Gary Lineker segir að í sínum huga sé enginn vafi lengur á því hver sé besti fótboltamaður allra tíma.
„Þegar kemur að minni fótboltaævi þá stendur valið á milli Messi og Maradona,“ sagði Gary Lineker, fótboltagoðsögn og knattspyrnusérfræðngur eftir að ferli hans lauk.
„Þetta er auðvitað klikkaður samanburður því við höfum séð svo marga frábæra leikmenn. Zidane, Cruyff, báðir Ronaldoarnir og það er listi með þessum mönnum. Allt í einu ertu síðan með þessa tvo,“ sagði Gary Lineker og er þar að tala um Lionel Messi og svo Diego Maradona.
„Þessir tveir spila fótbolta eins og við hinir þekkjum ekki. Að mínu mati þá er Messi nú óumdeilanlega bestur,“ sagði Lineker.
„Það eru aðrir leikmenn sem hafa náð líkum árangri eins og sem dæmi Cristiano Ronaldo þegar við erum að tala um markaskorun. En þegar kemur að gleðinni sem þeir færa okkur þegar við horfum á þá spila þá er enginn sem stenst samanburð við Messi,“ sagði Lineker eins og sjá má hér fyrir neðan.