Hundruð réðust inn á flugvöll í Rússlandi í leit að Ísraelum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. október 2023 23:31 Hópur fólks hrópaði, kallaði og viðhafði andgyðingleg ummæli í garð farþeganna. AP/Twitter Hópur fólks í héraðinu Dagestan í Rússlandi réðst inn á flugvöll í leit að ísraelskum flóttamönnum. Flugvél frá Tel Aviv, höfuðborg Ísraels, lenti á flugvellinum í kvöld. Myndbönd sýna hundruð ungra karlmanna, sumir með fána Palestínu á lofti, ryðjast inn í byggingu Makhachkala flugvallarins. Þá hafa einnig borist fregnir af því að íbúar hafi leitað af ísraelskum getum á hótelum í dag, en Guardian greinir frá því að í héraðinu búi aðallega múslimar. BREAKING:A lynch mob has stormed the airport in Dagestan, Russia to look for Jewish passengers after finding out that a plane from Tel Aviv is about to land.They have also stopped police cars in front of the airport and are searching them for Jews.What’s Putin doing?🇷🇺🇮🇱 pic.twitter.com/LgaiXaiDqJ— Visegrád 24 (@visegrad24) October 29, 2023 Starfsmenn flugfélagsins sáust ýta farþegum aftur inn í flugvél og á flugstjórinn að hafa tilkynnt farþegum að æstur múgur væri fyrir utan vélina. Hann sagði möguleika á að ráðist yrði á farþegana. Talið er að óeirðirnar hafi verið skipulagðar á samfélagsmiðlum og náð hápunkti þegar tilkynnt var að flugvél væri að koma frá Tel Aviv með flóttamönnum frá Ísrael. Sumir óeirðaseggjanna héldu á skiltum sem á stóð: „Við erum á móti flóttamönnum sem eru gyðingar.“ Rússnesk yfirvöld greindu frá því í kvöld að tekist hafi að ná stjórn á ástandinu og að einhverjir hafi verið handteknir. Þá greina staðbundin stjórnvöld frá því að þau hafi þurft að flytja um 800 fjölskyldur gyðinga frá héraðinu Dagestan. Stjórnvöld í Ísrael fordæma athæfið og biðja rússnesk yfirvöld að vernda ísraelska ríkisborgara og gyðinga. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Rússland Ísrael Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Sjá meira
Myndbönd sýna hundruð ungra karlmanna, sumir með fána Palestínu á lofti, ryðjast inn í byggingu Makhachkala flugvallarins. Þá hafa einnig borist fregnir af því að íbúar hafi leitað af ísraelskum getum á hótelum í dag, en Guardian greinir frá því að í héraðinu búi aðallega múslimar. BREAKING:A lynch mob has stormed the airport in Dagestan, Russia to look for Jewish passengers after finding out that a plane from Tel Aviv is about to land.They have also stopped police cars in front of the airport and are searching them for Jews.What’s Putin doing?🇷🇺🇮🇱 pic.twitter.com/LgaiXaiDqJ— Visegrád 24 (@visegrad24) October 29, 2023 Starfsmenn flugfélagsins sáust ýta farþegum aftur inn í flugvél og á flugstjórinn að hafa tilkynnt farþegum að æstur múgur væri fyrir utan vélina. Hann sagði möguleika á að ráðist yrði á farþegana. Talið er að óeirðirnar hafi verið skipulagðar á samfélagsmiðlum og náð hápunkti þegar tilkynnt var að flugvél væri að koma frá Tel Aviv með flóttamönnum frá Ísrael. Sumir óeirðaseggjanna héldu á skiltum sem á stóð: „Við erum á móti flóttamönnum sem eru gyðingar.“ Rússnesk yfirvöld greindu frá því í kvöld að tekist hafi að ná stjórn á ástandinu og að einhverjir hafi verið handteknir. Þá greina staðbundin stjórnvöld frá því að þau hafi þurft að flytja um 800 fjölskyldur gyðinga frá héraðinu Dagestan. Stjórnvöld í Ísrael fordæma athæfið og biðja rússnesk yfirvöld að vernda ísraelska ríkisborgara og gyðinga.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Rússland Ísrael Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Sjá meira