Tónlist

Frum­sýning: Tón­listar­mynd­band frá Nylon

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Stúlknasveitin Nylon átti stóra endurkomu á Menningarnótt og eru þær nú að senda frá sér tónlistarmyndband. Sveitina skipa Klara, Emilía, Alma og Steinunn Camilla.
Stúlknasveitin Nylon átti stóra endurkomu á Menningarnótt og eru þær nú að senda frá sér tónlistarmyndband. Sveitina skipa Klara, Emilía, Alma og Steinunn Camilla. Elísabet Blöndal

Hljómsveitin Nylon átti stóra endurkomustund á Menningarnótt í ágúst þegar þær gáfu út lagið Einu sinni enn og fluttu það saman á Arnarhóli. Þær voru nú að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið sem er frumsýnt hér að neðan og fagna því sömuleiðis að vera í fyrsta sæti á vinsældarlista Bylgjunnar. 

Hér má sjá myndbandið:

Myndbandið er tekið upp og unnið af Sigurði Pétri Jóhannssyni.

„Takk elsku Sigurður Pétur fyrir elta okkur út um allt, ná öllum réttu augnablikunum og stela öllum þessum gömlu,“ segir í fréttatilkynningu frá Nylon.

Nylon eru nú í skýjunum með að hafa aftur náð í fyrsta sæti, einu sinni enn, og sitja aðra vikuna í röð á toppi Bylgjunnar. Þær segja hlustendur og aðdáendur sveitarinnar ómetanlega.

„Við erum svo þakklátar fyrir að eiga eitt svona loka myndband sem rammar inn þessi 20 ár. Conceptið á myndbandinu byggist á að brúa þessi 20 ár frá því að við komum fyrst fram og þar til við komum fram einu sinni enn á Tónaflóði.

Það var mikil nostalgía að tengja saman hverjar við vorum þá og hvað við vorum að gera við leiðina okkar að Tónaflóði nú í sumar, sem var svo stór ástæða fyrir þessu öllu. Það er verðmætt að eiga þessa dásamlegu vegferð á upptöku. 

Það voru svo miklar tilfinningar og það er yndislegt að eiga þessar stundir saman, við stelpurnar. Okkur langar að deila því með hlustendum og aðdáendum hljómsveitarinnar.“

Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify og hér má sjá myndbandið á Youtube.


Tengdar fréttir

„Skiptir máli að gefast ekki upp þegar á móti blæs“

„Ég vil vona að fólk sé aðeins að sjá að það er allt í lagi að vera bara jákvæður og styðja fólk sem fer út í heim að láta drauma sína rætast, í staðinn fyrir að fela sig á netinu og drulla yfir það,“ segir lagahöfundurinn og tónlistarkonan Alma Guðmundsdóttir. Hún ræddi við blaðamann um endurkomu Nylon, lífið í Los Angeles og ástina en Alma er trúlofuð leikaranum Ed Weeks og þau ætla að gifta sig á Spáni eftir nokkrar vikur.

Nylon saman á ný

Tæp tuttugu ár eru síðan stúlknasveitin Nylon steig fyrst á svið. Eftir að hafa slegið í gegn á Íslandi starfaði sveitin í Bretlandi en eftir að ein söngkonan hætti fluttust hinar þrjár til Los Angeles þar sem þær komu fram allt til ársins 2015. Í fyrsta sinn síðan árið 2007 steig hinn upprunalegi Nylon hópur á svið á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Þar fluttu þær lagið Einu sinni enn, sem nú er hægt er að nálgast á Spotify.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.