Hér má sjá myndbandið:
Myndbandið er tekið upp og unnið af Sigurði Pétri Jóhannssyni.
„Takk elsku Sigurður Pétur fyrir elta okkur út um allt, ná öllum réttu augnablikunum og stela öllum þessum gömlu,“ segir í fréttatilkynningu frá Nylon.
Nylon eru nú í skýjunum með að hafa aftur náð í fyrsta sæti, einu sinni enn, og sitja aðra vikuna í röð á toppi Bylgjunnar. Þær segja hlustendur og aðdáendur sveitarinnar ómetanlega.
„Við erum svo þakklátar fyrir að eiga eitt svona loka myndband sem rammar inn þessi 20 ár. Conceptið á myndbandinu byggist á að brúa þessi 20 ár frá því að við komum fyrst fram og þar til við komum fram einu sinni enn á Tónaflóði.
Það var mikil nostalgía að tengja saman hverjar við vorum þá og hvað við vorum að gera við leiðina okkar að Tónaflóði nú í sumar, sem var svo stór ástæða fyrir þessu öllu. Það er verðmætt að eiga þessa dásamlegu vegferð á upptöku.
Það voru svo miklar tilfinningar og það er yndislegt að eiga þessar stundir saman, við stelpurnar. Okkur langar að deila því með hlustendum og aðdáendum hljómsveitarinnar.“
Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify og hér má sjá myndbandið á Youtube.