þrettán í Lewiston á miðvikudagskvöld, er enn leitað. Lögregla leitaði hús úr húsi í heimabæ mannsins í gærkvöldi. 27. október 2023 08:29
Leit að byssumanni í Maine ekki enn borið árangur Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær. 26. október 2023 23:02
Íbúum í Lewiston og nærliggjandi bæjum sagt að halda sig inni við Hundruð lögreglumanna leita nú Robert Card, 40 ára, sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti sextán að bana í tveimur skotárásum í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. 26. október 2023 12:32