„Nú er tíminn fyrir stríð“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. október 2023 06:33 Vígreifur Netanyahu hafnaði alfarið áköllum um vopnahlé. AP/Abir Sultan Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir vopnahléi á Gasa og segir frelsun eins af gíslunum sem Hamas tóku 7. október síðastliðinn sem sönnun þess að hægt sé að uppræta Hamas og endurheimta þá sem voru teknir. Forsætisráðherrann óskaði hernum og öryggisstofnuninni Shin Bet til hamingju í gær með að hafa tekist að frelsa hermanninn Ori Megidish. Tíðindunum var fagnað í Ísrael en á sama tíma birtu Hamas-liðar myndskeið sem sýndi þrjá gísla sem enn eru í haldi. Netanyahu sagði sókn Ísraelsher inn á Gasa opna á þann möguleika að frelsa gísla, sem eru taldir vera um 220 talsins. Hamas muni aðeins láta þá lausa undir þrýstingi en samtökin hafa sagst myndu frelsa gíslana gegn því að um 5.000 palestínskum föngum í fangelsum í Ísrael yrði sleppt. Hvað varðaði vopnahlé, sem fjöldi ríkja hefur nú kallað eftir, sagði Netanyahu að það þýddi aðeins uppgjöf gagnvart hryðjuverkum og villimennsku. „Það er ekki að fara að gerast. Biblían segir að það sé tími fyrir frið og tími fyrir stríð. Nú er tíminn fyrir stríð,“ sagði forsætisráðherrann. Hann kallaði Hamas-liða „skrímsli“ og sagði Ísraelsher myndu halda áfram að elta þá uppi. Á myndskeiðinu sem Hamas birti af gíslunum þremur ávarpa þeir meðal annars Netanyahu og segja að verið sé að refsa þeim fyrir hans pólitísku mistök. „Enginn kom, enginn heyrði í okkur,“ segir einn þeirra um daginn sem Hamas-liðar gerðu árásir á byggðir í Ísrael. Þá kölluðu gíslarnir eftir friði en gera má ráð fyrir að orð þeirra hafi sætt ritskoðun fangara þeirra. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Forsætisráðherrann óskaði hernum og öryggisstofnuninni Shin Bet til hamingju í gær með að hafa tekist að frelsa hermanninn Ori Megidish. Tíðindunum var fagnað í Ísrael en á sama tíma birtu Hamas-liðar myndskeið sem sýndi þrjá gísla sem enn eru í haldi. Netanyahu sagði sókn Ísraelsher inn á Gasa opna á þann möguleika að frelsa gísla, sem eru taldir vera um 220 talsins. Hamas muni aðeins láta þá lausa undir þrýstingi en samtökin hafa sagst myndu frelsa gíslana gegn því að um 5.000 palestínskum föngum í fangelsum í Ísrael yrði sleppt. Hvað varðaði vopnahlé, sem fjöldi ríkja hefur nú kallað eftir, sagði Netanyahu að það þýddi aðeins uppgjöf gagnvart hryðjuverkum og villimennsku. „Það er ekki að fara að gerast. Biblían segir að það sé tími fyrir frið og tími fyrir stríð. Nú er tíminn fyrir stríð,“ sagði forsætisráðherrann. Hann kallaði Hamas-liða „skrímsli“ og sagði Ísraelsher myndu halda áfram að elta þá uppi. Á myndskeiðinu sem Hamas birti af gíslunum þremur ávarpa þeir meðal annars Netanyahu og segja að verið sé að refsa þeim fyrir hans pólitísku mistök. „Enginn kom, enginn heyrði í okkur,“ segir einn þeirra um daginn sem Hamas-liðar gerðu árásir á byggðir í Ísrael. Þá kölluðu gíslarnir eftir friði en gera má ráð fyrir að orð þeirra hafi sætt ritskoðun fangara þeirra.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira