Þá var sameining sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar samþykkt í íbúakosningu í gær. Yfirgnæfandi meirihluti íbúa var hlynntur sameiningunni. Bæjarstjóri Vesturbyggðar fagnar þessu og segir mörg verkefni bíða nýs sveitarfélags.
Um 10.000 flóttamenn hafa komið til Kanaríeyja í þessum mánuði og hefur straumur þeirra sjaldan verið eins mikill. Miklar deilur eru um hvar eigi að koma fólkinu fyrir. Þá förum við yfir niðurstöður ársþings Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, sem fór fram á Vík í Mýrdal í vikunni.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12.