Hefur tálgað þúsundir jólasveina úr alaskavíði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. október 2023 20:16 Hrefna er við sýningarskápinn sinn þar sem má sjá jólasveinana og annað sem hún er að tálga. Allt mjög, mjög flott hjá henni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó það séu enn um tveir mánuðir til jóla þá situr handverkskona í Kópavogi ekki auðum höndum enda tálgar hún út jólasveina og málar þá eins og engin sé morgundagurinn fyrir jólin. Hún hefur tálgað mörg þúsund slíka sveina í gegnum árin. Hrefna Aradóttir, sem er frá Neskaupstað en býr í dag í Kópavogi er með fína aðstöðu heima hjá sér fyrir handverkið sitt en hún er ansi lunkinn með tálguhnífinn sinn við að útbúa allskonar fígúrur. Nú eru það jólasveinarnir, sem eiga hug hennar allan en þá tálgar hún úr greinum af alaskavíði. „Ég er alltaf með blautan við, ég er með ferskan við, þannig að hann er blautur þegar ég vinn hann. Ég leyfi þessu að þorna, kannski 20 til 50 stykki, misjafnt og svo tek ég pásu og fer að mála. Það er kannski ein vika, sem ég er bara að mála, þá er ég ekki að tálga. Það er léttara fyrir hendurnar,” segir Hrefna. En hvað tekur það langan tíma að tálga einn jólasvein? „Það eru um þrír á klukkutíma. Það er svona það sem ég vil að sé ásættanlegt en um leið og þeir verða með miklum greinum í miklum hnútum í, þá er ég lengur.” Og þá á hún eftir að þurrka þá, lakka og svo mála, ásamt því að setja bönd í þá. „Þetta er heilmikil vinna en mjög skemmtileg,” segir Hrefna. Jólasveinarnir hennar Hrefnu hafa slegið í gegn enda hefur hún varla undan að tálga og mála þá áður en þeir fara inn á nýju heimilin sín hér heima eða í útlöndum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrefna segist útbúa jólasveina allt árið um kring þó það sé alltaf mjög mikið að gera í aðdraganda jóla. Hún segir erlenda ferðamenn mjög hrifna af sveinunum hennar enda um íslenskt handverk að ræða, sem er létt í ferðatöskur. „Ég veit af sveinunum út um allan heim, til dæmis í Kanada, Ástralíu, Noregi, Svíþjóð og Danmörku,” segir hún. Talar þú við jólasveinana þegar þú ert að búa þá til? „Nei, ég geri nú ekki mikið af því, nei, en þegar ég er að gera þá er ég alveg búin að ákveða sjálf hverja mér líkar við. Já, þessi verður flottur, þessi er allt í lagi, þessi er svona, þannig að ég er, já, þegar ég er búin að mála þá, þá eru þeir allir eins þó þeir séu ekki allir eins,” segir Hrefna og hlær. En er Hrefna ekki orðin leið á jólunum fyrst hún er alltaf að búa til jólasveina? „Nei, nei, mér finnast jólin mjög skemmtileg og ég væri alveg til í að hafa þau lengi.” En veit Hrefna hvað hún hefur tálgað marga jólasveina í gegnum árin? „Nei, þeir eru mörg þúsund, það veit ég,” segir hún og heldur áfram að tálga. Heimasíða Hrefnu Facebooksíða Hrefnu með jólasveinunum Kópavogur Jól Handverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Hrefna Aradóttir, sem er frá Neskaupstað en býr í dag í Kópavogi er með fína aðstöðu heima hjá sér fyrir handverkið sitt en hún er ansi lunkinn með tálguhnífinn sinn við að útbúa allskonar fígúrur. Nú eru það jólasveinarnir, sem eiga hug hennar allan en þá tálgar hún úr greinum af alaskavíði. „Ég er alltaf með blautan við, ég er með ferskan við, þannig að hann er blautur þegar ég vinn hann. Ég leyfi þessu að þorna, kannski 20 til 50 stykki, misjafnt og svo tek ég pásu og fer að mála. Það er kannski ein vika, sem ég er bara að mála, þá er ég ekki að tálga. Það er léttara fyrir hendurnar,” segir Hrefna. En hvað tekur það langan tíma að tálga einn jólasvein? „Það eru um þrír á klukkutíma. Það er svona það sem ég vil að sé ásættanlegt en um leið og þeir verða með miklum greinum í miklum hnútum í, þá er ég lengur.” Og þá á hún eftir að þurrka þá, lakka og svo mála, ásamt því að setja bönd í þá. „Þetta er heilmikil vinna en mjög skemmtileg,” segir Hrefna. Jólasveinarnir hennar Hrefnu hafa slegið í gegn enda hefur hún varla undan að tálga og mála þá áður en þeir fara inn á nýju heimilin sín hér heima eða í útlöndum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrefna segist útbúa jólasveina allt árið um kring þó það sé alltaf mjög mikið að gera í aðdraganda jóla. Hún segir erlenda ferðamenn mjög hrifna af sveinunum hennar enda um íslenskt handverk að ræða, sem er létt í ferðatöskur. „Ég veit af sveinunum út um allan heim, til dæmis í Kanada, Ástralíu, Noregi, Svíþjóð og Danmörku,” segir hún. Talar þú við jólasveinana þegar þú ert að búa þá til? „Nei, ég geri nú ekki mikið af því, nei, en þegar ég er að gera þá er ég alveg búin að ákveða sjálf hverja mér líkar við. Já, þessi verður flottur, þessi er allt í lagi, þessi er svona, þannig að ég er, já, þegar ég er búin að mála þá, þá eru þeir allir eins þó þeir séu ekki allir eins,” segir Hrefna og hlær. En er Hrefna ekki orðin leið á jólunum fyrst hún er alltaf að búa til jólasveina? „Nei, nei, mér finnast jólin mjög skemmtileg og ég væri alveg til í að hafa þau lengi.” En veit Hrefna hvað hún hefur tálgað marga jólasveina í gegnum árin? „Nei, þeir eru mörg þúsund, það veit ég,” segir hún og heldur áfram að tálga. Heimasíða Hrefnu Facebooksíða Hrefnu með jólasveinunum
Kópavogur Jól Handverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira